Sveitarstjórnarmál - 01.06.1952, Blaðsíða 20
16
SVEITARST J ÓRNARMÁL
kaupstaðina og kauptún, og sumar sveitir
þannig nálega tæmzt af fólki, er það því
bert að hér þarf að koma breyting á. Svo
fremi að ekki komi aftur breyting þar til
batnaðar, virðist óhjákvæmilegt að sameina
það, sem eftir er, svo að ekki eigi þessum fá-
mennu sveitarfélögum að blæða alveg út.
Þetta kann þó að vera nokkrum erfiðleikum
bundið, landfræðilega séð, um það er mér
ekki kunnugt, en eitthvað þarf að gera fyrir
þetta fólk, sem enn vill halda ttyggð við
sveitina, sennilega þarf einnig að koma
meira til.
Þó að svo hafi orsakazt að sumstaðar hafi
sveitirnar nærri tæmzt, og annars staðar fólk-
inu fækkað til stórra niuna, hefur þetta á
einstaka stað breyzt í þá átt, að fjölgun hef-
ur átt sér stað, og sumstaðar í ríkum mæli,
og eru horfur á, að svo verði áfram ef unga
fólkinu, sem þar er uppalið, verður gefinn
kostur á því að stofna heimili og starfa þar
áfram. Þetta meðal annars þarf að liafa í
lmga áður en róttækar breytingar verða gerð-
ar í þessum málum. Einnig kemur hér margt
fleira til greina.
Til þess að þetta sé nokkru ljósara vil ég
ræða um þetta mál innan þrengri ramma,
lesendum til glöggvunar, áður en lengra er
haldið, og taka Árnessýslu sérstaklega til
athugunar, þar sem ég hef mestan kunnug-
leika á.
í Árnessýslu eru 18 hreppar nú orðið, eftir
að Selfoss og Hveragerðishreppur urðu sér-
stök sveitarfélög. Ef slík sameining yrði gerð
mundu hrepparnir þar að líkindum verða
8—-g, sem bezt mundi fara á eftir legu þeirra.
Mundu með þessu skapast nokkuð sterk
sveitarfélög, með 500—1500 íbúum hvert,
og fjárhagslega séð færari um að standa und-
ir þeim byrðum og þeim skyldum, er þeim
bæri að inna af hendi.
Með þessu er þó ekki allt fengið, þó að
vísu séu þar nokkrir hreppar, sem allt of fá-
mennir eru, en þó legu sinnar vegna heldur
óþægilegir til sameiningar, með fækkandi
íbúum, bæði af ásælni höfuðstaðarbúa og
ráðstöfunum þess opinbera, sem væri nauð-
svn á slíkri lagfæringu.
í flestum hinum hreppunum er öðruvísi
farið, í mörgum þeirra er fólkinu tekið að
fjölga, nýbýli hafa verið stofnuð og öll félags-
málaþróun ört vaxandi.
Þeir Jónas Guðmundsson skrifstofustjóri
formaður Sambands ísl. sveitarfélaga og
Karl Kristjánsson alþingismaður, telja kosti
smærri sveitarfélaga litla, en stærri sveitar-
félög hafi þá marga. I því er ég þeim að
nokkru leyti sammála, eins og að framan
greinir, en á þær röksemdir get ég þó ekki að
öllu leyti fallizt. Sá kostur, sem ég tel mestan
í hverju sveitarfélagi, er, að þar sé uppbyggð-
ur sterkur félagsandi, því með fullum rök-
um mætti benda á mörg dæmi um það, að
góð samvinna og félagsandi er meira virði en
nokkur sjóður í banka eða nokkuð meiri
höfðatala, og ég óttast ekki um, að hér eftir
eins og hingað til verði stjórn sveitarfélaga í
góðra manna höndum, þó smærri séu, hvað
sem alþingismaðurinn álítur um það.
Vissulega er það rétt, að öll nútíma tækni
er mikils virði í þessum málum, sem öðrum,
svo sem greiðar samgöngur, sími o. fl. en
þetta er þó ekki allt.
Full erfitt sýnist nú æði víða að fá mestan
hluta bænda til að sækja almenna hrepps-
fundi, þó hrepparnir séu ekki stærri en þeir
eru nú, en hvað mundi þá ef 2—3 hreppar
væru sameinaðir, sennilega mundi þá fundi
sækja í mesta lagi helmingur þeirra af eðli-
legum ástæðum, bæði vegna vöntunar á
farartækjum og skorts á tíma til slíkra ferða-
laga. Vera má, að fundarhöld sem þessi séu
lítilsvirði í augum ýmsra manna, en þar er ég
á annarri skoðun, og hef þar um fulla reynslu.
Með sameiningu hreppa, tók ég fram hér
að framan, að 8—9 mundu þeir verða í Ár-