Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1952, Blaðsíða 44

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1952, Blaðsíða 44
40 SVEITARST J ÓRNARMÁL / r Arnasafn á Islandi. Fornbókmenntir vorar eru dýrmætir fjár- sjóðir. í þær sótti þjóðin og sækir enn orku og andlegt veganesti. Hin fornu handrit voru þjóðinni í senn ómetanlegt yndi og aflgjafi í frelsis- og sjálf- stæðisbaráttu hennar. Af blöðum þeirra voru lesin þau sannindi, er vörðuðu veginn og vís- uðu leiðina út úr myrkviði ófrelsis og erfið- leika. Því miður fluttist meginið af handritunum úr landi. Nú er unnið að endurheimt þeirra. íslendingar eiga að byggja veglegt hús yfir handrit sín. Allir sem einn verða að leggja stein í þá byggingu. Landsnefnd hefur verið mynduð til fjár- öflunar. Ávarp frá henni hefur birst í dag- blöðunum. Samband ísl. sveitarfélaga skoraðist ekki úr leik um þátttöku. Það vildi fúslega leggja sitt lóð á vogarskálina og stuðla þannig, eftir beztu getu, að framgangi merkilegs rnáls, sem borið er fram af virðingu við forn fræði og af sögulegri nauðsyn. Sveitarstjórnarmál vilja því hér með fyrir hönd Sambands ísl. sveitarfélaga beina þeim tilmælum til allra sveitarstjórna á land- inu, að þær eigi þátt að því að afla fjár til þessarar væntanlegu handritasafnsbvggingar, hver á sínum stað; með framlögum úr sveit- arsjóðum, rneð hvatningu og fyrirgreiðslu svo að þjóðin öll eigi óskiptan hlut að söfnun þessari. Ekkert aðalatriði er það, að stórar fjár hæðir séu látnar af hendi, um það ber að taka tillit til efna og ástæðna, heldur hitt, að þátttakan verði sem allra almennust. Á það má benda, að nú þegar hafa nokkur sveitai félög ákveðið að greiða framlög úr sveitar sjóði miðað við 1—2 kr. af hverjum íbúa sveit arfélagsins. Æskilegt væri, að fleiri sveitar- félög gerðu slíkt hið sama. Allir, sem einhvers eru megandi, fá nú tækifæri til að greiða garnla skuld fyrir skrif- uð bókfell frá löngu liðnum öldum, sem öllu framar hafa varðveitt íslenzka tungu og þjóðarsál. Tilkvnningar um framlög ber að senda F/arsöfnunarnefnd handritasafnsbyggingar, Háskóla íslands, Reykjavík. Einnig tekur skrifstofa Sambands ísl. sveitarfélaga, Klapparstíg 26, Reykjavík, Box 1079, við fjárgjöfum og kernur þeim til réttra aðila. NÝR MEÐLIMUR. Á stjórnarfundi Sambands ísl. sveitarfélaga 5. maí s. 1., var tekin til meðferðar umsókn frá Kelduneshreppi í N.-Þing. um inngöngu í sambandið. Stjórnin samþykkti umsóknina í einu hljóði og bauð hið nýja sveitarfélag velkom- ið í sambandið.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.