Sveitarstjórnarmál - 01.06.1952, Blaðsíða 41
SVEITARST J ÓRNARMÁL
37
lendingarstað og uppsátri fyrir báta til vöru-
flutninga. Fyrir þessa lóðarleigu og afnot
þau, sem rakin voru skyldi eigandi verzlunar-
stöðvarinnar greiða eiganda Hofs 45 ríkis-
dali árlega. Að lokum segir svo í samningi
þessum, að hann skuli í einu og öllu gilda
fyiir síðari eigendur bæði jarðarinnar Hofs
og umræddar verzlunarstöðvar.
Þegar liætt var að nota ríkisdal að mynt
hér á landi var ársleigunni breytt í 90 krón-
ur. Stóð svo til ársins 1911, en þá hækkaði
ársleigan í 100 krónur og mun sú hækkun
hafa stafað af því, að leigulóðin hafði verið
aukin, en þá er hún var fyrst rnæld, 1. júní
1948, reyndist hún vera 3200 fermetrar.
í júnímánuði 1947 urðu eigendaskipti að
nefndri verzlunarstöð, er Kaupfélag Austur-
Skagfirðinga keypti hana af fyrri eiganda
hennar Vilhjálmi Erlendssyni. Áður en kaup
þessi fóru fram, hafði eigandi jarðarinnar
Hofs, lýsti yfir því, að hann teldi sig óbund-
inn af væntanlegri sölu og liti svo á, að lóð-
arréttindin væru niðurfallin, ef til þess kæmi
að úr sölunni yrði.
Eigandi Hofs fylgdi þó ekki fram til dórns
þeirri skoðun sinni, að lóðarréttindi verzlun-
arinnar hefðu fallið niður, þegar kaupfélagið
varð eigandi hennar hinn 17. júní 1947. Hins
vegar snéri hann sér til sýslumannsins í Skaga-
fjarðarsýslu hinn 4. júlí s. á. og fékk dóm-
kvadda 2 óvilhalla matsmenn til þess að
rneta, hvað væri hæfileg ársleiga eftir lóð
þá og hlunnindi þau, er verzlunarstöðinni
fydgdu samkvæmt samningnum frá 1861.
Þessir matsmenn töldu árlegt endurgjald fy'rir
nefnd not lóðar og hlunninda, hæfilega met-
ið 1200 krónur, en með yfirmati, sem fram fór
21. maí 1949, var ársleigan ákveðin 1786
krónur.
Eigandi Hofs krafði nú kaupfélagið um
þessa ársleigu fyrir árið 1948 og 1949, þ. e.
1786 krónur fyrir hvort ár í stað þeirra 100
króna, sem áður höfðu verið greiddar árlega,
og er félagið vildi ekki greiða þá leigufjár-
hæð fylgdi hann kröfu sinni frarn með rnáls-
sókn. Byggði hann þessa kröfu sína m. a. á
því, að hvorttveggja væri, að það þekktist
ekki, að leigugjald, sem ákveðið hefði verið í
peningunr fy'rir 80—90 árurn, stæði enn
óbreytt, og auk þess hefði hann átt tvímæla-
lausan rétt til þess að krefjast rnats á lóðar-
leigunni samkvæmt lögum nr. 75 frá 1917,
um útmælingu lóða í kaupstöðum. En sam-
kværnt þeim lögum er hverjum þeirn, sem
heimilt er að verzla hér á landi, rétt að fá
sér útmældar, til verzlunar, óbyggðar lóðir í
kaupstöðum eða löggiltum kauptúnum, með
þeim skilyrðum, sem nánar eru greind í lög-
unurn. Skulu þeir, er með slíkum hætti fá
lóðir á leigu, greiða það leigugjald, er dóm-
kvaddir menn meta hæfilegt, en heimilt er
þeim aðiljum, er hlut eiga að máli að krefj-
ast leigumats á hverjum 10 ára fresti.
Kaupfélagið mótmælti því, að sér væri
skylt að greiða þá ársleigu, er ákveðin var með
nefndu yfirmati, og hélt því fram, að leigu-
samningurinn frá 1861 væri enn í fulíu gildi
og engin ákvæði í honum, sem veittu land-
eiganda heimild til þess að krefjast hækk-
unar á lóðarleigunni fram yfir þær 100 krón-
ur, sem samið var um 1911. Þá var því og
haldið fram af þess hálfu, að endurmats-
ákvæði nefndra laga frá 1917 gætu ekki átt
við, þegar svo stæði á sem hér, að um frjáls-
an samning um lóðarleigu væri að ræða.
Héraðsdómur í Skagafjarðarsýslu féll á þá
lund, að kaupfélaginu væri skylt að greiða
eiganda jarðarinnar Hofs þá ársleigu fy'rir
verzlunarstöðina, sem ákveðin var með yfir-
rnatinu 1949, og lýst var áðan, en fjárhæð
hennar var 1786 krónur á ári.
Kaupfélagið skaut málinu til Hæstaréttar,
en úrslit þess urðu þar þau sömu og í hér-
aði. — í forsendum hæstaréttardómsins seg-
ir, að grunnleigusamningurinn frá 30. októ-
ber 1861 með þeirri breytingu, er á honum