Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1952, Blaðsíða 37

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1952, Blaðsíða 37
SVEITAKSTJ ÓRNARMÁL 33 að verja 38 millj. króna af tekjum ríkissjóðs árið 1951 sem hér segir: 1. Að lána Ræktunarsjóði og Bygg- ingarsjóði ........................ 15 millj. kr. 2. Að lána byggingarsj. verkamanna 4 — — 3. Að lána sveitarfélögum til útrým- ingar heilsuspillandi íbúða, skv. III. kafla laga nr. 44/1946 .... 4 — — 4. Að lána til byggingar smáíbúða 4 — — 5. Að kaupa lilutabréf í Iðnaðar- banka íslands h. f. fyrir .......... 3 — — 6. Að greiða upp í hluta ríkissjóðs af stofnkostnaði við skóla, sem þegar hafa verið byggðir ........... 5 — — 7. Að greiða upp í hluta ríkissjóðs af kostnaði við hafnargerðir, sem þeg- ar liafa verið framkvæmdar .... 2 — — 8. Að lána veðdeild Búnaðarbanka íslands ............................ 1 — — Vextir af lánum, skv. 1., 2., 3., 4. og 8. tölulið skulu vera 5^/2% á ári og lánstími 20 ár. Þá er og ríkisstjóminni heimilt, ef hent- ara þykir, að lána úr mótvirðissjóði fjárhæð- ir þær, sem tilgreindar eru í 1., 2., 3., 4. og 8. tölulið, enda sé þá varið jafnháum fjár- hæðum af tekjum ríkissjóðs árið 1951 til greiðslu á lausaskuldum ríkissjóðs. Hækkun fast- Samþykkt voru lög um heim- cignaskatts. ild fvrir sveitarstjórnir til að l. nr. 29/1952. jnnheimta með álagi fast- eignaskatta til sveitarsjóða. Lögin eru svo hljóðandi: Heimilt er sveitarstjórn, að fengnu sam- þykki félagsmálaráðherra, að ákveða, að inn- heimta skuli með allt að 400% álagi alla skatta og önnur gjöld, sem miðuð eru við núgildandi fasteignamat og aukamat og renna eiga í sveitarsjóð, að vatnsskatti und- anskildum. Ákveða má, að hækkun þessi komi til framkvæmda við innheimtu fasteignagjalda árið 1952. Lög þessi öðlast þegar gildi. „ . ....... Víða er svo háttað, að ókleift Heimilishjaip f í viðiögum. hefur reynst að útvega aðstoð á Nr. 10/1952. heimilum um lengri eða skemmri tíma, þegar veikindi eða aðrir erfið- leikar steðja að. Með lögum um heimilis- hjálp í viðlögum eru lögð drög að því, að unnt verði að ráða bót á þessháttar vand- kvæðum. En þar er svo ákveðið, að sveitar- stjórnum og sýslunefndum sé heimilt að ákveða að setja skuli á fót í umdæmum þeirra heimilishjálp í viðlögum. Hlutverk hennar er að veita hjálp á heimilum, þegar sannað er með vottorði læknis eða ljósmóður eða á annan hátt, sem aðilar taka gilt, að hjálpar- innar sé þörf um stundarsakir vegna sjúk- dóma, barnsburðar, slysa, dauðsfalla eða af öðrum ástæðum. Nú samþykkir sveitarstjórn eða sýslunefnd að koma á fót slíkri aðstoð og skal þá setja um það reglugerð, er félalgsmálarn. staðfestir. Framkvæmd heimilishjálpar má fela sér- stakri nefnd, sjúkrasamlögum, kvenfélögum eða sérstakri stofnun undir yfirstjórn hlutað- eigandi sveitarstjómar eða sýslunefndar. Heimilishjálp veitist gegn endurgjaldi sam- kvæmt gjaldskrá, en heimilt er, ef ástæður þykja til, að lækka það eða fella það alveg niður. Ríkissjóður endurgreiðir Vs hluta af halla þeim, sem sveitarsjóðir og sýslusjóðir kunna að verða fyrir af starfsemi heimilishjálpar. Alþingi samþi'kkti lög um smáíbúða, iánadciid smáibúoarhúsa. ■Lög iv. kafii íaga þessi eru felld inn í meginmál nr. 36/1952. í . . * Jaga um opinbera aðstoð við byggingar íbúðarhúsa í kaupstöðum og kaup- túnum, sem eru nú nr. 36/1952. Lánadeild þessi á að veita einstaklingum í kaupstöðum og kauptúnum lán til bygginga smárra íbúðarhúsa, er þeir hyggjast koma upp að nokkru eða verulegu leyti með eigin vinnu sinni og fjölskvldu sinnar.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.