Sveitarstjórnarmál - 01.06.1952, Blaðsíða 25
SVEITARSTJÓRNARMÁL
21
verði nýtt fávitahæli tekið í notkun í Kópa-
vogi og að allverulegar upphæðir séu þegar
til, sem ákveðnar er til áframhaldandi bygg-
ingar fávitahælis, svo að vænta má, að bráð-
lega verði bætt \rerulega úr þeim vandræð-
um, sem snerta þann flokk öryrkja, en þeir
eru, sarnkv. fyrrnefndri skýrslu, 44. Þá er nú
komið frarn á Alþingi fn'. um að byggja nú
þegar hæli fyrir drj'kkjusjúka rnenn, en til
þess er einnig allmikið fé í sjóði, og er þess
því að vænta, að frv. nái frarn að ganga og
hafizt verði handa um byggingu þess á n. á.
Þá er enn fremur komið fram annað frv., er
leggur þá skyldu á geðveikrahælið á Kleppi,
ef að lögum verður, að taka á móti öllum óð-
um sjúklingum. Er þetta allt miklu eðlilegra
en að sveitarfélögin séu að byggja fyrir þetta
fólk sérstök hæli, sem mundi hafa miklu
meiri heildarkostnað í för með sér en stækk-
un þeirra hæla, sem fyrir eru, þar sem því
verður við komið.
Nefndin leggur því til, að fr\'. verði afgreitt
með svo hljóðandi
RÖKSTUDDRI DAGSKRÁ:
í trausti þess, að ríkisstjórnin láti hraða svo
sem unnt er byggingu fávitahælisins í Kópa-
vogi, eins og það er fyrirhugað, og láti enn
fremur á næsta ári reisa hæli fyrir drykkju-
sjúka rnenn, en vitað er, að fé er fyrir hendi
til þessara framkvæmda, og geri enn fremur
nauðsynlegar ráðstafanir til þess, að geð-
veikrahælið á Kleppi geti jafnan tekið á móti
geðveikisjúklingum, sem óðir eru og ekki er
unnt að vista í venjulegum sjúkrahúsum eða
á heimilum, tekur deildin fyrir næsta mál á
dagskrá.
Alþingi, 17. des. 1951.
Rannveig Þorsteinsdóttir, form.
Lárus Jóhannesson, fundarskr.
Gísli Jónsson, frsm.
Finnbogi R. Valdimarsson.
Haraldur Guðmundsson.
Rökstudda dagskráin var samþvkkt.
Með þessu er frv. um öryrkjahæli á vegum
sveitarfélaganna úr sögunni að sinni.
Ástæða er þó til að ætla, að framlagning
frv. á Alþingi og umræður um það hafi orkað
að valda nokkrum liugarfarsbreytingum hjá
þ\ú opinbera í þessum málum, er til gagns
kynnu að leiða. Þingmönnum þeirn, er lítt
fylgjast með sveitarstjórnarmálum, gafst og
með þessurn hætti tækifæri til að kynnast erf-
iðleikum sveitarfélaganna á þessu sviði og
þeim mun nú vera ljóst, að eftir hefur orðið
hlutur ríkisvaldsins í því að gegna þeirri
skyldu að tryggja ýmiskonar ör\'rkjum við-
hlítandi dvalarstað en láta ekki lengur sveit-
arfélögin ein um þau vandamál.
Nokkrar líkur benda til, að vegna frv.
kunni eftirleiðis að verða eitthvað greiðara en
áður fyrir sveitarfélögin að koma óðu fólki á
Klepp og fávitum og drykkjusjúkum fyrir á
hælum. Er slíkt að sjálfsögðu mikill vinn-
ingur ef svo reynist. Á það má þó benda, að
fyrirgreiðsla hins opinbera virðist þó enn af
skornum skammti. Andlega sjúkir rnenn eru
látnir dvelja í heimahúsum og komast ekki
fyrir á spítölum, enda þótt stórfelld vand-
ræði geti af hlotizt. Fávitum er hvergi hægt
að koma til dvalar urn nokkra vikna skeið þó
brýn þörf krefji. Drykkjusjúkir rnenn hafa
margir hverjir engan sama stað. Verður ekki
sagt, að ástandið í þessum málurn sé til fyrir-
myndar. Þetta vita sveitarstjórnarmenn '
manna bezt, þess vegna vildu þeir hefjast
handa um framkvæmdir til bóta á þessurn
sviðum. Leitað var til löggjafarsamkomu ís-
lendinga til halds og traust og urn forustu
og fyrirgreiðslu. Málið var þar rætt nokkuð.
Erfiðleikarnir viðurkenndir. Bent á hugsan-
legar úrbætur á vegum ríkisins í framtíðinni.
Síðan tekið fyrir næsta mál á dagskrá.
Alþingi fól þar með ríkisstjórninni allan
veg og vanda i þessu máli og sér nú hverju
fram vindur.