Sveitarstjórnarmál - 01.12.1963, Side 3
S VEITARSTJ ORNARMAL
23. ÁRGANGUR
5.—6. HEFTI
TÍMARIT UM MÁLEFNI ÍSLENZKRA SVEITARFÉLAGA
ÚTGEFANDI: SAMBAND ÍSLENZKRA SVEITARFELAGA
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: JONAS GUÐMUNDSSON
Utanáskrift: SVEITARSTJÓRNARMÁL, Pósthólf 1079, Reykjavik.
LAUNASKRÁ
starfsmanna sveitarfélaga.
í skýrslu stjórnar sambandsins til lands-
þings, sem birtist í seinasta hefti tímarits-
ins, er kafli um launakjör sveitarstjórnar-
manna. Er þar fjallað almennt um fram-
vindu þessara mála, um launakjör oddvita
og sveitarstjóra, setningu laga um kjara-
samninga opinberra starfsmanna og þau
nýju viðhorf, sem skapazt höfðu með því að
starfsmönnum sveitarfélaga var veittur full-
ur samningsréttur.
Á landsþinginu var síðan gerð ályktun
um kjaramál, þar sem talið var nauðsyn-
legt, „að sem mest samvinna náist milli
sveitarfélaga um nýskipan kjaramála, þann-
ig, að eins mikið samræmi fáist milli ein-
stakra sveitarfélaga og aðstæður leyfa.
Kaus þingið 7 manna milliþinganefnd til
að fjalla um slíkt samstarf.
Var því beint til hennar:
1. að reyna að samræma kjarasamninga
kaupstaðanna.
2. að setja reglur til leiðbeiningar nm
þóknun fyrir störf í sveitarstjórn.
3. að setja reglur um kjör sveitarstjóra.
4. gera lillögur tim þóknun fyrir störf
oddvita.
Taldi þingið eðlilegt, að höfð yrði hlið-
sjón af niðurstöðum kjaradóms um kaup
ríkisstarfsmanna við gerð kjarasamninga
kaupstaðanna.
Lann bœjarstarfsmanna.
Reykjavíkurborg reið á vaðið með samn-
ingaumleitanir við starfsmenn sína, og fljót-
lega eftir að Jieirri samningagerð var lokið,
kom launamálanefndin saman í Reykjavík.
Nefndin hélt fundi nokkra daga í röð og
lagði síðan tillögur sínar fyrir fund, sem
haldinn var 26. október s. 1. með fulltrúum
frá öllum kaupstöðunum nema þremur.
Fjallaði fundurinn um tillögur nefndar-
innar tim röðun bæjarstarfsmanna í launa-
flokka, og lýsti sig í meginatriðum sam-
þykkan hugmyndum nefndarinnar.
Stjórn sambandsins samþykkti síðan á
fundi að senda tillögurnar til bæjarstjórna,
sem ábendingu, er þær gætu haft hliðsjón