Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1963, Blaðsíða 19

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1963, Blaðsíða 19
TRYGGINGAMAL ----- RITSTJÓRI: GUÐJÓN HANSEN - Löé um liæltltiiii. á bótum almannatry^m^a. í desembermánuði síðastliðnum sam- þykkti Alþingi sem lög frumvarp rikisstjórn- arinnar urn 15% hækkun á bótum almanna- trygginga, öðrum en fjölskyldubótum, og greiðist hækkun þessi frá 1. júlí 1963. Lögin ásamt greinargerð þeirri, sem frumvarpinu fylgdi, fara hér á eftir. Á fylgi- skjali um útgjaldaaukninguna er sýnt, hvernig fjárhagsáætlun sú, fyrir árið 1964, sem birtist í síðasta hefti, breytist vegna sam- þykktar laga þessara. Þess má enn fremur geta, að hækkun sú, sem varð á daggjöldum sjúkrahúsa 1. janúar s. 1. og greint er frá á öðrum stað í þessu hefti, er talin munu hækka iðgjöld og framlög til sjúkratrygg- inga um 33,1 millj. kr. til viðbótar. Lög um hœkkun á bótum almanna- trygginganna. 1. gr. Bætur samkv. lögum nr. 24/1956 um al- mannatryggingar, sbr. lög nr. 13/1960, urn breyting á þeim lögum, lög nr. 86/1960, um bráðabirgðabreyting sömu laga, lög nr. 95/1961, um hækkun á bótum almanna- trygginganna og lög nr. 89/1962, um bráða- birgðabreyting á lögum nr. 24/1956, um al- mannatryggingar, að undanteknum fjöl- skyldubótum, skulu, eftir því sem við getur átt, hækka um 15% frá 1. júlí 1963. Frá 1. janúar 1964 skulu bætur, sam- kvæmt lögum nr. 40 30. apríl 1963, um al- mannatryggingar, að undanteknum fjöl- skyldubótum, samkvæmt 15. gr. laganna, hækka um 15%. 2. gr. Tryggingastolnun ríkisins skal greiða hækkun þá á bótum á árinu 1963, sem um ræðir í 1. mgr. til hvers bótaþega í einu lagi fyrir árslok 1963. 3. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Athugasemdir: Um 1. gr. Svo sem kunnugt er liafa orðið almennar launahækkanir í landinu á yfirstandandi ári. Almenn verkalaun hækkuðu um 5% frá 23. jan. s. 1. og aftur um 7.5% frá 23. júní s. 1., eða launahækkun samtals 12.875% frá 23. júní s. 1. Það verður ekki hjá því kom- izt að hækka bætur almannatrygginganna til samræmis við almennar launahækkanir svo sem ætíð hefur tíðkazt þegar þær hafa orðið. Lagt er til í 1. gr., að bæturnar verði hækkaðar um 15% frá 1. júlí s. 1., en það lætur nærri að bótaþegar fái þá hlutfalls- lega sömu hækkun á árinu eins og almennir

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.