Sveitarstjórnarmál - 01.12.1963, Blaðsíða 20
18
SVEITARST JÓRNARMÁL
launþegar hljóta. í greininni eru fjölskyldu-
bætur undanteknar þessari hækkun. Segja
má, að fjölskyldubætur hafi lík áhrif og
persónufrádráttur, sem veittur er vegna
barna við álagningu tekjuskatts og útsvars.
í því sambandi má benda á það, að í Dan-
mörku og Svíþjóð er enginn persónufrá-
dráttur veittur vegna barna, en í þess stað
eru veittar jafnháar fjölskyldubætur með
öllum börnum og eru ekki lagðir skattar á
þær. Ákvæðin um persónufrádrátt eru nú í
athugun hjá ríkisstjórninni. Með hliðsjón
af því þykir ekki rétt að hækka upphæð
fjölskyldubóta að svo stöddu, því síður sem
gera má ráð fyrir að persónufrádráttur verði
hækkaður allverulega.
Nýju lögin um almannatryggingar, nr.
40/1963, koma ekki til framkvæmda fyrr en
um n. k. áramót. Verður því að miða hækk-
un bótanna á þessu ári við ákvæði þau, sem
nú gilda, eins og gert er í fyrri málsgrein.
Síðari málsgrein fjallar um liækkun bót-
anna frá áramótum og er þá miðað við lög
nr. 40/1963, sem korna í gildi 1. janúar
1964.
El' um frekari launahækkanir verður að
ræða, verður að sjálfsögðu að endurskoða
hækkun bótanna, þegar þær launahækkanir
liggja fyrir.
Um kostnað vegna þeirra hækkana bóta,
sem frumvarp þetta gerir ráð fyrir, vísast
til fylgiskjals, sem fylgir frumvárpinu.
Um 2.-3. gr.
Þarfnast ekki skýringa.
Fylgiskjal.
Áætluð útgjaldaaukning almannatrygg-
inga á tímabilinu 1/7 1963 til 31./12 1964,
miðað við 15% hækkun bóta, annarra en
fjölskyldubóta.
A. Lifeyristryggingar.
millj. kr.
1. Ellilífeyrir ..................... 58.8
2. Örorkidífeyrir og örorkustyrkur 15.5
3. Aðrar bætur ...................... 14.7
4. Tillag til varasjóðs ............. 1.8
Samtals 90.8
Af ofangreindum útgjöldum mundu 27.8
rnillj. kr. vera vegna ársins 1963, en 63.0
millj. kr. vegna ársins 1964.
Útgjaldaaukning skiptist þannig á aðila:
millj. kr.
Ríkisjóður .................... 32.7
Hinir tryggðu.................. 29.1
Sveitarsjóðir ................. 16.3
Atvinnurekendur ............... 12.7
Samtals 90.8
B. Slysatryggmgar.
Áætla má aukningu ársútgjalda slysa-
trygginga 3.5 millj. kr. Þegar undan er skil-
in iðgjaldahækkun vegna hækkunar dánar-
bóta lögskráðra sjómanna árið 1959, hafa
iðgjaldabreytingar ekki átt sér stað síðan í
árslok 1957. Um þessar mundir er unnið
að endurskoðun iðgjalda, og verður niður-
staða liennar án efa veruleg iðgjaldahækk-
un. Hefur 15% hækkun bóta í för með sér
a. m. k. 15% hækkun iðgjalda umfram það,
sem ella hefði orðið.
C. Sjúkratryggingar.
Miðað við 15% liækkun sjúkradagpen-
inga, má áætla útgjaldaaukningu sjúkra-
samlaga árið 1964 2.3 millj. kr., er skiptast
þannig á aðila:
millj. kr.
Ríkissjóður....................... 1.0
Hinir tryggðu..................... 0.9
Sveitarsjóðir .................... 0.4
Samtals 2.3