Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1963, Blaðsíða 9

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1963, Blaðsíða 9
SVEITARST JÓRNARMÁL 7 ZÓPHÓNÍAS PÁLSSON, skipulagsstjóri rikisins: Sveitarstjórnirnar og skipulagsmálin Hugleiðing um frumvarp til nýrra skipulagslaga. Útclráttur úr erindi, sem flutt var á landsþinginu 23. ágúst 1963. í 55. liel'ti tímaritsins Sveitarstjórnarmál ræddi ég nm nokkra þætti, er skipulag varða, m. a. um nauðsyn á endurskoðun laga um skipulags- og byggingarmál, endur- skoðun á skiptingu landsins í sveitarfélög og samlagningu sveitarfélaga þar sem hag- kvæmt þykir, en þetta vandamál er einmitt mjög á döfinni á Norðurlöndum um þess- ar mundir, svæðaskipulag Reykjavíkur og nágrannasveitarfélaga, framkvæmd skipu- lags og nauðsyn heildarskipulags er næði til landsins alls. Þar eð flestir ykkar munið hafa lesið um- rædda grein, skal ég í rabbi mínu hér á eftir forðast eftir getu endurtekningar þeirra at- riða, sem þar eru rakin, en mun ræða um ýms skipulagsmál á víð og dreif. Mun ég leitast við að vera stuttorður, svo betri tími gefist til umræðna um frumvarp það til skipulagslaga, sem sent hefur verið öllum sveitarstjórnum til umsagnar og nú liggur fyrir til umræðu, hér á eftir. Óþarfi mun vera að rekja sögu myndun- ar þéttbýlis hér á landi, þar eð þið, áheyr- endur góðir, eruð þeim málum kunnugri en flestir aðrir, sömuleiðis ætti að vera ónauðsynlegt í þennan hóp að rekja þau afskipti, sem það opinbera hefur haft af byggingar- og skipulagsmálum, bæði með lagasetningu og á annan hátt, þar eð þið þekkið það öll meira eða minna af eigin raun. Ég vil hins vegar nota þetta kær- komna tækifæri til þess að þakka sérlega ánægjulegt samstarf við hinar ýmsu sveitar- stjórnir, sem ég hef haft samvinnu við síð- ast liðinn áratug. Ég vil taka það skýrt fram, að burtséð frá örfáum undantekningum, hefur samstarfið gengið eins og bezt verður á kosið. Þar með er ekki sagt, að það skipu- lag, sem samkomulag hefur náðzt um hverju sinni milli sveitarstjórna og skipulagsnefnd- ar ríkisins, hafi ávallt verið það hentugasta, sem völ er á. Slíkt kemur sjaldan í ljós fyrr en löngu síðar. Skipidag hlýtur jafnan, eins og öll önn- ur mannanna verk, að lúta því lögmáli, að vera ófullkomið. Það er ávallt barn síns tíma, skapað til að fullnægja sem bezt nú- tíðar- og þó einkum framtíðarþörfum hvers sveitarfélags um sig, en er að sjálfsögðu háð þeim aðstæðum og fjárhagsgetu, sem er ríkjandi, þegar skipulagningin á sér stað. Framvindan á sviði tækni og fjármála ligg- ur sjaldan svo ljós fyrir, að ekki verði að geta meira eða minna í eyðurnar. Af þessu leiðir, að munstur það, sem bæjunum er valið til vaxtar, þ. e. skipulagið, úreldist furðu fljótt og krefst þess vegna víðast hvar endurskoðunar á tiltölulega fárra ára fresti. Þegar haft er í huga, að hver bær um sig er margslungin lífræn heild, sem vex og dafn- ar, eftir því sem aðstæður leyfa, er ekki svo

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.