Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1963, Blaðsíða 11

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1963, Blaðsíða 11
SVEITARST JORNARMAL 9 Zóphónias Pálsson, skipnlagsstjóri rikisins, flytur erincli silt á landspingi. til Suðvesturlandsins, væri ráðlegt að efla sérstaklega fáeina útvalda bæi, t. d. einn í hverjum landsfjórðungi, svo þeir gætu með fjölskrúðugu atvinnu- og menningarlífi, laðað að sér verulegan liluta af þeirri æsku, sem annars hyggði á flutning til Suðvestur- landsins. Að sjálfsögðu verður að fara að öllu slíku með gát, en ég tel, að þær ítarlegu rann- sóknir, sem gerðar voru í sambandi við þriggja ára framkvæmdaáætlun ríkisstjórn- arinnar fyrir árin 1963—66, gæti orðið raun- hæfur grundvöllur nýrrar jákvæðrar stefnu í skipulagningu bæja, sem miðaði að því takmarki, að vinnuafl, atvinnutæki og fiski- mið nýtist sem bezt fyrir þjóðarheildina. Einhverjum kann nú að finnast ég vera tekinn að fjarlægjast skipulagsmálin, en sannleikurinn er sá, að margar þjóðir liafa tekið upp þann liátt, að gera áætlanir til ákveðins árafjölda, um byggingu í hinum ýmsu bæjum, jafnframt því að gerð er heildaráætlun um notkun alls landsins. Eru það svo sem vænta mátti landþrengstu þjóðirnar s. s. Danmörk og Holland, sem hér hafa riðið á vaðið. Þrátt fyrir víðáttu íslands tel ég nauðsynlegt fyrir okkur að fylgjast vel með í þessu efni. í þessu sam- bandi vil ég benda þingfulltrúum á mjög athyglisverða tillögu til þingsályktunar um heildarskipulag Suðurlandsundirlendis, sem Unnar Stefánsson flutti á alþingi árið 1960 og greinargerð þá, er tillögunni fylgdi. Með vaxandi velmegun, aukinni bílvæð- ingu og lengingu sumarfría vex þörf bæjar- búa fyrir sumarbústaði. Þessi þörf er eðli- leg og sjálfsagt fyrir sveitarstjórnir lað stuðla að byggingu skynsamlegra sumarbú- staðahverfa eftir föngum, en ég tel fráleitt, að láta það viðgangast lengur, að hvaða bóndi eða annar aðili sem er, geti selt eða leigt hverjum sem er, lóð þar sem honum sýnist og að viðkomandi geti síðan byggt hús eftir eigin höfði, eða sett upp bragga,

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.