Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1963, Síða 4

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1963, Síða 4
2 SVEITARST J ÓRNARMÁL af í viðræðum \ið starfsmenn. Lögð var áherzla á, að einstök sveitarfélög semdu ekki um hærri laun en tillögurnar gera ráð fyrir. Út frá því var gengið, að eingöngu væri um að ræða fullt starf í viðkomandi grein. Við þessa launaskrá sambandsins liefur verið stuðzt við samningagerð í öllum kaupstöðunum nema einum, sem áður hafði samið. Skrifstofu sambandsins hafa nú borizt hinir nýju kjarasamningar nokk- urra kaupstaða. Af þeim virðist mega ráða, að verulegur árangur liafi nú náðzt í þá átt að samræma launakjör bæjarstarfs- manna, eins og að var stefnt. Það nýmæli var upp tekið í launaskránni að lagt er til, að laun bæjarstjóra séu ákveð- in í launaskrá eins og laun annarra starfs- manna. Lagt er til, að lann bæjarstjóra mið- ist við 25. flokk (laun 15.240-16.960) í kaupstöðum innan við 4000 íbúa, og við 27. liokk (laun 18.870) í kaupstöðum með fleiri en 4000 íbúa. Launaskráin er birt hér á eftir, á bls. 3. Laun sveitarstjóra. Launamálanefndin ræddi allmikið launa- mál sveitarstjóra og varð um það samkomu- lag, að laun þeirra væru tekin á launaskrá sambandsins. Lagt er til, að laun þeirra rniðist við þrjá flokka eftir íbúafjölda sveit- arfélagsins. Sveitarstjórar í hreppum með íbúa færri en 700 taki laun eftir 22. flokki (12.300-14.400) ef íbúar eru 700-1200 fari launin eftir 23. flokki (13.690—15.240) og ef íbúafjöldi sveitarfélagsins fer yfir 1200 fari laun sveitarstjóra eftir 24. flokki (laun 14.400-16.070). Skrifstofan hefur gert drög að ráðningar- samningi fyrir sveitarstjóra, og er þar tekið fram, að sveitarstjórar fái ekki greitt sér- staklega fyrir yfirvinnu né heldur önnur störf í þágu hreppsins, enda þótt unnið sé á kvöldum og helgidögum, og ekki auka- greiðslu fyrir setu á fundum, og ber að liafa það í huga, þegar litið er á launin. Laun oddvita. Um laun oddvita gegnir nokkuð öðru máli en um laun annarra sveitarstjórnar- manna, með því að laun þeirra eru bundin með lögum. Þau voru árið 1962, auk inn- heimtulaunanna, kr. 26,65 af hverjum íbúa hreppsins, en höfðu verið ákveðin kr. 25,00 af hverjum íbúa, þegar nýju sveitarstjórn- arlögin voru sett árið 1961. En í þeim segir, að oddvitar sktdi njóta sams konar launa- hækkana og starfsmenn liljóta hjá ríkinu eða ríkisstofnunum. Á því er talinn nokkur vafi, hvort hækkun oddvitalauna nú skuli miða við þær almennu launabreytingar rík- isstarfsmanna, sem urðu með úrskurði kjaradóms, eða hvort Jreir teljast hafa feng- ið hækkun sína áður. Um Jretta atriði hefur félagsmálaráðu- neytið ekki fellt úrskurð enn, og Jtar til hann kemur, verður ekki breyting á laun- um oddvita. Stjórn sambandsins hefur mál Jætta nti til meðferðar. Þóknun fyrir störf i sveitarstjórn og nefndum. Þá fjallaði nefndin ennfremur um Jxikn- un fyrir störf í sveitarstjórn samkvæmt 24. grein sveitarstjómarlaga, Jrar sem segir, að skylt sé að ákveða hæfilega þóknun fyrir störf í sveitarstjórn. Nefndin gerði svofelldar tillögur, sem stjórnin samjrykkti, um greiðslu fyrir störf í bæjarstjórn og bæjarráði og í hreppsnefnd, framtalsnefnd og öðrum nefndum:

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.