Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1963, Page 10

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1963, Page 10
8 SVEITARST JÓRNARMÁL mjög undrunarvert, þó oft þurfi að endur- skoða fyrri áætlanir um skipulag, eftir því sem efnahagur og atvinnulíf breytist. Skipulag bæja, er eitt af þeim málum, sem allir bera meira eða minna skynbragð á. Einkum á þetta við um það, hve margir lelja sig koma auðveldlega auga á hina ýmsu galla hvers konar skipulags, þegar það er komið til framkvæmda. Oft er um aug- Ijósa galla og réttmætar aðfinnslur að ræða, en í mörgum tilfellum liggja mistök skipu- lagsins, ef kalla mætti það því nafni, í því, að aðstæðurnar hafa breytzt á tímabilinu, sem leið frá því að skipulagið var gert, og þangað til það kom endanlega til fram- kvæmda, án þess að slíkt hefðu verið séð fyrir, af þeim, er um skipulagið fjölluðu. Það er því eitt af höfuðskilyrðunum við skipulagningu, að framsýni gæti og fylgst sé vandlega með þróun þessara mála hjá þeirn þjóðum, sem lengra eru komnar á braut tækni og velmegunar eh við, því þar má sjá vísbendingu um hvert stefnir. Ekki ósjaldan er að því spurt, hvort ís- land sé ekki nógu stórt, af hverju sé verið að klessa byggðinni svona þétt saman. Aðr- ar hneykslaðar raddir spyrja, hví í ósköp- unum sé verið að drita byggðinni út um holt og móa í stað þess að halda henni í skynsamlegum hnapp. Þó hér sé vaðið úr ökla í eyra, sýna þessi sjónarmið samt greinilega, að jafnvel þeir, sem öfgafyllstir eru í sjónarmiðum sínum, ætlast til þess, að einhver ákveðinn aðili hafi áhrif á, að dreif- ing byggðarinnar verði jafnan sem skynsam- legust á hverjum stað. Þessi einhver, sem á hverjum tíma þarf að rata hinn gullna meðalveg, finna hina hagkvæmustu skipu- lagslegu lausn þeirra, sem framkvæmanleg- ar eru hverju sinni, velja heppilegasta munstrið, sem völ er á fyrir bæinn, til að stækka eftir, þessi einhver er venjulega eng- inn annar en viðkomandi sveitarstjórn, að sjálfsögðu studd eftir beztu getu af skipu- lagsnefnd ríkisins og teiknistofu skipulags- ins. Jafnframt því að sveitarstjórnin verður að leysa öll hin daglegu vandamál, sem að höndum berast, verður hún með framsýni og fyrirhyggju að búa sem bezt í haginn fyrir vöxt og viðgang byggðarlagsins, m. a. og ekki hvað sízt með hagkvæmu skipulagi. Enda þótt ríkisvaldið með rekstri teikni- stofu skipulagsins, reyni jafnan að aðstoða sveitarfélög við skipulagsstarfið óg vilji þannig stuðla að sem skynsamlegustu skipu- lagi, þá eru það þó víðast hvar sveitarstjórn- irnar, sem fyrst og fremst hafa sett sitt svip- mót á skipulag bæja á íslandi. Þær vita jafnan bezt hvar skórinn kreppir. Enda þótt skammsýn sjónarmið hafi verið látin ráða afgreiðslu mála einstöku sinnurn, þá lieyrir slikt til hreinna undantekninga, sem sannar þá reglu, að sveitarstjórnarmenn al- mennt eru óvenju víðsýnir og framsýnir hvað skipulag snertir og því jafnan ánægju- legt að eiga við þá samstarf um þau mál. í blöðum og útvarpi hefur mikið verið rætt um hið óeðlilega mikla aðstreymi, sem verið hefur til suðvesturhluta landsins hin síðari ár, og hvort þessir fólksflutningar væru heillavænlegir fyrir þjóðarheildina, og ef svo væri ekki, hvaða leiðir væru þá til úrbóta. Enda þótt ég sé ekki í hópi þeirra manna, sem harma það, þótt afdala- kot eða aðrar jarðir, sem ekki er lífvænlegt að búa á, leggist í eyði, þá gegnir nokkuð öðru rnáli um þorp og bæi, sem eru vel í sveit settir, hvað snertir hafnaraðstöðu og fiskimið. Sú tillaga hefur verið sett fram, m. a. í ágætu útvarpserindi Benedikts Gröndals al- þingismanns s. 1. mánudag, að til þess að draga úr þeim óeðlilega miklu fólksflutn- ingum, sem nú hafa átt sér stað undanfarið,

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.