Sveitarstjórnarmál - 01.12.1963, Síða 13
SVEITARST JÓRNARMÁL
11
STEFÁN GUNNLAUGSSON:
Alþjóðasamband sveitarfélaga 50 ára.
Fimmtíu ára afmælisþing Alþjóðasam-
bands sveitarfélaga, I. U. L. A., (Inter-
national Union of Local Authorities) var
lialdið í Briissel dagana 17.—26. júní s. 1.
Belgía hafði verið valinn sem þingstaður
fyrir þetta hátíðaþing fyrst og fremst vegna
þess, að I. U. L. A. var stofnsett á belgiskri
grund, í borginni Gent, árið 1913. Þess at-
burðar var m. a. minnzt með afhjúpun
minnismerkis í Gent, en þangað fóru þing-
fulltrúar til þess að vera viðstaddir þá há-
tíðlegu athöfn. Að stofnun I. U. L. A. stóðu
nokkur hinna smærri Evrópuríkja, sem
einna lengst voru komin á sviði sveitastjórn-
armála. Meðlimaríkjum hefur síðan smám
saman. fjölgað, sérstaklega eftir síðustu
heimsstyrjöld, þegar mörg Afríku- og Asíu-
riki fengu sjálfstæði, og eru þau nú 53 að
tölu. Afmælisþingið í Brússel sóttu urn
1300 fulltrúar frá 48 meðlimaríkjum. Allar
móttökur voru með miklum glæsibrag og
nutu þingfulltrúar frábærrar gestrisni
Belga í borgunum Brússel, Antwerpen,
Liege, Gent og Brúgge. Þótt liátíðahöld
vegna merkra tímamóta í sögu þessara al-
þjóðasamtaka hafi sett sinn svip á þinghald-
ið, voru margvísleg sameiginleg vandamál
sveitarfélaga helzta viðfangsefni þingsins.
50 ára afmæli er merkur áfangi í sögu
félagasamtaka. Á slíkum tímamótum er
gjarnan litið yfir farinn veg og horft fram
til viðfangsefna framtíðarinnar. Þingið í
Brússel var vettvangur, þar sem slík úttekt
á starfsemi I.U.L.A. fór fram, og jafnframt
rætt um ný verkefni samtakanna og sveitar-
félaga við breyttar aðstæður komandi ára.
Með Jtetta í huga hafði aðalumræðuefni
þingsins verið valið „Sveitarstjórnarmálefni
á tuttugustu öld“. Meðlimaríkin höfðu ver-
ið beðin um að láta taka saman skýrslu um
sveitarstjórnarmálefni lands síns, starfsvið
sveitarstjórna, löggjöf og þróun þeirra mála
s. 1. 50 ár. Slíkar skýrslur bárust frá 35 ríkj-
um, og voru þær gefnar út í bókarformi
og urðu helzti grundvöllur umræðnanna á
þinginu. Ræður manna á hinum sameigin-
legu þingfundum allra þingfulltrúa snérust
aðallega um fjárhags-, menningar- og félags-
mál sveitarfélaga. Þá var þingfulltrúum
skipt í þingdeildir. Hafði hver deild sér-
staka málaflokka til að fjalla um. Þar var
rætt um fjárfestingarmál sveitarfélaga, hin
sérstöku vandamál hinna nýju ríkja Afríku
og Asíu, samstarf Vestur-Evrópuríkja,
íjrróttamál og sveitarfélög, og um óhollustu
andrúmsloftsins í hinum stóru iðnaðarborg-
um og leiðir til úrbóta. Var fulltrúum í
sjálfsvald sett í hvaða þingdeild þeir vildu
sitja og starfa. Með því fyrirkomulagi veitt-
ist hverjum og einum gott tækifæri til Jress
að fylgjast með og taka þátt í umræðum um
sín sérstöku áhugamál. Þá gafst fulltrúum
kostur á að skoða ýmsar stofnanir, sem rekn-
ar eru á vegum sveitarfélaga í Brússel, svo
sem skóla, borgarleikhús, leikvelli, sjúkra-
hús o. fl.
Mr. N. Arkema, sem verið hafði fram-
kvæmdastjóri I. U. L. A. um 15 ára skeið og
lætur af störfum vegna aldurs var í lok
þingsins þakkað mikið og gott starf í þágu