Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1963, Blaðsíða 15

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1963, Blaðsíða 15
SVEITARSTJORNARMAL 13 TÆKNINÝJUNGAR: HvaS er Bemix? Tækniþróuninni íleygir nú fram með meiri og meiri hraða, svo erfitt er fyrir venjulega menn að fylgjast með. í efnaiðn- aðinum hafa orðið einna mestar breytingar. Gerfiefnin koma í vaxandi mæli til sögunn- ar í staðinn fyrir það, sem fyrir er, eða sem blanda í önnur efni til breytingar á eigin- leikum. í seinasta hefti Sveitarstjórnarmála var auglýst efni fyrir byggingariðnaðinn, okkur áður ókunnugt, sem BEMIX lieitir, og höfum við fengið leyfi til að kynna það lítillega. Grunnefnið í því er s. k. PVA-plast, sem fengið er frá Þýzkalandi, en fullunnið og framleitt af AB BYGG—KEMI í Svíþjóð eftir Sænskri hugmynd, sem mótazt hefur eftir vísindalegar tilraunir í nokkur ár. Efn- ið er notað til blöndunar í steinsteypu til þess að auka viðloðunareiginleika, mýkt, slitþol og burðarþol hennar. Er Jrað hrært út í steypuvatnið. BEMIX steypan er mun teygjanlegri en venjuleg steypa og er því minni hætta á sprungumyndun, og vegna vatnsfráhrindandi eiginleika verður lítil hætta á skemmdum af völdum frosts og veðr- unar. og þannig jafnframt stuðlað að auknum skilningi og samhjálp Jrjóða á milli. Fulltrúar Sambands íslenzkra sveitarfé- laga á Jringinu í Brússel voru Tómas Jóns- son, borgarlögmaður og Stefán Gunnlaugs- son, fyrrverandi bæjarstjóri. Einn megin kostur viðloðunarhæfninnar er sá, að BEMIX pússningu er hægt að draga út í sama og enga Jrykkt, og J>að er Jressi eig- inleiki, sem gerir BEMIX steypuna hentuga í hvers konar viðgerðir á eldri steinsteypu. Þarf Jjá ekki að höggva upp gólf eða aðra fleti. Þessu atriði í byggingatækni má í grundvallaratriðum líkja við Jrá Jrróun, sem varð í véltækni, er mönnum hugkvæmdist að gera við stál með stáli (rafsuða). Þessi eigin- leiki kemtir að góðu haldi til viðgerða á steinsteyptum vegum, og var Jjað uppruna- lega liaft í huga við byrjunartilraunir með efnið. Aðferð Jressi hefur gefið svo góða raun, að Vegagerð sænska ríkisins (VoV) ákvað árið 1961 að láta gera við veginn frá Vellinge í Suðnr-Svíjrjóð til Sorsette í Lapp- landi með BEMIX-steypu. Svo virðist sem hér sé heppileg leið til að gera við steypta vegi, Jjví ekki Jrarf annað en að „sparzla" í holur, sem myndast. Auk framangreindra nolkunarmöguleika, er BEMIX-steypa einnig mjög Jrægileg til múrhúðnnar í frystihúsnm og öðrum húsa- kynnum, Jrar sem matvælaiðnaður fer fram s. s. sláturhúsum. Það er notað til Jréttingar á Jrök, og sem slitlag á brýr og til Jréttingar og rykbindingar og á gólfum í vinnusölum, til að verjast gegn skemmdum af olíum, benzíni og sýrum. Með Jm að bera hæfilega vatnsblandað BEMIX á yfirborðið má ryk- binda og þétta pússað gólf. Kostar slík blanda innan við 10,00 krónur á hvern fer- meter. í BEMIX steypu er efniskostnaður kr. 100,00—400,00 á hvern kúbikmeter eftir því hve miklar kröfur er gerðar. BEMIX er nú notað af fjölmörgum bygg- ingarfélögum, vegagerðum og sveitarfélög- um í Svíþjóð.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.