Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1963, Blaðsíða 21

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1963, Blaðsíða 21
SVEITARST JÓRNARMÁL 19 AImaimatryááiftáa1, 1962. Hér i'er á eftir yfirlit um lielztu niður- stöðutölur ársreikninga lífeyris- og slysa- trygginga árið 1962 ásamt samanburði við árin 1960 og 1961. Enn vantar mikið á, að reikningar allra sjúkrasamlaga árið 1962 hafi borizt Tryggingastofnuninni, og ertt því tölur þær, sem birtar eru um sjúkra- tryggingar 1962, ónákvæmar bráðabirgða- tölur. Lifeyristryggiiigar. Arið 1961 varð mikill halli á rekstri líf- eyristrygginga vegna almennrar bótaliækk- unar, sem ákveðin var seint á árinu, en gilti frá miðju ári. Sökum þessa halla var fjár- hagsáætlunin fyrir árið 1962 við það mið- uð, að um verulegan tekjuafgang yrði að ræða. Hins vegar fór mjög á sömu leið og árið áður, þar eð Alþingi samþykkti seint á árinti 7% liækkun elli- og örorkulífeyris umfram það, sem reiknað hafði verið með í fjárhagsáætlun, og gilti sú hækkun frá 1. júní. Varð tekjuafgangur aðeins 0.9 millj. kr., og breyttist því lítið aðstaða þeirra að- ila, sem undir tryggingunum standa, gagn- vart lífeyristryggingunum. í heild nemur hækkun eiginlegra bóta lífeyristrygginga (þ. e. útgjaldaliða I,—III.) 65,4 millj. kr. eða 15,8% frá 1961 til 1962. Mest er hækkunin á lið I., þ. e. 19,2%. Til samanburðar má geta þess, að ellilíf- eyrir einstaklings og þær bætur, sem honum fylgdu, voru að meðaltali yfir árið 13,5% hærri 1962 en 1961. Önnur aukning (fjölg- un bótaþega o. fl.) hefur J)á numið 5%. Útgjaldaliður II. (fæðingarstyrkur) hækkaði um 12,3%, og útgjaldaliður III. (fjölskyldu- bætur) hækkaði um 10,8%, en báðir þessir liðir hefðu hækkað um 8,9 %, ef engin fjölgun bótaþega liefði átt sér stað. Gjölcl lifeyristrygginga 1960—1962. 1960 1961 1962 Þús. kr. Þús. kr. Þús. kr. I. Bætur vegna elli, örorku, dauða . .. . 184.026 244.327 291.192 II. Fæðingarstyrkur 10.256 10.438 11.718 III. Fjölskyldubætur . 115.336 159.865 177.086 I.—III. samtals ... . 309.618 414.630 479.996 IV. Framlag til sjúkrasamlaga o. fl 891 1.019 987 V. Kostnaður 7.082 7.700 9.110 I.—V. samtals .. . . 317.591 423.349 490.093

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.