Sveitarstjórnarmál - 01.12.1963, Page 26
24
SVEITARST J ÓRNARMÁL
einmitt samræming að þessu leyti. Að öðru
leyli takmarkast skýrslurnar við það, hvar
nefndin hefur talið eðlilegt og skynsamlegt
að draga mörkin. Þá skal tekið fram, að það
eru einungis rekstursútgjöld, sem talin eru,
en ekki framlög til byggingaframkvæmda
við sjúkrahús, elliheimili, barnaheimili o.
s. frv.
Tafla 2 er tekin úr jjriðja kafla skýrsl-
unnar. Eru þar sýndar atvinnutekjur, sem
taldar eru einkennandi fyrir almennan
launþega í höfuðborg hvers lands, beinir
skattar af slíkum tekjurn og fjölskyldubæt-
ur. Tekjur hins íslenzka launþega eru með-
altekjur samkv. úrtaksrannsókn á framtöld-
um atvinnutekjum kvæntra verkamanna,
sjómanna og iðnaðarmanna í Reykjavík. —
í hinum höfuðborgunum er reiknað með
atvinnutekjum fullorðinna starfsmanna í
ntálmiðnaði. Til beinna skatta teljast tekju-
skattur, útsvar og gjöld til almannatrygg-
inga (iðgjöld til lífeyristrygginga og sjúkra-
samlags). Við samanburð á ráðstöfunartekj-
um barnlausra lijóna og hjóna með tvö
börn á framfæri sést, hve raunverulegar fjöl-
skyldubætur (þ. e. skatt- og útsvarsfrádrátt-
ur ásamt fjölskyldubótum almannatrygg-
inga eftir að skattur hefur verið tekinn af
hinum síðast nefndu) nema hárri fjárhæð í
slíku tilviki. í jjví sambandi skal tekið fram,
að árið 1960 voru fjölskyldubætur með
tveimur börnum hér á landi aðeins greidd-
ar þrjá ársfjórðunga.
Fjórði kafli skýrslunnar nær yfir meira
en helming bókarinnar, og er ógerlegt i
stuttu máli að gera grein fyrir þeim marg-
víslega fróðleik, sem þar er að finna. Af
tölum um heilbrigðisstarfsmenn má sjá, að
í hlutfalli við fólksfjölda er ísland allvel
sett með lækna (í Danmörku eru taldir
koma 814 íbúar á hvern starfandi lækni, x
Noregi 885, á íslandi 903, í Svíþjóð 1050
og í Finnlandi 1573), en skortir tilfinnan-
lega lijúkrunarkonur (í Danmörku er ein
starfandi hjúkrunarkona fyrir hverja 281
íbúa, en á íslandi fyrir hverja 699). Ljós-
rnæðtir eru miklurn mun fleiri á íslandi en
á hinum Norðurlöndunum.
Hundraðshluti ellilífeyris af tekjum
Jxeim, sem að framan eru nefndar, er tal-
inn vera sem hér segir:
Lífeyrir Lífeyrir hjóna,
einhleyps sem bæði
bótaþega njóta bóta
Danmörk .... 31% 45%
Finnland .... 24% 40%
ísland 22% 39%
Noregur 29% 39%
Svíþjóð 43% 53%
Um bætur almennt má segja, að hlutur
íslands verður því betri, sem fjölskyldan
er stærri.
III.
í starfi sínu liefur nefndinni orðið ljóst,
að í mörgum lilfelhun er beinn saman-
burður milli landanna fimm á tölulegum
upplýsingum um félagsmálalöggjöfina rnjög
erfiður. Ýmis vandamál eru leyst á mis-
munandi liátt, t. d. ýmist með löggjöf eða
samningum stéttarfélaga við vinnuveitend-
ur. Með því að líta einvörðungu á félags-
málalöggjöfina, en taka ekki tillit til ráð-
stafana, sem e. t. v. koma í stað hennar,
verða hugmyndir um aðstæður oft alrang-
ar. Af Jxeim sökum hefur nefndin átt frum-
kvæði að rækilegri athugun á einstökum
þáttum félagsmála, og hefur þá verið farið
út fyrir Jxann ramma, sem sjálfar skýrslurn-
ar miðast við. Niðurstöður tveggja slíkra
athugana ertt birtar sem fylgiskjöl að Jxessu
sinni.