Sveitarstjórnarmál - 01.12.1963, Side 27
SVEITARSTJ ÓRNARMÁL
25
Tafla 3. Sjúkiabætui til almenns launþega (kvænts manns með tvö börn) í höfuðborginni.
Vergar árstekjur kr. Danmörk 19.000 ísland 96.0001) Noregur 18.643 Svíþjóð 18.480
Dagjjen. sjúkratrygginga að viðbættum fjölskyldu- bótum 24,20 104,59 24,33 29,01
Dagpen. sjúkrasjóða eða þ. h.2) — — 88,00 10,00 —
Bætur alls, ef um réttindi í sjúkrasj. er að ræða2) kr. 24,20 192,59 34,33 29,01
Hundraðshluti bóta af lrreinum tekjum:
a) án réttinda í sjúkrasj kr. 45 44 47 67
b) með réttindum í sjúkrasj — — 81 66 —
Ath. Miðað er við 300 daga á ári í Danmörku og Noregi, en 305 daga á Islandi og í Svíþjóð, þeg-
ar reiknaðar eru fjárhæðir á dag.
1) Endanleg tala er kr. 99.663.
2) í Noregi eru viðbótardagpeningar greiddir í allt að 52 vikur, en yfirleitt í allt að 12 vikur
á íslandi.
Fyrra fylgiskjalið er greinargerð um at-
hugun á bótagreiðslum atvinnuleysistrygg-
inga í Danmörku, Noregi og Svíþjóð og á
sambandinu milli reglna um bótagreiðslur
og talna um atvinnuleysingja. Niðurstaðan
er sú, að mismunandi bótareglur eru að
verulegu leyti taldar valda þeim mismun,
sem fram kemur í skýrslum landanna um
atvinnuleysisdaga.
í síðara fylgiskjalinu er fjallað um launa-
greiðslur og dagpeninga í veikindaforföll-
um. í aðalskýrslunni er einungis tekið til-
lit lil dagpeninga sjúkratrygginganna, en
athugunin leiðir í ljós, að samanburður lít-
ur allt öðru vísi út, ef jafnframt er tekið
tillit til löggjafar og samninga um launa-
greiðslur og dagpeningagreiðslna sjúkra-
sjóða verkalýðsfélaga. í töflu 3 er gerður
samanburður milli Danmerkur, íslands,
Noregs og Svíþjóðar á bótum sjúkratrygg-
inga og sjúkrasjóða. Eru þar nýjustu upp-
lýsingar, sem fáanlegar voru um tekjur og
bætur (tekjur árið 1962, að nokkru leyli
áætlaðar, en bætur snemma sumars 1963).
Greinargerðin um launagreiðslur og dag-
jreninga í veikindaforföllum veitir tilefni
til liugleiðinga um ýmis vandamál, og voru
mál þessi rædd á ráðherrafundinum í Bif-
röst, svo sem greint var frá í síðasta liefti
þessa rits.