Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1963, Qupperneq 28

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1963, Qupperneq 28
26 SVEITARSTJ ÓRNARMÁL KosiS í tryágingaráS. í almannatryggingalögunum er kveðið svo á, að kosning í tryggingaráð skuli fara fram á fyrsta þingi eftir hverjar almennar alþingiskosningar. Kosning fór fram í sanr- einuðu Alþingi 11. desember s. 1., og er tryggingaráð nú þannig skipað: Aðalmenn: Asgeir Bjarnason, alþingismaður, Ásgarði. Bjarni Bjarnason, fv. skólastj., Laugarvatni. Gunnar f. Möller, framkvstjóri, Reykjavík. Kjartan J. Jóhannsson, héraðslæknir, Kópa- vogi. Vilhjálmur S. Vilhjálmsson, rithöfundur, Reykjavík. Varamenn: ' Jón Arnþórsson, fulltrúi, Kópavogi. Daníel Ágústínusson, fyrrv. bæjarstjóri, Akranesi. Þorvaldur Garðar Kristjánsson, alþingis- maður, Reykjavík. Ágúst Bjarnason, skrifstofustj., Reykjavík. Björgvin Guðmundsson, viðskiptafræðing- ur, Reykjavík. Ásgeir Bjarnason, alþingismaður, hefur ekki áður átt sæti í tryggingaráði. Tekur hann sæti Brynjólfs Bjarnasonar, fv. ráð- herra, sem hverfur nú úr ráðinu eftir langa setu þar. Ráðherra hefur endurskipað Vilhjálm S. Vilhjálmsson formann og Gunnar J. Möller varaformann ráðsins. Sjúkrasamlög og laga- breytin^ar 1/1 1964. í bréfi til sjúkrasamlaga, dags. 10. desem- ber s. 1., benti Tryggingastofnunin á nokk- ur atriði í lögum nr. 40 1963 um almanna- tryggingar, sem öðluðust gildi 1. janúar 1964, og gerði jafnframt nokkra grein fyr- ir framkvæmd þeirra. Birtist hér sá kafli bréfsins, þar sem um þetta er fjallað. a) Sjúkrahúsvist. Sjúkrasamlög greiða framvegis fyrstu 30 daga sjúkrahúsvistar á hverjum 12 mánuð- uðum, en héraðssamlög greiða sjúkrahús- vist að öðru leyti. Þegar lögin taka gildi 1. janúar n.k., er talið, að greiðsluskylda héraðssamlaga hefj- ist og geti þá sjúkrasamlög krafið héraðs- samlög um greiðslu frá þeim tíma, hafi sjúklingur legið á sjúkrahúsi meira en 30 daga á liðnum 12 mánuðum. Hjá Tryggingastofnun ríkisins verður l'ramvegis sama fyrirkomulag og verið hefur á fyrirgreiðslu vegna reikninga á sjúkrasam- lög. Sjúkrahúsreikningar verða skuldfærðir á sjúkrasamlög, en gert ráð fyrir, að sanrlög- in krefji síðan héraðssamlögin um þann hluta sjúkrahúskostnaðar, er þau eiga að greiða. Ábyrgðir fyrir sjúkrahúsvist gefa samlög út eins og áður. b) Röntgenskoðanir. Frá 1. janúar greiða sjúkrasamlög J4 hluta kostnaðar rönlgenskoðana í stað y2 eins og áður var. c) Sjúkradagpeningar. Mikil breyting verður á greiðslu sjúkra-

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.