Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1968, Blaðsíða 14

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1968, Blaðsíða 14
arfélags úr Jöfnunarsjóði. Hinsvegar verður að vænta þess, að sveitarfélögin verði svo traustir lántakendur, að til vanskila komi ekki. Gert er ráð fyrir, að sett verði reglugerð um nánari framkvæmd laganna. Slík reglugerð hef- ur enn ekki verið samin. Sjóðsstjóm, störf hennar og starfsemi sjóðsins Lánasjóðslögin tóku gildi I. júlí 1966, en í bráðabirgðaákvæði laganna er fram tekið, að framlag jöfnunarsjóðs til Lánasjóðsins greiðist í fyrsta sinn á árinu 1967, og ríkissframlag var ekkert ákveðið 1966, þannig að sjóðurinn hafði ekkert fé til ráðstöfunar á árinu 1966 og var því Ijóst, að útlánastarfsemi hans gæti ekki hafizt fyrr en á árinu 1967. A aukafundi í fulltrúaráði sambandsins 28. júlí 1966 voru kosnir 4 aðalmenn og 4 varamenn af sambandsins hálfu í stjórn Lánasjóðs. Kosn- ingu hlutu sem aðalmenn: Jónas Guðmundsson, Gunnlaugur Pétursson, Magnús E. Guðjónsson og Sigurður I. Sigurðsson, en sem varamenn Páll Líndal, Ólafur G. Einars- son, Bjarni Þórðarson og Halldór E. Sigurðsson. Fulltrúaráðið tilnefndi af hálfu sambandsins sem endurskoðanda I.ánasjóðs sr. Sigurð Hauk- dal. Hinn 10. ágúst 1966 skipaði fjármálaráðherra Jónas G. Rafnar, bankastjóra og alþingismann, formann stjórnar Lánasjóðsins og Höskuld Ólafs- son, bankastjóra, varaformann. Var þá stjórnin fullskipuð lögum samkvæmt. Stjórn Lánasjóðsins kom saman á fyrsta fund sinn 13. október 1966. Á fundi sínum 30. nóvem- ber 1966 réð stjórnin undirritaðan framkvæmda- stjóra frá 1. febrúar 1967 að telja, jafnframt því sem ákveðið var, að Lánasjóður, Bjargráðasjóður íslands og Samband íslenzkra sveitarfélaga sam- einuðust um framkvæmdastjórn, skrifstofuhald og afgreiðslu og allar þessar stofnanir yrðu til húsa í húsnæði Bjargráðasjóðs að Laugavegi 105. Jónas Guðmundsson, sem kjörinn hafði verið rit- ari stjórnarinnar, tók að sér ýmis undirbúnings- SVEITARSTJÓRNARMÁL störf fyrir Lánasjóðinn fram að 1. febrúar 1967, er ég tók við störfum, en einmitt þá var útrunn- inn umsóknarfrestur um lán úr sjóðnum á því ári, og hafði öllum sveitarfélögum landsins verið send tilkynning um, að sjóðurinn væri tekinn til starfa ásamt eintaki af lögum fyrir sjóðinn. hegar umsóknarfrestur rann út 31. janúar 1967 höfðu borizt 75 umsóknir um lán úr sjóðntim frá 92 sveitarfélögum, en að sumum umsóknanna stóðu mörg sveitarfélög. Meðal hinna 92 sveitar- félaga, er að umsóknunum stóðu, voru 13 af 14 kaupstöðum landsins. Heildarupphæð umsókna var kr. 119.840.000,00. Eflir lok umsóknarfrests bárust 7 umsóknir frá jafnmörgum sveitarfélög- um Jtannig að endanlegur fjöldi Idtisumsókna varð S2 frd 99 sveitarfélögum samtals að fjárhœð kr. 127.140.000,00. Fyrirframvitað ráðstöfunarfé sjóðsins á árinu, framlög úr Jöfnunarsjóði og ríkissjóði, nam hins vegar 19.5 millj. króna, og var Jtannig tæplega 1 /6 hluti Jtess fjár, sem.um var sótt. Eftir tegundum framkvæntda, sem sótt var um lán út á, skiptust lánsumsóknirnar Jtannig: 1. Vatnsveitur............. kr. 39.120.000,00 2. Hitaveitur ............... — 8.000.000,00 3. Skólar ................... - 24.070.000,00 4. íþróttamannvirki ......... — 5.700.000,00 5. Gatnagerð ................ - 19.350.000,00 6. Hafnir.................... - 11.100.000,00 7. Félagsheimili ....... - 7.150.000,00 8. Sjúkrahús og elliheimili — 5.800.000,00 9. Fiskiskip ................ — 2.500.000,00 10. íbúðabyggingar ........... — 2.000.000,00 11. Ýmislegt ................. - 2.350.000,00 Samtals kr. 127.140.000,00 Hæsti flokkurinn voru lánaumsóknir vegna vatnsveitna, og var áætlað kostnaðarverð þeirra vatnsveitumannvirkja, sem sótt var um lán út á, um 200 milljónir króna, en að vísu var Jtar urn framkvæmdir að ræða, sem dreifðust á fleiri en

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.