Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1968, Blaðsíða 18

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1968, Blaðsíða 18
ÓLAFUR G. EINARSSON, sveitarstjóri, varaformaður Sambands íslenzkra sveitarfélaga: STARFSHÆTTIR SAMBANDSINS Álit umræðuhópa á fundi fulltrúaráðsins, sem ræddu ýmsa þætti starfseminnar Á fundi fulltrúaráðs Sambands íslenzkra sveitarfélaga 28. og 29. febrúar s.l. var undir sérstökum dagskrárlið rætt um starfshætti sambandsins. Ólafur G. Einarsson, sveitarstjóri, varaformaður sam- bandsins, flutti framsöguerindi um málið undir lok sameiginlegs fund- ar fyrri fundardaginn. Síðan skipti fulltrúaráðið sér í fjóra umræðu- hópa, sent hver um sig ræddi til- tekna málaflokka í starfi sambands- ins. Eftir hádegi síðari fundardag- inn gerðu framsögumenn, sem hver hópur valdi sér, grein fyrir þeint skoðunum, sem fram kontu í ltópn- um og þeini undirtektum, sem ýms- ar hugmyndir, sem Ólafur hafði varpað fram til umhugsunar, höfðu fcngið. Miklar umræður urðu um þetta mál, cn það er nýmæli að ræða starfshætti sambandsins sér- staklega á fulltrúaráðsfundi. En tilgangurinn með þessu fyrirkomu- lagi var sá, „að fá álit fulltrúaráðs- manna um það, hvernig þeir teldu, að sambandið geti sem bczt leyst hlutverk sitt,“ eins og Páll Líndal, formaður sambandsins, koinst að orði við fundarsetningu. Hér þykir rétt að gera nokkra grein fyrir þessurn umræðum um starfshætti sambandsins. Ekki er kostur á að endursegja skoðanir rnanna, sem voru settar fram und- ir umræðum, en hér verða birtir nokkrir meginkaflar úr framsögu- erindi Ólafs G. Einarssonar og að loknum liverjum málaflokki birt álit umræðuhópsins, sem um málið fjallaði. SVEITARSTJÓRNARMÁL Á tímamótum Ólafur hóf erindi sitt með inn- gangi á þessa leið: „Eg mun í þessu spjalli mínu ræða nokkuð um starfsemi Sam- bands íslenzkra sveitarfélaga og framtíðarhorfur þess. Ég tck það frani, að hér er um að ræða per- sónulegar hugleiðingar mínar, þótt sumu af því, sem liér kemur fram, hafi verið lireyft í stjórninni, bæði af mér og öðrum. Sambandið hefur nú starfað í hart nær 25 ár. Segja má, að það hafi því vel slitið barnsskónum og vel liefur það þroskazt á þessu tímabili. En að ýmsu leyti stend- ur það nú á tímamótum. Ný stjórn var kjörin á síðasta landsþingi og ekki óeðlilegt, að bryddað sé upp á einhverju nýju vegna þess. Það er þó ekki aðeins þtss vegna, að lireyft verður því máli, hvert vera skuli starfssvið sambandsins á næstu árum, og rætt um tilgang þess yfirleitt. Þar koma einnig til Jjati tímamót, sem í vændum eru vegna aldarfjórðungs afmælis, en þau gefa tilefni til að líta yfir far- inn veg og ekki síður til að horfa fram á við, til þess að við getum gert okkur grein fyrir, hvert við stefnum. Þá hafa á síðustu árurn orðið ýmsar þær breytingar í þjóð- félaginu, sem óhjákvæmilega varða sveitarfélögin. Ég nefni sem dæmi kjördæmabreytinguna, sem hefur átt sinn þátt í stofnun sérstakra samtaka sveitarfélaga. Þá má nefna þá hreyfingu, sem uppi hefur ver- ið um sameiningu einstakra sveit- arfélaga. I 2. grein laga sambandsins er greint frá, hver sé tilgangur þess. Þar segir svo: „Tilgangur sambandsins cr: 1) að efla samstarf íslenzkra sveit- arfélaga og vinna að livers kon- ar sameiginlegum hagsmuna- málum þeirra, 2) að vera fulltrúi íslenzkra sveit- arfélaga, eftir því sem við á, gagnvart ríkisvaldinu og öðrunt innlendum aðilum, 3) að vera fulltrúi íslenzkra sveit- arfélaga gagnvart erlendunt samtökum um sveitarstjórnar- mál og öðrum þeint aðilum er- Icndis, er láta sig Jjau mál skipta, 4) að vinna að auknum kynnum þeirra, sem að sveitarstjórnar- málum starfa, 5) að vinna að almennri fræðslu um sveitarstjórnarmál, svo og fræðslu um einstaka þætti sveit- arstjórnarmála fyrir sveitar- stjórnarmenn og aðra starfs- menn sveitarfélaga." Sambandið liefur án efa með tilvist sinni orðið til Jiess að efla samstarf sveitarfélaganna í land- inu. Eflaust má [jó gera betur og geng ég Jjví út frá því, að menn séu sammála um nauðsyn sam- starfsins."

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.