Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1968, Blaðsíða 32

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1968, Blaðsíða 32
AÐALFUNDUR í REYKJANES- KJÖRDÆMI ASalfundur Sambands sveitar- félaga í Reykjanesumdæmi var haldinn í Kópavogi laugardaginn 30. marz s.l. Á fundinum voru full- trúar frá 12 af 15 sveitarfélögum í umdæminu, auk rnargra sveitar- stjórnarmanna annarra. Fundar- stjóri var Jón M. Guðmundsson, oddviti Mosfellshrepps. Formaður sambandsins, Hjálmar Ólafsson, bæjarstjóri, flutti skýrslu stjórnar og gerði þar grein fyrir gangi mála á liðnu starfsári. Stjórn- in hafði haldið 11 bókaða fundi. Barnsmeðlög Formaður ræddi í skýrslu sinni m.a. um innheimtu barnsmeðlaga og skýrði frá því, að gerður hefði verið samningur ntilli sveitarfélag- anna í umdæminu og Reykjavfkur- borgar þess efnis, að innheimtu- deild borgarinnar taki að sér að innheimta endurkræfan barnalff- eyri fyrir þau sveitarfélög í um- dæminu, sem þess óska. Skóli í Krísuvík Formaður skýrði frá undirbún- ingi að stofnun skóla í Krísuvík fyr- ir börn, sent búa við félagslega erf- iðar aðstæður. Skólahús hefur ver- ið teiknað, sem rúma á 40—50 börn. Gert er ráð fyrir, að skólahúsið verði sameign ríkisins og samtak- anna, svo og Vestmannaeyjakaup- staðar, og að sveitarfélögin annist skólahald í 8 mánuði ársins, en 4 mánuði verði rekið þar sumar- dvalarheimili á vegum Sumarbúða- nefndar Þjóðkirkjunnar í Kjalar- nessprófastsdæmi, en það nær einn- ig yfir Vestmannaeyjar. SVEITARSTJÓRNARMÁL Skólanefnd fyrir þennan fyrir- hugaða skóla starfaði á árinu. I hcnni eru Flelgi Jónsson, yfirkenn- ari í Hafnarfirði, Karl Guðjóns- son, fræðslufulltrúi, Kópavogi og Ragnar Guðleifsson, bæjarfulltrúi, Keflavík. Fyrirhugað er, að skóla- luisið verði 4100 rúmmetrar að stærð. Áætlað kostnaðarverð um 10 milljónir. Hagfræðiathugun Formaður skýrði frá þvf, að stjórnin hefði leitað eftir að fá haglærðan mann til að kanna hag- fræðilega og atvinnulega stöðu sveitarfélaganna í umdæminu, en það ekki tekizt. Hins vegar hefði stjórnin látið gera skýrslur um ýmis mál, svo sem um fjárveitingar rík- isins til skólamála og jarðhitarann- sókna í umdæminu. Stjórnin hafði einnig athugað heppilega gerð íþróttahúsa, fjallað um kjaramál, sálfræðiþjónustu í skólum og önn- ur mál, svo sem urn skiptiútsvör og staðgreiðslukerfi, sem gert hefur verið skil á öðrum vettvangi. Skipulagsmál í lok skýrslu sinnar mælti Hjálm- ar Ólafsson á þessa leið: „Það hefur oft borið á góma lijá stjórninni, hvort rétt væri að leggja til, að ráðinn yrði fastur starfsmað- ur hjá samtökunum — líkt og Sam- tök sveitarfélaga í Austurlandskjör- dænti hafa gert. Hefur okkur ekki þótt ástæða til að leggja það til nú þegar. Austfirðingar eru langt frá höfuðstöðvum fjárveitinga- og framkvæmdavalds og af þeirn sök- um ærin ástæða til, að þeir ráði sér starfsmann. Við erum hins veg- ar í næsta nágrenni við nefnda að- ila. En við erum sammála um, að til ákveðinna verkefna þurfum við að geta ráðið menn, og nefni ég þar hagfræðiathugunina sem dæmi. Nauðsynlegt er, að samtökin hafi þau fjárráð að geta fengið til hæfa menn á ýmsuin sviðum til þess að vinna fyrir okkur. Þá er ástæða til, að aukin á- herzla sé lögð á skipulagsmál um- dæmisins — og nánari samvinnu um þau, einkum á svæðinu sunnan Hafnarfjarðar. Það er von mín, að á næsta starfsári takist að fá menn til að vinna að áðurnefndri hag- fræðiáætlun um þróun byggðarinn- ar, en hún er nauðsynleg forsenda þess, að okkur megi takast á skipu- legan hátt að vinna betur að vel- ferðarmálum íbúanna í umdæm- inu. En það er að sjálfsögðu mark og mið samtaka okkar." Stjórn í stjórn samtakanna næsta starfs- ár voru kosnir: Hjálmar Ólafsson, bæjarstj., Kópavogi; Sigurgeir Sig- urðsson, sveitarstj., Seltjarnarnesi; Sveinn Jónsson, bæjarstj., Keflavík, og í varastjórn: Kristinn Ó. Guð- mundsson, bæjarstj., Hafnarfirði; Jón Ásgeirsson, sveitarstj., Njarð- víkurhreppi og Ólafur G. Einars- ron, sveitarstjóri, Garðahreppi. Endurskoðendur voru kosnir Ey- þór Stefánsson, oddviti Bessastaða- hrepps og Alfreð Alfreðsson, sveit- arstjóri Miðneshrepps og til vara Björn Finnbogason, oddviti Gerða- hrepps og Pétur G. Jónsson, odd- viti Vatnsleysustrandarlirepps. Ný umdæmi Á fundinum flutti Unnar Stef- ánsson erindi unt starf Sameining- arnefndar sveitarfélaga og varpaði fram hugmyndum um sameiningu sveitarfélaga í Reykjanesumdæmi, þar sem gert er ráð fyrir róttækum breytingum á umdæmaskipan á svæðinu. Fjöldi fundarmanna tók til máls að lokinni framsöguræðu og komu jjar fram miirg sjónarmið með og móti slíkri sameiningu sveitar- félaga í stærri félagsheildir.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.