Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2000, Page 7

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2000, Page 7
FRÆÐSLUMÁL stæðna, heildstæður skóli i Heiðarbyggð í tveimur áfongum. Hinn fyrri verði miðaður við aldursflokkinn 1.-6. bekkur. Tekin verði ákvörðun um seinni áfangann þegar meira verður vitað um byggðarþróun á gömlu bæjarmörkum Keflavíkur og Njarðvíkur og þéttingu byggðar." Jafnffamt lagði nefhdin til að gerð yrði nákvæm úttekt á húsnæði skólanna með tilliti til einsemingar þannig að unnt yrði að uppfylla ákvæði um einsetningu skóla árið 2003. Þessi varfæmislega hugmynd nefndarinnar um áfangaskiptingu byggðist á óvissu í skipulagsmálum á umræddu byggingarsvæði, en eftir stóð að skólinn skyldi heildstæður. í meðfömm bæjarstjómar var á hinn bóginn tekið af skarið og framkvæmdum hraðað og fljótlega lá ljóst fyrir að skólinn skyldi reismr að fullu í einum áfanga. Einnig var ákveðið að hraða einsemingu gmnnskóla bæjarins. Þar með hafði verið lagður gmnnur að meginkjama skólastefnu bæjarins. Allir skólar heildstæðir og hverfa- skiptir, að jafnaði tveggja hliðstæðna með 400-500 nemendum og sambærilegir hvað alla aðstöðu varðar. í desember 1997 var kynnt niðurstaða Rannsóknar- stofnunar uppeldis- og menntamála (RUM) á aðstæðum og væntingum unglinga bæjarins til náms. Sú skýrsla skaut frekari stoðum undir nýja skólastefnu og þá fyrir- ætlan að skapa bömum og unglingum ömggt og gott starfsumhverfí í skóla og tómstundum með það að markmiði „að leyfa bömum að vera böm örlítið lengur", eins og einn skólanefndarmaður orðaði það. í kjölfar kjarasamninga launanefndar og Kennarasambands ís- lands (KÍ) og vegna áðumefndrar RUM-skýrslu vom gerðir viðaukasamningar við kennara um aukið samstarf heimila og skóla. Þeir samningar hafa að mati skóla- stjóra aukið og bætt vemlega sam- starf sem var of lítið og orðið skóla- starfi mikil lyftistöng, auk þess að lægja óánægjuraddir kennara á þess- um tíma. Skólastefna Reykjanesbæjar var staðfest formlega af bæjarstjórn i september 1998 og ákvörðun var tek- in um að ljúka einsetningu grunn- skóla bæjarins haustið 2000. Á þessum tíma mátti ljóst vera, hafi nokkur velkst i vafa, að bæjaryf- irvöld, raunar bæjarbúar allir, höfðu mikinn metnað í skólamálum og vom staðráðnir í að leysa þetta nýja verkefni vel og með glæsibrag. Heiðarskóli: Flaggskip grunnskólanna Heiðarskóli skyldi hann heita enda í Heiðarbyggð. Skólinn þurfti að taka mið af þeim aðstæðum sem fyrir vom en jafhframt að marka spor inn í nýja öld. Nýi skól- inn skyldi vera framfaraspor. Lögð var áhersla á að hús- næði mætti ekki setja hömlur á skólaþróun og skólastarf, heldur byði upp á mikinn sveigjanleika með tilliti til bekkjarstærða og skipulags. Að nýjasta tækni ætti greið- an aðgang að öllum kennslustofum og síðast en ekki síst átti skólinn að vera bamvænn og með litlum stofhana- brag. Hvort Heiðarskóli verður skóli 21. aldar í kennsluhátt- um og skipulagi mun tíminn einn leiða í ljós, en hann er fallegur skóli með heimilislegt yfirbragð og gefur kost á miklum möguleikum til sveigjanleika í starfsháttum. Hann er flaggskip skólanna okkar og við höldum því ófeimin ffarn að hann sé flaggskip íslenskra gmnnskóla. Hönnunarforskriftin var síðan notuð í hinum skólunum að svo miklu leyti sem því var við komið og það sem ákveðið var við Heiðarskóla gilti einnig um hina gmnn- skólana þrjá. Veigamestu atriðin í því sambandi eru skólamötuneyti og útibú tónlistarskólans. í grunnskólum bæjarins em mötuneyti og boðið er upp á heitan mat í hádeginu fyrir alla sem þess óska. Einnig hefur tónlistarskólinn útibú í gmnnskólunum og fara öll böm i 1. og 2. bekk forskóla tónlistarskóla. Þá geta þeir sem vilja einnig sótt hljóðfæratíma í skólanum innan skólatíma, en þetta er þó aðeins gert óski foreldrar eftir því og með samþykki kennara. í raun á þetta fyrirkomu- lag nær eingöngu við nemendur upp að 12 ára aldri. Byggingamefnd Heiðarskóla skipuðu Sigurður Garð- arsson verkfræðingur, sem var formaður, Guðmundur Hinriksson, byggingameistari, Hulda Björk Þorkelsdóttir Aðalinngangur Heiðarskóla. 26 1

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.