Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2000, Side 35

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2000, Side 35
MENNINGARMÁL og aðstoöa við gerð náttúrusýn- inga. Enn frekar er kveðið á um hlut- verk náttúrustofa í reglugerðum um viðkomandi stofur. I reglugerð um skipulag og starfsemi Náttúrustofu Norðurlands vestra á Sauðárkróki nr. 96 ffá árinu 1998 er tekið ffam að hlutverk Náttúrustofu Norður- lands vestra á Sauðárkróki sé: a. að stunda vísindalegar rann- sóknir á náttúru Norðurlands vestra. b. að safna gögnum og varðveita heimildir um náttúrufar og stuðla að almennum náttúru- rannsóknum og skal einkum lögð áhersla á Norðurland vestra og sérstöðu náttúrufars á þeim slóð- um. c. að stuðla að œskilegri landnýt- ingu, náttúruvernd og frœðslu um umhverfismál bœði fýrir al- menning, fýrirtæki og í skólum á Norðurlandi vestra. Skal í þessu sambandi hafa náið samstarf við starfsmenn annarra stofnana sem vinna að sömu málum. d. að veita frœðslu um náttúrufrœði og aðstoða við gerð náttúrusýn- inga á Norðurlandi vestra. e. að veita sveitarfélögum á Norð- urlandi vestra umbeðna aðstoð og ráðgjöf á verksviði stofunnar, m.a. vegna verndar og nýtingar náttúrulegra auðlinda, skipu- lagsmála og mats á umhverfis- áhrifum framkvœmda, enda komi greiðsla Jýrir. Svipaðar reglugerðir eru til um aðrar náttúrustofur í landinu. En hvaða þýðingu hefur tilkoma Náttúrustofu Norðurlands vestra fyrir sveitarfélögin á Norðurlandi vestra? Eru einhver not fyrir slíka stofu eða er þetta óþörf pappírs- stofnun? Þessari spumingu er best að svara út frá reglugerðinni um starfsemi Náttúrustofu Norðurlands vestra. a. að stunda vísindalegar rann- sóknir á náttúru Norðurlands vestra. í þessum lið er kveðið á um rann- sóknarhlutverk stofunnar, sem er án efa mikilvægasta hlutverk hennar. Augljóst er að mikil þörf er á ýms- um grunnrannsóknum hér á landi og hafa minni verk oft setið á hakanum vegna stærri verka og einfaldlega vegna fjárskorts. Með tilkomu stof- unnar kemur aukið fé til rannsókna inn í fjórðunginn bæði í formi Náttúrustofa Norðurlands vestra hefur látið útbúa auðkenni fyrir stofuna. Það var hannað af Hjördísi G. Bergsdóttur (Doslu) listamanni. Merkið er samsett úr nokkrum atriðum sem eru einkennandi í náttúru Skagafjarðar. Efri hluti merkisins er útlínur Tindastóls séð frá Sauðárkróki. Miðhluti þess er útsýni frá Sauðárkróki í norður til Málmeyjar. Þar undir er lárétt stuðlaberg, sem er til dæmis einkenn- andi fyrir strandsvæðið við Hofsós og á að vera táknrænt fyrir hinn lífvana heim náttúruvísindanna, þ.e. jarðvísindi. I merkinu eru einnig fuglar og fífur sem eru táknrænar fyrir lífheim náttúruvísind- anna, bæði dýraríkið og jurtarfkið. Til hægri á myndinni teygir sig hönd niður undir stuðlabergið og á hún að tákna hönd móður náttúru. beinna styrkja ffá riki og sveitarfé- lögunum og í formi rannsókna- styrkja sem starfsmenn stofunnar sækja sér í innienda og erlenda sjóði. Mikilvægt er fyrir sveitarfé- lög að gera sér grein fyrir að kröfiir samfélagsins eru að aukast hvað varðar vitneskju á okkar nánasta umhverfi. Því er mikilvægt fyrir þau að geta haft einhver áhrif á hvaða náttúrurannsóknir verði stundaðar og ekki síður að fá yfirlit yfir hvaða rannsóknir hafa verið stundaðar í viðkomandi landsfjórðungi. Lögð verður mikil áhersla á að kynna starfsemi Náttúrustofu Norð- urlands vestra erlendis og að hefja samstarf við erlenda vísindamenn. Stefnt er að því að geta boðið jafnt erlendum sem innlendum vísinda- mönnum og stúdentum aðstöðu til rannsókna á stofunni. Flestir sem stundað hafa fram- haldsnám í náttúruffæðum jafnt sem öðrum fræðigreinum sækjast eftir störfum þar sem þeir geta fengið tækifæri til að sinna rannsóknum á sínu fagsviði. Rannsóknarhlutverk náttúrustofa hefur því mikið aðdrátt- arafl fyrir hæfa vísindamenn og þannig getur náttúrustofan lokkað vel menntaða náttúrufræðinga til búsem á Norðurlandi vestra og ann- ars staðar þar sem náttúrustofur starfa. Vel menntað og hæft fólk er einnig undirstaða þess að náttúru- stofur geti þjónað fræðslu- og ráð- gjafarhlutverki sínu almennilega. b. að safna gögnum og varðveita heimildir um náttúrufar og stuðla að almennum náttúru- rannsóknum og skal einkum lögð áhersla á Norðurland vestra og sérstöðu náttúrufars á þeim slóð- um. í þessum lið er kveðið á um söfh- un og varðveislu gagna um náttúm Norðurlands vestra. Stefnt er að því að safna saman upplýsingum um náttúmfar á Norðurlandi vestra og reyndar landsins alls og byggja upp öflugt bókasafn þar sem fólk getur leitað sér upplýsinga um náttúmfar, náttúmvemd og aðra þætti í nánasta umhverfi þess. Mikilvægt er að gera öllum kleift að nálgast þessar upp- lýsingar á sem aðgengilegastan hátt og stefnt er að því að hafa þessar upplýsingar aðgengilegar á Netinu í nánusm ffamtíð. I þessum lið reglugerðarinnar er kveðið á um að náttúmstofan skuli stuðla að almennum náttúrurann- sóknum í fjórðungnum. Með til- komu Náttúrustofu Norðurlands vestra á Sauðárkróki skapast hvetj- andi gmndvöllur fyrir slíkar rann- 289

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.