Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2000, Blaðsíða 35

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2000, Blaðsíða 35
MENNINGARMÁL og aðstoöa við gerð náttúrusýn- inga. Enn frekar er kveðið á um hlut- verk náttúrustofa í reglugerðum um viðkomandi stofur. I reglugerð um skipulag og starfsemi Náttúrustofu Norðurlands vestra á Sauðárkróki nr. 96 ffá árinu 1998 er tekið ffam að hlutverk Náttúrustofu Norður- lands vestra á Sauðárkróki sé: a. að stunda vísindalegar rann- sóknir á náttúru Norðurlands vestra. b. að safna gögnum og varðveita heimildir um náttúrufar og stuðla að almennum náttúru- rannsóknum og skal einkum lögð áhersla á Norðurland vestra og sérstöðu náttúrufars á þeim slóð- um. c. að stuðla að œskilegri landnýt- ingu, náttúruvernd og frœðslu um umhverfismál bœði fýrir al- menning, fýrirtæki og í skólum á Norðurlandi vestra. Skal í þessu sambandi hafa náið samstarf við starfsmenn annarra stofnana sem vinna að sömu málum. d. að veita frœðslu um náttúrufrœði og aðstoða við gerð náttúrusýn- inga á Norðurlandi vestra. e. að veita sveitarfélögum á Norð- urlandi vestra umbeðna aðstoð og ráðgjöf á verksviði stofunnar, m.a. vegna verndar og nýtingar náttúrulegra auðlinda, skipu- lagsmála og mats á umhverfis- áhrifum framkvœmda, enda komi greiðsla Jýrir. Svipaðar reglugerðir eru til um aðrar náttúrustofur í landinu. En hvaða þýðingu hefur tilkoma Náttúrustofu Norðurlands vestra fyrir sveitarfélögin á Norðurlandi vestra? Eru einhver not fyrir slíka stofu eða er þetta óþörf pappírs- stofnun? Þessari spumingu er best að svara út frá reglugerðinni um starfsemi Náttúrustofu Norðurlands vestra. a. að stunda vísindalegar rann- sóknir á náttúru Norðurlands vestra. í þessum lið er kveðið á um rann- sóknarhlutverk stofunnar, sem er án efa mikilvægasta hlutverk hennar. Augljóst er að mikil þörf er á ýms- um grunnrannsóknum hér á landi og hafa minni verk oft setið á hakanum vegna stærri verka og einfaldlega vegna fjárskorts. Með tilkomu stof- unnar kemur aukið fé til rannsókna inn í fjórðunginn bæði í formi Náttúrustofa Norðurlands vestra hefur látið útbúa auðkenni fyrir stofuna. Það var hannað af Hjördísi G. Bergsdóttur (Doslu) listamanni. Merkið er samsett úr nokkrum atriðum sem eru einkennandi í náttúru Skagafjarðar. Efri hluti merkisins er útlínur Tindastóls séð frá Sauðárkróki. Miðhluti þess er útsýni frá Sauðárkróki í norður til Málmeyjar. Þar undir er lárétt stuðlaberg, sem er til dæmis einkenn- andi fyrir strandsvæðið við Hofsós og á að vera táknrænt fyrir hinn lífvana heim náttúruvísindanna, þ.e. jarðvísindi. I merkinu eru einnig fuglar og fífur sem eru táknrænar fyrir lífheim náttúruvísind- anna, bæði dýraríkið og jurtarfkið. Til hægri á myndinni teygir sig hönd niður undir stuðlabergið og á hún að tákna hönd móður náttúru. beinna styrkja ffá riki og sveitarfé- lögunum og í formi rannsókna- styrkja sem starfsmenn stofunnar sækja sér í innienda og erlenda sjóði. Mikilvægt er fyrir sveitarfé- lög að gera sér grein fyrir að kröfiir samfélagsins eru að aukast hvað varðar vitneskju á okkar nánasta umhverfi. Því er mikilvægt fyrir þau að geta haft einhver áhrif á hvaða náttúrurannsóknir verði stundaðar og ekki síður að fá yfirlit yfir hvaða rannsóknir hafa verið stundaðar í viðkomandi landsfjórðungi. Lögð verður mikil áhersla á að kynna starfsemi Náttúrustofu Norð- urlands vestra erlendis og að hefja samstarf við erlenda vísindamenn. Stefnt er að því að geta boðið jafnt erlendum sem innlendum vísinda- mönnum og stúdentum aðstöðu til rannsókna á stofunni. Flestir sem stundað hafa fram- haldsnám í náttúruffæðum jafnt sem öðrum fræðigreinum sækjast eftir störfum þar sem þeir geta fengið tækifæri til að sinna rannsóknum á sínu fagsviði. Rannsóknarhlutverk náttúrustofa hefur því mikið aðdrátt- arafl fyrir hæfa vísindamenn og þannig getur náttúrustofan lokkað vel menntaða náttúrufræðinga til búsem á Norðurlandi vestra og ann- ars staðar þar sem náttúrustofur starfa. Vel menntað og hæft fólk er einnig undirstaða þess að náttúru- stofur geti þjónað fræðslu- og ráð- gjafarhlutverki sínu almennilega. b. að safna gögnum og varðveita heimildir um náttúrufar og stuðla að almennum náttúru- rannsóknum og skal einkum lögð áhersla á Norðurland vestra og sérstöðu náttúrufars á þeim slóð- um. í þessum lið er kveðið á um söfh- un og varðveislu gagna um náttúm Norðurlands vestra. Stefnt er að því að safna saman upplýsingum um náttúmfar á Norðurlandi vestra og reyndar landsins alls og byggja upp öflugt bókasafn þar sem fólk getur leitað sér upplýsinga um náttúmfar, náttúmvemd og aðra þætti í nánasta umhverfi þess. Mikilvægt er að gera öllum kleift að nálgast þessar upp- lýsingar á sem aðgengilegastan hátt og stefnt er að því að hafa þessar upplýsingar aðgengilegar á Netinu í nánusm ffamtíð. I þessum lið reglugerðarinnar er kveðið á um að náttúmstofan skuli stuðla að almennum náttúrurann- sóknum í fjórðungnum. Með til- komu Náttúrustofu Norðurlands vestra á Sauðárkróki skapast hvetj- andi gmndvöllur fyrir slíkar rann- 289
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.