Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.05.2002, Page 4

Sveitarstjórnarmál - 01.05.2002, Page 4
Efnisyfirlit Bls. Skoðanaskipti ................................................ 4 Forystugrein - Þórður Skúlason ............................... 5 Þjóðarsátt um efnisnám ....................................... 6 Hvað á sveitarfélagið að heita? ........................... 8 Víða valið um ný nöfn í kosningunum ....................... 9 Vel heppnuð sameining er mikilvæg byggðaaðgerð .............. 10 Sveitarfélagið Skagafjörður, Vesturbyggð, Borgafjarðarsveit 12 Fjarðabyggð, Snæfellsbær, Sveitarfélagið Árborg .......... 13 Dalabyggð ................................................ 14 Sameining felld í Fellahreppi ............................... 14 Snæfellsbær: Fiskur, ferðaþjónusta og umtalsverð fjölgun ... 16 Þjóðgarðurinn býður ýmsa möguleika ....................... 18 Umhverfisátak frá haustdöguml 998 ........................ 19 Tilkoma framhaldsskóla nauðsyn ........................... 20 Slysavarnaskólinn á Gufuskálum ........................... 21 i Breyting á lögum um húsnæðismál ............................. 22 Einn listi án kvenna ........................................ 24 Sveitarstjórnarmönnum fækkaði um 99 24 Kópavogshöfn alþjóðleg flutningahöfn ........................ 25 Kjörgengi í nefndir sveitarfélaga ......................... 26' Mikil umræða um úrskurði Óbyggðanefndar...................... 27 Breytingar á barnaverndarlögum .............................. 28 Landshlutasamtök sveitarfélaganna ........................... 29 Hvers konar sveitarfélag er hagstæðast? - Ritdómur ........ 30 Skoðana- skipti Með breytingu á tímaritinu Sveitarstjórn- armálum var meðal annars að því stefnt að þar færu fram skoðanaskipi milli sveit- arstjórnarmanna og annarra um þau fjöl- mörgu málefni sem til umfjöllunar eru á vettvangi sveitarfélaganna. Slík skoðana- skipti gætu til dæmis verið með þeim hætti að einhver fjallaði um tiltekið mál og bæði síðan annan að láta í Ijósi álit sitt á því sjónarmiði sem hann setti fram. Jafnframt er hægt að nota tímaritið til þess að bera fram spurningar um álitamál sem óskað er svara við frá tilgreindum eða ótilgreindum einstaklingum eða starfs- mönnum sambandsins. Ætlunin er að gera tímaritið meira lifandi og áhugaverð- ara meðal annars með umfjöllun um álitamál sem ofarlega eru á baugi og um geta verið skiptar skoðanir. Það markmið að efla skoðanaskipti í tímaritinu næst því aðeins að einstakling- ar verði við því kalli að skrifa í blaðið og koma með þeim hætti á framfæri skoðun- um sínum og hugðarefnum. í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna nú í vor hefur glögglega komið í Ijós að uppi eru ýmis álitamál í sveitarstjórnarmálum sem fólk hefur þörf fyrir að koma á framfæri og um eru skiptar skoðanir. Eina sérritið um sveitarstjórnarmál Þótt tímaritið Sveitarstjórnarmál geti aldrei orðið vettvangur fyrir þrætur um staðbundin málefni í einstökum sveitar- félögum er ekkert eðlilegra en að þar sé fjallað um ólík sjónarmið á vettvangi sveitarfélaga almennt, svo sem samskipti ríkis og sveitarfélaga og hlutverk og fram- tíð sveitarstjórnarstigsins, enda er það eina sérritið um sveitarstjórnarmál sem gefið er út í landinu. Lesendur tímaritsins Sveitarstjórnarmála eru ítrekað hvattirtil þess að nýta sér tímaritið til slíkra skoð- anaskipta. 4

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.