Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.05.2002, Side 5

Sveitarstjórnarmál - 01.05.2002, Side 5
Forystugrein Starfsumhverfi sveitarstjórnarmanna í mörgum sveitarfélögum gaf fjöldi einstaklinga kost á sér til setu á fram- boðslistum í nýafstöðnum sveitar- stjórnarkosningum og prófkjör fóru fram til uppröðunar á lista. Víðar en áður heyrðist þó undan því kvartað að erfitt væri að fá fólk til að taka sæti á framboðslistum. Það leiðir hugann að starfsumhverfi sveitarstjórnarmanna. Fleiri og margbrotnari verkefni og auknar skyldur hafa verið lagðar á herðar sveitarfélaganna á undanförn- um árum og í raun er þeim fátt óvið- komandi. Sífellt er nánar kveðið á um útfærslu þessara verkefna í lögum og reglugerðum og frelsi sveitarstjórna er skert með ýmsum hætti. Meðferð sveitarstjórnarmála er vandasöm í Ijósi stjórnsýslu- og upplýsingalaga og krefst fjölþættrar þekkingar sem þarf að viðhalda. Störf í sveitarstjórnum verða því sífellt tímafrekari og flókn- ari, samhliða því að svigrúm til at- hafna hefur þrengst, m.a. vegna skuldasöfnunar ýmissa sveitarfélaga sökum þess efnahagslega umhverfis sem þeim hefur verið búið. í ýmsum sveitarfélögum hefur nán- ast verið litið á störf í sveitarstjórnum og nefndum sveitarfélaga sem sjálf- boðastörf og þau launuð í samræmi við það viðhorf. Sveitarstjórnirnar taka sjálfar ákvarðanir um þóknun fyrir störf sveitarstjórnarmanna og nefndarfulltrúa og veigra sér við að laga þóknunina að umfangi starfsins og almennu launa- og kjaraumhverfi. Þær sveitarstjórnir sem það hafa gert hafa jafnvel verið vændar um óeðli- lega sjálftöku. Tímafrek sveitarstjórn- arstörf eru í langflestum tilvikum aukastörf unnin samhliða annarri vinnu og því langt f frá fjölskylduvæn, auk þess sem þeim fylgir áreiti og tíðum vanþakklæti. Þrátt fyrir mikið álag og fórn frí- stunda eru sveitarstjórnarstörfin afar gefandi og áhugaverð. Þau eru gríðar- lega fjölbreytt, leiða til náinna sam- skipta við fjölda fólks og þar gefst tækifæri til þess að hafa áhrif á sitt nánasta umhverfi, þróun þess og framtíð. Störf í sveitarstjórnum ættu að vera eftirsótt og freistandi áskorun fyrir alla þá sem vilja láta til sín taka og gott af sér leiða og víst er að þau eru lærdómsríkur skóli í mörgu tilliti. Sveitarstjórnarstarfið þarf að gera aðlaðandi með bættum kjörum og starfsumhverfi, þannig að á hverjum tíma sé áhugavert fyrir hæfa og vel menntaða einstaklinga að taka þátt í þeim störfum. Það er fyrst og fremst hlutverk sveitarstjórnarmannanna sjálfra að hafa forystu þar um, ekki endilega vegna þeirra sem nú verða valdir til þeirra starfa, heldur miklu frekar til framtíðar litið. Sveitarfélögin gegna gríðarlega þýðingarmiklu hlutverki í samfélaginu og annast nú flesta mikilvægustu þætti samfélagsþjónustunnar við fólk- ið í landinu. Sveitarstjórnarstigið þarf á öflugu fólki að halda til að standa vörð um og efla stöðu þess og takast á við þau fjölþættu verkefni sem því eru falin. Þórður Skúlason framkvæmdastjóri SVEITARSTJ ÓRNARMÁL Útgefandi: Samband íslenskra sveitarfélaga Auglýsingar: P. J. Markaðs- og auglýsingaþjónusta Háaleitisbraut 11-13 108 Reykjavík. Símar: 566 8262 & 861 8262 Sími: 515 4900 • Bréfasími: 515 4903 Netfang: pallj@islandia.is Netfang: samband@samband.is ■ Veffang: www.samband.is Umbrot og prentun: Ritstjórar: Magnús Karel Hannesson (ábm.) Alprent, Glerárgötu 24, 600 Akureyri, s. 462 2844. magnus@samband.is Dreifing: Islandspóstur bragi V. Bergmann bragi@fremri.is Forsíðumyndin: Frá Rangárbökkum. Mynd: Áskell Þórisson. Ritstjórn: Fremri kynningarþjónusta Furuvöllum 13 600 Akureyri Tímaritið Sveitarstjórmál kemur út mánaðarlega, að undanskildum Sími 461 3666 ■ Bréfasími: 461 3667 júlí- og ágústmánuði, í 3.500 eintökum. Netfang: fremri@fremri.is Áskriftarsíminn er 461 3666.

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.