Sveitarstjórnarmál - 01.05.2002, Síða 6
Efnisnám
Þjóðarsátt um efnisnám
Samkomulag-um leikreglur varðandi efnistöku vegna framkvæmda og um
frágang námusvæða kynnt með vönduðu kynningarriti.
Lengi var takmarkaða samstöðu að finna
um hvernig standa bæri að efnisnámi hér
á landi. Efni var tekið eftir þörfum hvar
sem það var að finna og oft lítið hirt um
frágang efnisnáma þegar efnistöku var lok-
ið. Víða mátti sjá og má enn augum líta
gamlar og jafnvel nýlegar efnisnámur eins
og sár í landinu. Oft hafa námur verið
notaðar af mönnum til þess að losa sig við
ónýt tæki og annað rusl. Á síðari árum
hefur orðið ákveðin hugarfarsbreyting um
hvernig standa skuli að efnistöku og frá-
gangi námusvæða þegar notkun þeirra
hefur verið hætt.
Nýlega kynnti vinnuhópur um námur,
efnistöku og frágang námusvæða sam-
komulag um leikreglur þar að lútandi og
einnig ítarlegt og vandað kynningarrit,
„Námur - efnistaka og frágangur", sem
unnið hefur verið um málið. Að sögn
Gunnars Bjarnasonar hjá Vegagerðinni,
eins af aðstandendum kynningarritsins,
var miðað að því að miðla margvíslegum
upplýsingum og fróðleik er varðar frágang
þeirra staða þar sem efnistaka hefur farið
fram. Kynningarritið er því kjörið til upp-
sláttar fyrir sveitarstjórnarmenn og aðra er
um slík mál þurfa að annast.
Grasrótarstarf og kynning
Frumkvæði að þessu verkefni áttu starfs-
menn Náttúruverndar ríkisins ogVega-
gerðarinnar en fljótlega kom starfsfólk frá
Landsvirkjun og umhverfisráðuneytinu að
málinu. Auk framangreindra eiga embætti
veiðimálstjóra, Hafrannsóknastofnun, iðn-
aðarráðuneytið, Landgræðsla ríkisins, Sigl-
ingamálastofnun íslands, Veiðimálastofnun
og Samband íslenskra sveitarfélaga aðild
að þessu samkomulagi og útgáfu kynning-
arefnis.
Að sögn Ragnheiðar Ólafsdóttur, um-
hverfisstjóra hjá Landsvirkjun, sem átti
sæti í starfshópnum, tók vinna hópsins og
gerð kynningarritsins um eitt ár. Hún segir
í ritinu kemur fram að liðlega
3.000 námur eru skráðar hjá
Vegagerðinni og að þar af eru
um 1.250 þeirra ófrágengnar
auk nokkurs fjölda náma sem er
frágenginn að hluta en verki er
ekki lokið.
að þar hafi verið um ákveðið grasrótarstarf
að ræða. Höfundar ritsins hafi kynnst af
eigin raun þeim vandamálum og einnig
álitamálum sem koma upp vegna efnis-
töku og frágangs náma. Einnig hafi þeir
kynnst deilum af ýmsu tagi sem risið hafa
af þessu efni, oftast vegna þess að fjár-
muni hefur skort til þess að framkvæma
nauðsynlegar lagfæringar og frágang.
í ritinu er að finna kynningu á lögum
og reglugerðum sem snerta efnistöku en í
sumum tilvikum er þó ekki um nein bein
lagafyrirmæli að ræða né ákvæði reglu-
gerða. Þar sem ekki er um nein slík fyrri-
mæli að ræða er leitast við að leiðbeina
um verklag þegar kemur að frágangi og
uppgræðslu námusvæða.
Um 3.000 skráðar efnisnámur
Ritið „Námur - efnistaka og frágangur"
skiptist í 9 kafla auk inngangs og þriggja
viðauka þar sem gerð er grein fyrir hug-
tökum varðandi efnistöku, verndarflokkun
Vegagerðarinnar og laga- og reglugerðar-
ákvæði sem snerta málið. í ritinu kemur
fram að liðlega 3.000 efnisnámur eru
skráðar hjá Vegagerðinni og eru um 1.250
þeirra ófrágengnar auk nokkurs fjölda
Frágangi lokið og vel að verki staðið.
6