Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.05.2002, Qupperneq 8

Sveitarstjórnarmál - 01.05.2002, Qupperneq 8
Heiti sveitarfélaga Hvað á sveitarfélagið að heita? Heiti sveitarfélaga verða fjölbreyttari með hverju árinu og hverri sameiningu sem tekur giidi. Kaupstöðum og hreppum fækkar og til verða byggðir, þing og bæir. Öðru hverju kemur upp umræða um nöfn sveitarfélaga, fegurð þeirra og fylgni við reglur íslenskunnar, samræmi milli nafna sveitarfélaga, reglur um nafngiftir og fleira. Algengast er að fólk velti fyrir sér nöfnum sveitarfélaga og reglum um þau í tengsl- um við sameiningu sveitarfélaga og upp- töku nýrra nafna. En jafnframt er fróðlegt að velta fyrir sér tengslum milli nafna sveitarfélaganna sem stjórnsýslueininga annars vegar og svo hins vegar þeirra heita sem notuð eru í daglegu tali, ræðu eða riti. Þar er nokkur munur á og víst að sum stjórnsýsluheitin eru flestum íbúum viðkomandi sveitarfélags lítt töm í munni. Hér er aðallega átt við endingar á heitum sveitarfélaga. Kaupstaðarbær Það er einkum kaupstaðar-endingin sem síst er notuð í daglegu tali fólks og jafnvel í ræðu og Viti, þótt tiltekið sveitarfélag beri þá endingu. Sem dæmi um sveitarfélög sem heita kaupstaður en eru mun oftar nefnd bær þegar vísað er í stjórnsýsluein- inguna má nefna Akureyri, Hafnarfjörð og Húsavík. Akureyrarbær er mun algengara í ræðu og riti en Akureyrarkaupstaður. Ekki eru þeir þó margir kaupstaðirnir, það er sveitarfélögin sem hafa endinguna kaupstaður í stjórnsýsluheiti sínu og hefur þeim farið fækkandi. Það eru Akranes-, Akureyrar-, Bolungarvíkur-, Grindavíkur-, Hafnarfjarðar-, Húsavíkur-, Seltjarnarnes-, Seyðisfjarðar- og Siglufjarðarkaupstaður. Þetta'eru níu sveitarfélög en þeim fækkar um eitt við kosningarnar nú, því Húsavík- urkaupstaður hefur sameinast Reykja- hreppi og breytist í bæ, byggð eða þing. Niðurstaða úr kosningu íbúanna var ekki komin þegar blaðið var í vinnslu. Nokkrir kaupstaðir hafa breytt um nafn án sameiningar og tekið upp endinguna bær í stað kaupstaðar. Þetta eru Vest- mannaeyjabær, Kópavogsbær og Ólafs- fjarðarbær. Dæmi um breytingu úr sveit í bæ er Eyrarsveit sem áður hét en ber nú nafnið Grundarfjarðarbær. Þrettán sveitar- félög bera nú heiti sem endar á bær. Þrír þeirra urðu til við sameiningu sveitarfé- laga, Snæfellsbær, ísafjarðarbær og Reykjanesbær. Margir hreppar en fer fækkandi Heiti langflestra sveitarfélaga enda á hreppur en þeim sveitarfélögum fer þó óðum fækkandi með sameiningu sveitar- félaga því algengt er að nokkrir hreppar sameinist og taki upp nafn sem endar á bær eða byggð. Hin síðari ár hafa ending- arnar byggð og þing orðið algengari með tilkomu nýrra sveitarfélaga eftir samein- ingu. Dæmi um nýjar endingar á sveitarfé- lögum eru sex byggðir; Borgar-, Dala-, Vestur, Hörgár-, Dalvíkur- og Fjarðabyggð. Þrjú sveitarfélög sem orðið hafa til við sameiningu hafa tekið upp heitið Sveitar- félagið en auk þess hefur orðið til Sveitarfélagið Ölfus. Fyrrnefndu sveitarfélögin þrjú eru Sveitarfélagið Skagafjörður, Sveitarfélagið Hornafjörður og Sveitarfélagið Árborg. Enn bera nokkur sveitarfélög endinguna sveit, þar af tvær sem urðu til við sameiningu nokkurra hreppa, Borgarfjarðarsveit og Eyjafjarðar- sveit. Þá eru ótaldar nýjar endingar og ný nöfn sveitarfélaganna Austur-Hérað, Norð- ur-Hérað, Húnaþing vestra, Rangárþing eystra og svo gamla góða Reykjavíkur- borg. Kannast einhver við...? Við Fáskrúðsfjörð eru sveitarfélögin Fá- skrúðsfjarðarhreppur og Búðahreppur. Þéttbýlið við Fáskrúðsfjörð gengur jafnan undir nafninu Fáskrúðsfjörður og myndi einhver telja að óreyndu að það sveitarfé- lag héti Fáskrúðsfjarðarhreppur - en svo er ekki. Þéttbýlið heitir Búðahreppur en sveitin Fáskrúðsfjarðarhreppur. Margir kannast við Skagaströnd af ýmsum ástæð- um sem ekki verða raktar hér. En hve margir þeirra sem komið hafa á Kántrýhá- tíð á Skagaströnd vita að sveitarfélagið heitir Höfðahreppur? Þekkt nöfn þéttbýlisstaða hafa horfið úr heiti sveitarfélaga með sameiningu en eru þó áfram notuð sem staðarheiti. Dæmi um það eru Borgarnes, Ólafsvík, Patreks- fjörður, Flateyri, Hvammstangi, Egilsstaðir, Reyðarfjörður, Eskifjörður og Selfoss - og svo líklega það frægasta í þessum hópi, Keflavík. Við sveitarstjórnarkosningarnar nú urðu til nokkur ný nöfn á sameinuð sveitarfélög og er greint frá þeim á næstu blaðsíðu. Fiskibátur á leið til veiða frá Crundarfirði. Meðal þeirra sveitarfélaga sem skiptu um nafn á kjörtímabilinu 1998-2002 er Eyrarsveit sem nú heitir Grundarfjarðarbær. - Mynd: Áskell Þórisson. 8

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.