Sveitarstjórnarmál - 01.05.2002, Qupperneq 11
eða einstakir sveitarstjórnarmenn búa.
Ástæða þess virðist einfaldlega sú að fólk-
ið skynji valdið þar sem höfuðstöðvarnar
eru staðsettar.
Meira fyrir skattpeningana
Hluti rannsóknar þeirra Grétars Þórs og
Hjalta beindist að fjármálum og rekstri
þeirra sveitarfélaga sem hún náði til. Að
sögn þeirra er þó ekki um tæmandi athug-
un að ræða er mæli öll áhrif sameining-
anna á rekstur þeirra. Einkum hafi verið
reynt að nálgast meginþróun útgjalda og
tekna auk skuldastöðu og leitast við að fá
fram hvort rekja megi einhverjar megin-
hreyfingar í rekstri til sameininganna. Ekki
sé verið að kveða upp dóma um fjárhags-
stöðu sveitarfélaganna eða fjármálastjórn
þeirra enda hafi það ekki verið tilgangur
rannsóknarinnar.
Grétar Þór og Hjalti segja niðurstöður
rannsóknarinnar sýna að ekki sé raunhæft
að vænta mikils fjárhagslegs ávinnings af
sameiningunum. Komi áþreifanlegur ár-
angur fram, hvort sem hann hafi náðst
með hagræðingu eða auknum framlögum
úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, þá fari hann
oftar en ekki til þess að bæta og efla þjón-
ustu við íbúana. Peningar aukist því lítið í
Skagfirskir skokkarar teygja á vöðvunum meö auðkenni héraðsins, fjallið Tindastól, í baksýn. íSkagafirði
sameinuðust mörg sveitarfélög, dreifbýli og þéttbýli, alls 11 sveitarfélög og er það stærsta sameining sveit-
arfélaga sem gerð hefur verið á íslandi fram til þessa. - Mynd: Feykir á Sauðárkróki.
ustu. Útgjöld til félagsþjónustu hafa aukist
sem og til grunnskólans en útgjaldaaukn-
ingu til skólans má rekja til annarra þátta
eins og flutnings skólans frá ríki til sveitar-
félaga og einsetningar skóla. Dæmi eru þó
um að náðst hafi hagræðing í rekstri skól-
ans, svo sem í Dalabyggð.
Vel heppnuð sameining
mikilvæg byggðaaðgerð
Þeir Grétar Þór Eyþórsson og Hjalti Jó-
hannesson segja glöggt koma fram í nið-
urstöðum rannsóknarinnar að sameinuðu
sveitarfélögin séu sterkari til sóknar í upp-
byggingu grunngerðar sveitarfélaganna og
í atvinnumálum. Þau hafi að öllu jöfnu
meiri slagkraft til þess að ráðast í kostnað-
arsamari framkvæmdir og verkefni en
áður. Þetta eigi til dæmis við um byggingu
hafna, veitna og annarra framkvæmda er
heyra til grunngerðar þeirra. Þeir segja að
nokkur munur sé á þeim sveitarfélögum er
urðu til við sameiningu 1994 og 1998.
Ljóst sé að tíminn vinni með mönnum og
áhrifa sameininganna gæti meira í eldri
sveitarfélögunum, einkum á sviði atvinnu-
mála. Grétar Þór Eyþórsson og Hjalti Jó-
hannesson telja að fengnum niðurstöðum
rannsóknar sinnar að sveitarfélögin og
þeir þættir sem þau standa fyrir gegni
miklu hlutverki í byggðaþróuninni í land-
inu. Þeir segja að vel heppnuð sameining,
sem góð eining sé um, geti verið mjög
mikilvæg aðgerð til að hafa jákvæð áhrif á
byggðaþróun á viðkomandi svæði.
Staðsetning höfuðstöðva sveit-
arfélags skiptir íbúana verulegu
máli og virðist hafa mun meira
táknrænt gildi en búseta sveitar-
stjórnarmanna. Ástæða þess
virðist einfaldlega sú að fólkið
skynji valdið þar sem höfuð-
stöðvarnar eru staðsettar.
sjóði en fólk fái meiri þjónustu fyrir skatt-
peninga sína, einkum í dreifbýlinu.
í niðurstöðum rannsóknarinnar kemur
fram að útgjöld sveitarfélaganna hafa yfir-
leitt aukist við sameiningu þeirra. Má
einkum rekja hækkanir til tveggja stærstu
málaflokkana, skólamála og félagsþjón-
S/ómenn og útgerðarmenn athugið!
Rekum uppboðsmarkaði í öllum höfnum Snæfellssness,
Þorlákshöfn, Reykjavík og Akranesi.
Útvegum löndun, ís og umbúðir.
Eigum ávallt fyrirliggjandi flestar gerðir beitu
s.s. síld, smokkfisk, loðnu og síli.
Einnig seljum við ýmsar rekstrarvörur t.d. ábót, baujur og belgi.
Ávallt til þjónustu reiðubúnir
Fiskmarkaður Íslands HF.
SímtGrundarfjörður 4386971 • ÓlofsYÍk436 1646,436 1647 • ftf436 6971 • Amarstapi435 6777 • Stykkishólmur438 1646 • Akranes43l 4333 • Reykjovík562 3080• hrláksh.483 3038
Fojc 438 6971 436 1648 436 6971 435 6797 438 1647 431 1705 5613399 483 3036
GSM 893 6846
11