Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.05.2002, Side 12

Sveitarstjórnarmál - 01.05.2002, Side 12
Sameining sveitarfélaga Sveitarfélagið Skagafjörður var sameinað úr 11 sveitarfélögum árið 1998 og er þess vegna stærsta sameining sem framkvæmd hefur verið hér á landi til þessa. Yfirgnæfandi fjöldi íbúa vill að hverfanefndum verði komið á fót í sveitarfélaginu. Hugmynd að þeim varð til við sameininguna og ætlunin að frumkvæði um þær kæmi frá íbúunum. Sveitar- stjórnin hefur því ekki haft frumkvæði um skipun þeirra og þeim hefur heldur ekki verið ætlað neitt valdssvið, en það er forsenda fyrir því að þær geti gegnt hlutverki sínu. Draga má þann lærdóm af sameiningu sveitarfélaga í Skaga- firði að laga þurfi stjórnkerfi og stjórnsýslu að nýju hlutverki og umbjóðendum þegar bæjarskrifstofur stærsta bæjarfélagsins halda lítt breyttri starfsemi eftir sameiningu. Fjármál Skagafjarðar hafa versnað fremur en hitt eftir samein- inguna. Raunútgjöld til félagsþjónustu og skólamála hafa hækkað en þjónusta hefur verið bætt á móti. í hugum Skagfirðinga eru bein tengsl á milli sameiningarinnar og þróunar byggðamála og byggjast væntingar um aukna og betri byggð í framtíðinni á getu sveitarfélagsins til þess að veita þá þjónustu sem nauðsynleg er til þess að fólk kjósi að flytjast þang- að. íbúar Sveitarfélagsins Skagafjarðar telja sig eiga erfiðara með að hafa áhrif á gang mála og aðgangur að sveitarstjórnarmönn- um hafi versnað eftir því sem fólk býr lengra frá Sauðárkróki. Vesturbyggð Fjögur sveitarfélög sameinuðust íVesturbyggð árið 1994. Tillaga um sameiningu þar gerði hins vegar ráð fyrir að fimm sveitarfé- lög sameinuðust en hin fjögur voru sameinuð á grundvelli heim- ildarákvæðis í sveitarstjórnarlögum, svokallaðrar 2/3 reglu. Tekjur Vesturbyggðar hafa farið vaxandi eftir sameininguna þrátt fyrir að íbúum hafi fækkað verulega á tímabilinu. Kostnaður við yfirstjórn hefur verið hár en heldur farið niður á við að undanförnu. Útgjöld til félagsmála jukust verulega á árunum 1994 og 1995 en hafa heldur lækkað á undanförnum árum. Enn eru þau hærri en 1994 en engu að síður mun lægri en hjá viðmiðunarhópi sambærilegra sveitarfé- laga. Kostnaður vegna reksturs skóla er nokkru hærri en viðmiðunarhópa. Fólk íVesturbyggð telur framboð á þjónustu sveitarfélagsins mikils virði í byggðamálum en vegna erfiðrar skuldastöðu hefur lítið verið um fjárfestingar og lítið aflögu til uppbyggingar á þjónustu. íbúar Bíldudals og dreifbýlishreppanna telja að stjórnsýsla sveitarfélagsins hafi þjappast of mikið saman á Patreksfirði. Óánægju með sameininguna er einkum að finna á Bíldudal en þar er andstaða við hana mjög almenn, nú 8 árum eftir samein- ingu. Lokun þjónustuskrifstofu á Bíldudal hafði neikvæð áhrif á einingu um sveitarfélagið en aftur hefur verið horfið til þess að koma þar upp stöðu þjónustufulltrúa. Viðhorf íbúa í sameinuðum sveitarfélögum til árangurs af sameiningu eru nokk- uð mismunandi eftir svæðum. Myndin er úr Snæfellsbæ. Borgarfjarðarsveit Borgarfjarðarsveit var sameinuð úr fjórum sveitarfélögum árið 1998. íbúar fyrrum Hálsahrepps og Reykholtsdalshrepps telja þjónustu ekki fyllilega sambærilega í öllu sveitarfélaginu. Þeir upplifa þó ekki miklar breytingar enda var félagsþjónustan orðin sameiginlegt verkefni áður en sameining gömlu sveitarfélaganna kom til. Sambærileg viðhorf er að finna til skólamála en lítil breyting hefur orðið í þeim málafiokki eftir sameininguna. Tekjur sveitarfélagsins hækkuðu við sameininguna og munar þar mestu um aukin framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfé- laga. Útgjöld til félagsþjónustu og fræðslumála hafa hækkað en kostnaður vegna yfirstjórnunar lækkað. Hér ber þó að hafa í huga að Jöfnunarsjóður greiðir hluta kostnaðar við yfirstjórn fyrsta kjör- tímabilið. Til þessa hefur Borgarfjarðar- sveit lítil afskipti haft af atvinnumálum. Samdráttur hefur verið í atvinnu og fólks- fækkun nokkur. Ákveðin breyting hefur orðið í samsetningu atvinnulífs og hefur vægi þjónustugreina aukist á kostnað land- búnaðar. Sóknarfæri gætu þó skapasttil uppbyggingar, meðal annars vegna greiðari samgangna við höfuðborgarsvæðið. íbúar efri hluta Borgarfjarðarsveitar, fyrrum Háls- og Reyk- holtsdalshrepps, telja aðgang að fulltrúum sveitarfélagsins og möguleika til að hafa áhrif á gang mála fremur hafa versnað eftir sameiningu. í neðri sveitunum, Lundareykjadal ogAndakíl, eru skoðanir nokkuð skiptar en góð samstaða ríkir um staðsetningu skrifstofu sveitarfélagsins í Reykholti. Tekjur Borgarfjarðarsveitar hækkuðu við sameininguna og munar þar mestu um aukin framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Sveitarfélagið Skagafjörður 12

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.