Sveitarstjórnarmál - 01.05.2002, Síða 17
an mig sem dæmi þá skrepp ég oft heim í
mat í hádeginu," segir Kristinn sem býr f
Ólafsvík en starfar á Hellissandi. „Þetta er
mun fljótfarnara en oft er á milli hverfa í
Reykjavík."
Rígurinn er horfinn
Kristinn segir það engum vafa undirorpið
að samgöngubæturnar hafi skapað farveg-
inn fyrir sameiningu sveitarfélaganna.
Áður fyrr hafi tæpast þekkst að fólk stund-
aði atvinnu utan sinnar nánustu heima-
byggðar. Ólsarar og Sandarar hafi ekki far-
ið hver yfir í annars byggð til þess að
sækja vinnu. Raunar hafi verið talsverður
rígur á milli þessara byggðarlaga sem að
einhverjum hluta hafi átt rætur í sam-
gönguleysinu. Kristinn segir þennan ríg
nær algerlega horfinn og eigi það mikinn
þátt í því hvernig byggðirnar hafi náð að
starfa saman í einu sveitarfélagi. „Fólk
hefur gert sér grein fyrir því að þetta er eitt
byggðarlag og eitt atvinnusvæði og að
mun auðveldara er að efla atvinnu- og
mannlíf þegar gömlu byggðirnar
standa saman." Kristinn segir nei-
kvæð áhrif sameiningarinnar hverf-
andi. íbúar Ólafsvíkur hafi verið mis-
jafnlega sáttir við þá ákvörðun að
staðsetja bæjarskrifstofurnar á Hell-
issandi og komi það fram í könnun
sem Rannsóknastofnun Háskólans á
Akureyri hafi gert á áhrifum samein-
ingarinnar. Flestir séu þó búnir að átta
sig á því að þetta skipti engu máli.
Vegalengdirnar séu svo litlar auk þess
sem fólk eigi ekki oft erindi á bæjar-
skrifstofuna. Flestir greiði gjöld sín í
gegnum banka svo dæmi sé tekið. „Ég
held að flestir þeirra sem eiga erindi
við okkur hér á bæjarskrifstofunum
þurfi að hitta byggingafulltrúann."
Húsnæðisskortur er stærsta
vandamálið
Þessi orð Kristins rifjuðust upp fyrir tíð-
indamanni þegar hann skömmu síðar fór
um byggðirnar á Hellissandi, Rifi og
Ólafsvík. Nokkur íbúðarhús eru í bygg-
ingu og nú er verið að skoða möguleika á
að reisa íbúðir fyrir eldri borgara. Kristinn
Við íþróttavöllinn á Hellissandi. Völlurinn verður nothæfur tveimur til þremur vikum fyrr á vorin en völlur-
inn f Ólafsvík vegna þess að sá fyrrnefndi stendur á hrauni og vatn á greiðan aðgang niður í jörðina.
íþróttaáhugi er mikill sem meðal annars má sjá af því að fimm mínútum eftir að Kristinn bæjarstjóri ók í
átt að vellinum ásamt tíðindamanni Sveitarstjórnarmála voru íþróttaáhugamenn komnir á eftir honum á
jeppum sínum. Frá vinstri: Kristinn jónasson bæjarstjóri; Hjálmar Kristjánsson, framkvæmdastjóri á Rifi, og
Viðar Gylfason íþróttakennari. „Manni er veitt athygli. Þeir héldu að nú ætti að fara að gera eitthvað,"
sagði Kristinn við tíðindamann þegar þeir voru á braut.
bæjarstjóri segir húsnæðisskort stærsta
vandamálið og hamli hann því að fólk
geti flust til bæjarins. Þetta kemur best
fram þegar litið er á verð íbúða en það
hefur hækkað mikið að undanförnu.
Kristinn segir íbúðaverð í Snæfellsbæ hafa
hækkað úr um 45 þúsund krónum á fer-
metra í allt að 70 þúsund krónur á
nokkrum árum. „Okkur vantar bæði íbúð-
arhúsnæði til sölu á almennum markaði
og einnig leiguhúsnæði," sagði Kristinn
eftir að við höfðum rætt við smiði sem
voru að vinna að nýbyggingu í brekkunni
í Ólafsvík.
„Ég verð að taka niður húfuna," sagði einn hinna þriggja glað-
beittu húsasmiða, sem voru við vinnu sína í Ólafsvík en þar er
nú mikill skortur á húsnæði.
Ferðaþjónusta í framtíðinni
Kristinn Jónasson segiröll skilyrði til þess
að íbúum Snæfellsbæjar fjölgi á næstu
árum. Annars vegar vegna þeirrar gullkistu
sem Breiðafjörður er og möguleikanna til
þess að selja ferskan fisk á mörkuðum í
Evrópu. Hinn möguleikinn liggi í stórauk-
inni ferðaþjónustu. „Snæfellsnesið hefur
alltaf verið vinsælt til ferðalaga og með
miklum samgöngubótum hafa þessir
möguleikar gjörbreyst til hins betra." Ný-
byggð hótel eru bæði í Ólafsvík og á Hell-
issandi. Hótelið í Ólafsvík er opið allt árið
en hótelið á HelIissandi verður opið frá
því í maí og fram í september að minnsta
kosti til að byrja með. Þá er rekin gisti-
þjónusta á Arnarstapa og Hellnum auk
bændagistinga á mörgum sveitabæjum í
bæjarfélaginu.
Eitthvert glæsilegasta félagsheimili
landsins er að finna í Ólafsvík. Húsið var
byggt fyrir 15 árum og tekur allt að 500
manns í sæti. Þar er einnig að finna nýtt
og glæsilegt 2.400 fermetra íþróttahús
auk félagsheimila á Hellissandi, Arn-
arstapa og Lýsuhóli. íbúar Snæfells-
bæjar búa því að góðri aðstöðu að
þessu leyti auk þess sem þessi mann-
virki geta nýst ferðaþjónustunni með
ýmsu móti.
Hugarfarið og umræðan
mikilvæg
Kristinn Jónasson bæjarstjóri hefur
ákveðnar skoðanir þegar rætt er um
hvað sé nauðsynlegast fyrir byggð á
borð við Snæfellsbæ. „Hugarfarið og
umræðan," svarar hann að bragði
þegar hann er inntur eftir því. Jákvætt
hugarfar fbúanna sé byggðinni ákaflega
mikilvægt og einnig sú umræða sem fer
fram. „Það er mjög mikilvægt að fréttir frá
byggðarlaginu séu á jákvæðum nótum.
Ekkert er hættulegra en þegar neikvæð
umræða breiðist út. Hún grefur undan
samstöðunni og áhuganum á að byggja og
bæta og hún gefur einnig mjög neikvæða
mynd af viðkomandi bæjarfélagi eða bú-
svæði út í samfélagið."
----- 17