Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.05.2002, Síða 20

Sveitarstjórnarmál - 01.05.2002, Síða 20
Snæfellsbær Tilkoma framhaldsskóla nauðsyn „Það er ekkert leyndarmál að við erum að missa fólk í burt vegna þess að ekkert framhaldsnám er fyrir ungmennin, “ segir Kristinn lónasson bæjarstjóri í Snæfellsbæ. í gnægtum Snæfellsbæjar blasir einn vandi við. Hann er sá að ungmenni verða að fara í burtu til þess að sækja nám þeg- ar grunnskóla lýkur. Til þess að bregðast við mesta vandanum hefur verið gripið til þess ráðs að kenna námsefni fyrsta árs framhaldsskólanna heima og hefur Fjöl- brautaskóli Vesturlands séð um fram- kvæmd og skipulagningu námsins. Nú er unnið að því ásamt öðrum sveitarfélögum á Snæfellsnesi að koma upp framhalds- skóla á Nesinu. Ætlunin er að staðsetja hann f Grundarfirði, sem er miðsvæðis á milli Snæfellsbæjar og Stykkishólms. Með því móti er hagkvæmast að aka nemend- um til og frá skóla á hverjum degi. Heilu fjölskyldurnar fara Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæfells- bæ, segir þetta mál hafa verið á borði Björns Bjarnasonar, fyrrverandi mennta- málaráðherra, og eftirmaður hans, Tómas Ingi Olrich, hafi tekið mjög vel í að halda því áfram. Kristinn segir að ef þær hug- myndir, sem nú er unnið eftir nái fram að ganga verði framhaldsskólinn að veruleika haustið 2003. Þetta sé afar brýnt hags- munamál. Ekki einvörðungu fyrir Snæ- fellsbæ heldur einnig aðrar byggðir á Nes- inu. „Það er ekkert leyndarmál að við erum að missa fólk í burt vegna þess að ekkert framhaldsnám er fyrir ungmennin. Margir foreldrar hugsa sig um þegar kem- ur að þessum tímamótum og það endar stundum með því að öll fjölskyldan flytur burt til þeirra staða þar sem framhaldsnám er í boði." Kristinn segir að ungmenni úr Snæfellsbæ sæki framhaldsnám helst til þriggja staða, Reykjavíkur, Akraness og Akureyrar. „Þetta er óþolandi staða og til- koma framhaldsskóla er mikil nauðsyn ef við eigum að viðhalda og efla byggð hér á Snæfellsnesi. Oft koma þessir krakkar ekki til baka og verst er að missa heilu fjöl- skyldurnar í burtu. Tilkoma framhaldsskóla er næsta stóra málið sem við þurfum að vinna að í samvinnu við nágrannabæjarfé- lögin og ríkið." Vantar þig aðstoð? Við tökum að okkur textavinnslu, fréttaþjónustu, vefþjónustu, prófarkalestur, þýðingar, ársskýrslugerð, útgáfu bæklinga og fréttabréfa, ráðstefnur og margt fleira. Fremri kynningarþjónusta Furuvöllum 13 • 600 Akureyri Sími 461 3666 • Fax 461 3667 fremri@fremri.is i___________________________________i 20

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.