Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.05.2002, Page 23

Sveitarstjórnarmál - 01.05.2002, Page 23
Meðal nýmæla í breyttum lögum er að félagsmálaráðherra verður heimilt að aflétta kaupskyldu sveitarfélaga af félagslegum eignaríbúðum óski sveitarfélag þess. áður var. Með afnámi kaupskyldunnar er komið til móts við sjónarmið sveitarstjórnarmanna og eigenda félagslegra eignaríbúða. 6. Af öllum félagslegum íbúðabyggingum var greitt 1% af byggingarkostnaði ÍTryggingarsjóð vegna byggingargalla sem varðveittur var í Byggingarsjóði verkamanna. Sá sjóður var lagður niður með lögum nr 44/1998 og framlög sem sveitarfélögin höfðu greitt til hans látin renna til varasjóðs viðbótarlána, sem jafnframt tók við því hlutverki að bæta byggingargalla á íbúðum sem sveitarfélögin höfðu byggt. Nú er heimilt að ráðstafa árlega, næstu fimm ár, 60 milljón- um króna af þeim fjármunum til að fjármagna þau verkefni varasjóðs húsnæðismála sem snúa að sveitarfélögunum. Fjármögnun tryggð í fimm ár Með nýsamþykktri breytingu á lögum um húsnæðismál eru tekin upp nýmæli og breytingar sem allar lúta að því að koma til móts við vanda sveitarfélaga vegna félagslegra íbúða. Með samkomu- lagi ríkisins og sambandsins er jafnframt tryggt að næstu fimm ár verður samtals 700 milljónum króna varið til þess verkefnis. Hlutdeild allra sveitarfélaga í landinu í þeirri fjármögnun verður árlega 20 milljónir króna eða samtals 100 milljónir á fimm árum. Auk þess er íbúðaslánasjóði heimilt á næstu fimm árum að af- skrifa allt að 200 milljónir króna af lánum sem hvíla á íbúðum sem ákveðið verður að rífa, gegn jafn háu framlagi sveitarfélaga. Spor í rétta átt Flestir þeir sveitarstjórnarmenn sem kynnt hafa sér nýgerðar breytingar á lögum um húsnæðismál eru samdóma um að þær feli í sér jákvæðar breytingar fyrir sveitarfélögin. Þar er eytt þeirri óvissu sem verið hefur um fjármögnun þessa verkefnis undanfarin ár og hún nú tryggð næstu fimm árin. Fulltrúar sam- bandsins í viðræðum þess við ríkið, um vanda sveitarfélaga vegna félagslegra íbúða, hefðu viljað að ríkið tæki meiri þátt í fjármögnun þessa verkefnis. Þetta er hins vegar niðurstaðan eftir langa og stranga vinnu og afar fáum sveitarstjórnarmönnum blandast hugur um að hún er sveitarfélögunum hagfelld, svo langt sem hún nær, og veruleg framför frá því ástandi sem ríkti fyrir breytingu laganna Orkuveita Reykjavíkur 23

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.