Sveitarstjórnarmál - 01.05.2002, Side 24
Sveitastjórnarkosningar
Einn listi án kvenna
Elsti frambjóðandinn í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum var 92 ára. Þrír höfðu náð níræðisaldri,
þrír eru átján ára. Konur voru í meirihluta á aðeins 11 listum.
Samkvæmt samantekt félagsmálaráðu-
neytisins á kosningavefnum www.kosning-
ar2002.is voru boðnir fram 182 listar í ný-
afstöðnum sveitarstjórnarkosningum. Sjálf-
stæðisflokkurinn bauð fram lista á flestum
stöðum, eða í 37 sveitarfélögum, næstur
kom Framsóknarflokkurinn sem bauð fram
sérstakan lista í 30 sveitarfélögum,Sam-
fylkingin í tíu, Vinstri hreyfingin - grænt
framboð í átta sveitarfélögum og Frjáls-
lyndi flokkurinn í þremur. í nokkrum sveit-
arfélögum var sjálfkjörið þar sem aðeins
einn listi var borinn fram en flestir urðu
listarnir í Reykjavík og ísafjarðarbæ, eða
sex.
Á framboðslistum fyrir kosningarnar nú
voru 2.714 manns eða tæplega einn af
hverjum hundrað íslendingum. Rétt tæp-
lega sex frambjóðendur af hverjum tíu
voru karlar en fjórir af hverjum tíu voru
konur. Konum hefur heldur fjölgað á fram-
boðslistum frá þvf í kosningunum 1998,
þegar þær voru 38 af hverjum hundrað
frambjóðendum.
Jafnræði á 44 listum
f tölfræði yfir þrjú efstu sæti allra lista
kemur í Ijós að karlar eru í fyrsta sæti á
átta af hverjum tíu listum, eða samtals
146 listum en konur á 36 listum. Konur
eru í öðru sæti á 76 listum en karlar á
106. Hlutfallið er síðan heldur lakara hjá
konunum í þriðja sæti listanna en þar sátu
67 konur en 115 karlmenn. Á 44 listum
voru jafnmargir frambjóðendur af hvoru
kyni, karlar voru í meirihluta á 127 listum
en konur á 11 listum. Á einum lista var
engin kona í framboði. Ekkert kjördæmi
sker sig sérstaklega úr í þátttöku kvenna
en þó eru hlutfallslega fæstar konur í
framboði á Austurlandi en mest er þátt-
taka kvenna á höfuðborgarsvæðinu.
Sá elsti 92 ára
í samantekt félagsmálaráðuneytisins er
enn fremur örlítill fróðleikur um aldur
frambjóðenda. Sá elsti á lista nú er 92 ára
en þrír frambjóðendur höfðu náð níræðis-
aldri. Þrír frambjóðendur eru 18 ára.
Meðalaldur frambjóðenda var 43 ár.
Sveitarstjórnarmönnum fækkaði um 99
Með kosningum í nýlega sameinuðum sveitarfélögum og með breytingum á samþykktum sveitarfélaga
sem urðu til við sameiningar á árunum 1990-1998 hefur sveitarstjórnarmönnum fækkað um 99 á fjórum
árum.
Eftir almennar kosningar til sveitarstjórna í
maí 1998 voru kjörnir fulltrúar í sveitar-
stjórnum 756 í 124 sveitarfélögum en eftir
kosningarnar nú eru þeir 657 í 105 sveit-
arfélögum. Við þessar breytingar hefur
fjölgað í hverri sveitarstjórn að meðaltali
úr 6,1 í 6,3.
Mesta breytingin verður við þær
sameiningar sveitarfélaga sem sam-
þykktar hafa verið undanfarna mán-
uði en einnig voru samþykktar
breytingar á fjölda kjörinna fulltrúa
í allmörgum sveitarfélögum sem
áður höfðu orðið til við sameiningu.
Fækkar við sameiningu
í Fjarðabyggð og Sveitarfélaginu
Skagafirði fækkaði fulltrúum í sveit-
arstjórn úr 11 í 9 og úr 11 í 7 í
Sveitarfélaginu Hornafirði. Þá var
fulltrúum í sveitarstjórnum Austur-
Héraðs og Vesturbyggðar fækkað úr
9 í 7 en úr 7 í 5 í Djúpavogshreppi,
Mýrdalshreppi og Norður-Héraði.
Þessi sveitarfélög eiga það sameiginlegt að
hafa orðið til við sameiningu sveitarfélaga
á árunum 1990-1998. Með framantöldum
breytingum fækkaði sveitarstjórnarmönn-
um um átján.
Sameiningar sveitarfélaga nú nýlega
leiða hins vegar til öllu meiri fækkunar
sveitarstjórnarmanna en þær breytingar
sem gerðar hafa verið í framangreindum
sveitarfélögum. í nýafstöðnum sveitar-
stjórnarkosningum var kosið til nýrrar
sveitarstjórnar í níu sameinuðum sveitarfé-
lögum sem urðu til við samein-
ingu 26 sveitarfélaga. Þessu til við-
bótar tók ein sameining sveitarfé-
laga gildi á kjörtímabilinu, þegar
Glæsibæjarhreppur, Skriðuhreppur
og Öxnadalshreppur sameinuðust
undir nafni Hörgárbyggðar. í þeim
29 sveitarfélögum sem „hverfa" í
sameiningum á kjörtfmabilinu
voru kjörnir fulltrúar í sveitar-
stjórnum 151 en verða 72 og hef-
ur þeim því fækkað um 79.
Jafnframt fækkun sveitarstjórn-
armanna fjölgar þeim íbúum sem
eru á bak við hvern fulltrúa. Eftir
kosningarnar 1998 voru 360 íbúar
á hvern sveitarstjórnarmann en
þeir eru nú 434.
Með sameiningu Ljósavatnshrepps, Bárðdælahrepps, Hálshrepps og
Reykdælahrepps í Suður-Þingeyjarsýslu fækkar sveitarstjórnarmönnum á
því svæði verulega. Myndin er frá gróðursetningu við Stórutjarnaskóla í
Ljósavatnshreppi.
24 -----