Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.05.2002, Qupperneq 27

Sveitarstjórnarmál - 01.05.2002, Qupperneq 27
sveitarfélags, svo sem kennslustörf, skóla- stjórastarf, eldhússtörf, ræstingastörf, hús- varðarstarf, skrifstofustörf og gæslustörf. í álitum félagsmálaráðuneytisins hefur kom- ið fram sú skýring á 42. gr. sveitarstjórnar- laga að hún gildi hvort sem um er að ræða aðalfulltrúa eða varafulltrúa í nefnd og að reglan eigi jafnt við um þá sem sinna starfi í fullu eða takmörkuðu starfs- hlutfalli. Óljóst er hvenær ákvæði 42. gr. sveit- arstjórnarlaga getur haft í för með sér al- mennt vanhæfi til setu í byggðarráði. Þrátt fyrir að byggðarráði séu falin ýmis verk- efni samkvæmt samþykktum um stjórn sveitarfélaga kemur meginhlutverk þeirra fram í 39. gr. sveitarstjórnarlaga. Með hliðsjón af ákvæði 39. gr. sveitarstjórnar- laga um hlutverk byggðarráðs við fjármál sveitarfélags teljast starfsmenn sveitarfé- lags á fjármálasviði þess einna helst al- mennt vanhæfir til að eiga sæti í byggðar- ráði skv. 42. gr. sveitarstjórnarlaga. Stjórnsýslan verður skilvirkari Vafi er um hvort einstaklingur getur talist almennt vanhæfur við kosningu í nefndir í öðrum tilvikum en 42. gr. sveitarstjórnar- laga kveður á um og þá hvort áðurnefnd óskráð regla um neikvætt hæfi gildi. Af ummælum í greinargerð með frumvarpi því sem varð að sveitarstjórnarlögum 45/1998 og í öðrum gögnum er ekki sér- stök afstaða tekin til þessa. Það virðist því ekki vera hægt að útiloka að óskráða regl- an um almennt vanhæfi gildi í sveitar- stjórnarrétti þegar 42. gr. sveitarstjórnar- laga sleppir. Þessi niðurstaða sækir einnig nokkurn stuðning í álit félagsmálaráðu- neytisins. Við beitingu óskráðu reglunnar um almennt vanhæfi verður að horfa til reglu 19. gr. sveitarstjórnarlaga um sér- stakt vanhæfi. Þannig gæti til dæmis maki skólastjóra almennt talist vanhæfur til að eiga sæti í skólanefnd vegna 1. mgr. 19. gr. sveitarstjórnarlaga um það hvernig náin fjölskyldutengsl leiða til vanhæfis. Margir gætu talið þessa niðurstöðu eðli- lega enda er Ijóst að nefndarmaðurinn yrði mjög oft að víkja af fundi vegna sér- staks vanhæfis. Ekki verður fullyrt um hvort óskráða reglan um almennt vanhæfi gildi, en hins vegar er óumdeilt að kosn- ing í nefndir í samræmi við grunnsjónar- mið reglunnar hefur þau áhrif að nefndar- menn verða sjaldnar vanhæfir við með- ferð einstakra mála og stjórnsýsla sveitar- félagsins verður því skilvirkari. Mikil umræða um úrskurði Óbyggðanefndar Úrskurðir Óbyggðanefndar í málum nr. 1-7/2000 voru kveðnir upp þann 21. mars síðastliðinn. Úrskurðirnir ásamt greinargerðum og fylgiskjölum eru gríðarmiklir vöxtum eða samtals 1.626 blaðsíður. Mikil umræða hefur sprottið í kjölfar uppkvaðningar úrskurða Óbyggðanefnd- ar en eins og gefur að skilja eru óbyggða- og þjóðlendumál mjög um- fangsmikil og margar hliðar sem ber að skoða. Hlutverk Óbyggðanefndarinnar sam- kvæmt þjóðlendulögunum er að kanna og skera úr um hvaða land telst til þjóð- lendna og hver séu mörk þeirra og eign- arlanda; að skera úr um mörk þess hluta þjóðlendu sem nýttur er sem afréttur; og að úrskurða um eignarréttindi innan þjóðlendna. í bráðabirgðaákvæði sveit- arstjórnarlaga eru Óbyggðanefndinni einnig fengin tiltekin verkefni við að skipta landinu í sveitarfélög, það er að kveða á um hvernig þjóðlendu, sem ekki telst afréttur, skuli skipað innan staðar- marka sveitarfélaga; að skera úr ágrein- ingi um skipan afrétta innan staðarmarka sveitarfélaga þegar íbúar fleiri en eins sveitarfélags eiga upprekstrarrétt í afrétt; og að skera úr ágreiningi um skipan eignarlands innan staðarmarka sveitarfé- laga. Þjóðlenda er samkvæmt skilgrein- ingu laganna „landsvæði utan eignar- landa þó að einstaklingar eða lögaðilar kunni að eiga þar takmörkuð eignarrétt- indi." Ráðstefna um úrskurð óbyggðanefndar Um miðjan maí stóð Samband íslenskra sveitarfélaga fyrir fundi um þjóðlendur, með undirtitlinum Fyrsti úrskurður óbyggðanefndar, viðbrögð einkaaðila og sveitarfélaga. Á ráðstefnunni fjallaði Þorgeir Örlygs- son, ráðuneytisstjóri í iðnaðar- og við- skiptaráðuneytinu, um lögin um þjóð- lendur, aðdraganda þeirra, markmið og niðurstöðu fyrsta úrskurðar þjóðlendu- nefndarinnar. Þá ræddi Ólafur Björnsson hrl. um hagsmuni einkaaðila og sveitar- félaga og kröfur þeirra fyrir nefndinni. Már Pétursson hrl. fjallaði um viðbrögð einkaaðila við fyrsta úrskurðinum, Sveinn A. Sæland, oddviti Biskups- tungnahrepps, sagði frá viðbrögðum sveitarfélaga, en fyrsti úrskurður þjóð- lendunefndarinnar tók einmitt til upp- sveita og afrétta í Árnessýslu. Nánar verður sagt frá umræðum og erindum á fundinum í júníblaði Sveitar- stjórnarmála. Úrskurði Óbyggðanefndar og aðrar upplýsingar um hana er að finna á heimasíðu nefndarinnar, www.obyggd.stjr.is. 27

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.