Sveitarstjórnarmál - 06.03.2009, Síða 7
Umhverfismál
Suðvesturlandi 2009-2020:
- ný hugsun
Frá fundi verkefnisstjórnar, talið frá vinstri: Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu bs., sem vann með
verkefnisstjórninni;, Ögmundur Einarsson, formaður verkefnisstjórnar, Hrefna B. Jónsdóttir frá Sorpurðun
Vesturlands, Guðmundur Tryggvi Ólafsson frá Sorpstöð Suðurlands, Herdís Sigurjónsdóttir frá Sorpu og Aron
Jóhannsson frá Sorpeyðingarstöð Suðurnesja sem sat fundinn í fjarveru Guðjóns Guðmundssonar.
Svæðisáætlun sorpsamlaga á
Nýjar leiðir
Sorpsamlög sveitarfélaganna á Suðvesturlandi
hafa gert tillögu að endurskoðun á svæðis-
áætlun til ársins 2020 þar sem stefnt er að
því að þá verði engin Iffræn eða brennanleg
efni urðuð á starfssvæði samlaganna. Náist
þessi markmið verða kaflaskil f umhverfis-
málum á svæðinu sem spannar 34 sveitarfé-
lög og um 80% þjóðarinnar búa. Sveitar-
stjórnir á svæðinu munu fá áætlunina til
afgreiðslu nú f marsmánuði.
Endurskoðun á svæðisáætlun um með-
höndlun úrgangs sveitarfélaga frá Gils-
fjarðarbotni í vestri að Markarfljóti í austri
hófst sfðla árs 2007 og var gengið frá drögum
að endurskoðun hennar ( janúar 2009.
Áætlunin fellur undir lög um umhverfismat
og er hún því í lögboðnu ferli hvað það
varðar. Sérstök verkefnisstjórn á vegum
stjórna Sorpu bs., Sorpstöðvar Suðurlands
bs., Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja sf. og
Sorpurðunar Vesturlands hf. hefur unnið að
málinu og má fullyrða að tillögur hennar
marki viss þáttaskil.
Það er mat verkefnisstjórnarinnar að með
samstilltum aðgerðum megi ná verulegum
árangri í því að auka endurnýtingu og draga
úr urðun úrgangs. Jafnframt er áhersla lögð
á að mestri hagkvæmni megi ná (þessu starfi
með því að sorpsamlögin starfi náið saman
að aðgerðum.
Blönduð lausn
Tillögurnar sem nú liggja fyrir fela í sér
blandaða lausn. Stefnt er að því að draga úr
myndun úrgangs í starfsemi sveitarfélaganna
á svæðinu, auka endurnýtingu og endur-
notkun en meðhöndla lífrænan úrgang með
umhverfisvænum gas- og jarðgerðarstöðv-
um. Jafnframt felur stefnan í sér að brenni
(fast eldsneyti) verði framleitt til að nýta orku
I stað innflutts jarðefnaeldsneytis.
Aðalráðgjafi verkefnisstjórnarinnar var
verkfræðistofan Mannvit hf. en sænska fyrir-
tækið WSP var fengið til að bera saman um-
hverfisáhrif mismunandi aðferða með vist-
ferilsgreiningu, einkum hvað varðar losun
gróðurhúsalofttegunda og hins vegar land-
notkunarþörf. Niðurstaða sænsku sérfræð-
inganna var sú að sem mest endurvinnsla
væri langhagstæðust en þar á eftir kæmi
framleiðsla á gasi og brenni.
Dregið úr urðun
( svæðisáætluninni er áhersla lögð á sam-
hæfingu við meðhöndlun úrgangs af svæðinu
öllu. Kröfur um að draga úr urðun lífræns
úrgangs og nýjar reglur um urðunarstaði sem
taka gildi 2009, kalla á að sveitarfélög og
sorpsamlög taki höndum saman um hag-
kvæmustu leiðir við meðhöndlun úrgangs,
sem gætu falist í meira samstarfi og hag-
kvæmni stærðar.
Verkefnisstjórnin vekur athygli á því að
möguleikar sveitarfélaga til að hafa áhrif á
magn úrgangs eru mjög takmarkaðir fyrir
utan ráðstafanir varðandi eigin rekstur. Stefnt
er að því að setja í gang vinnu til að greina
möguleika sveitarfélaga á þessu sviði.
Magn lífræns úrgangs sem fer til urðunar
er undir viðmiðunarmörkum fram til 2013 en
eftir það þurfa að koma til nýjar leiðir til að
draga úr urðun hans. Verkefnisstjórn leggur
til að urðunarstaðir ( Álfsnesi, að Fíflholtum
og Strönd verði opnir áfram og þannig full-
nýtt það land sem þegar hefur verið tekið til
þessarar notkunar.
Markvissar aðgerðir
Helstu tillögur verkefnisstjórnar um aðgerðir
næstu ár eru þessar:
• Umflokkunar- og umhleðslustöðvar verði byggð-
ar
• Tilrauna gasvinnslustöð verði reist sem fyrst í
Álfsnesi
• Jarðgerðarstöðvar byggðar ef hagkvæmt reynist
• Könnuð verður hagkvæmni þess að framleiða
brenni til orkuframleiðslu
• Jarðvegstippum breytt (vinnslusvæði fyrir nýtan-
leg jarðefni
• Sveitarfélög leiti leiða til að hafa áhrif á magn
úrgangs f eigin fyrirtækjum og stofnunum
• Unnið að samræmingu samþykkta, fyrirkomulagi
sorphirðu o.fl.
• Stofnuð verði sérstök samstarfsnefnd vegna
svæðisáætlunarinnar
Samstilltur hópur
í verkefnisstjórn Sameiginlegrar svæðisáætl-
unar um meðhöndlun úrgangs 2009-2020
sátu þau Ögmundur Einarsson og Herdís Sig-
urjónsdóttir frá Sorpu bs„ Guðmundur T.
Ólafsson frá Sorpstöð Suðurlands bs„ Guð-
jón Guðmundsson frá Sorpeyðingarstöð Suð-
urnesja sf. og Hrefna B. Jónsdóttir frá Sorp-
urðun Vesturlands hf. Björn H. Halldórsson,
framkvæmdastjóri Sorpu bs„ vann með verk-
efnisstjórninni.
Tillögur verkefnisstjórnar að endurskoð-
aðri áætlun ásamt umhverfismatsskýrslu er
að finna á vefsíðunni www.samlausn.is
<$>
TÖLVUMIÐLUN
www.h3.is
7