Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 06.03.2009, Side 13

Sveitarstjórnarmál - 06.03.2009, Side 13
að ræða. „Við höfum byggt upp góðan skóla og íþróttamannvirki. Krakkarnir geta labbað í skólann og annað sem þau þurfa að fara dags daglega. Jafnvel út á golfvöll. Hér er hægt að koma með börnin hálfátta á morgnana og þau geta verið í skólanum til rúmlega fimm á daginn þar sem þau fá mat, gæslu, aðstoð við heimanám auk tónlist- arkennslu og Iþróttaiðkunar. Þannig geta þau verið búin með öll verkefni dagsins þegar þau koma heim og átt kvöldið með fjöl- skyldum sínum." Nauðsynlegt að nýta fjármagnið sem best „Við afgreiddum fjárhagsáætlun fyrir Ölfusið skömmu eftir jól. Hún miðast við að sveitar- félagið verði ekki í beinum framkvæmdum á þessu ári. Við höfum framkvæmt mikið að undanförnu og áform um að hægja þar á voru komin fram áður en dró til hins verra i efnahagsmálum þjóðarinnar. En við erum að vinna að ákveðnu viðhaldi og höfum verið að bæta í þjónustuna," segir Ólafur Áki þegar talið berst að hinu sígilda umtalsefni sveit- arstjórnarmanna. „Við höfum lækkað leikskólagjöld og nú er frítt I leikskólann frá kl. 08 til 10 á morgn- ana. Það hefur líka verið frítt í sund frá áramótum. Við höfum ekki farið út I að stokka stofnanir sveitarfélagsins upp eða lagt út í lækkun launa. Við höfum engu að síður brýnt fyrir öllum að fara vel með og það á jafnt við hvort sem um gott eða slæmt ár- ferði er að ræða. Öllum er nauðsynlegt að nýta fjármagnið sem best og það þarf að hafa í huga við gerð hverrar fjárhagsáætl- unar. Við höldum okkar striki þótt við höfum hægt á framkvæmdum um sinn. Næsta verk- efni okkar er að bæta leikskólann. Það er verið að hanna þær breytíngar og þegar rofar til I efnahagsmálum þá förum við i það verk,." segir Ólafur Áki Ragnarsson bæjarstjóri. Reykjavíkurborg Austurhöfn tekin við tónlistarhúsinu Ákveðið hefur verið að halda áfram framkvæmdum við Tónlistar- og ráðstefnuhúsið sem er (byggingu við Reykjavíkurhöfn en framkvæmd- ir við það stöðvuðust I kjölfar bankahrunsins. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra og Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri undir- rituðu fyrir skömmu viljayfirlýsingu um áframhaldandi framkvæmdir við Tónlistarhúsið og ráðstefnumiðstöð við Austurhöfnina í Reykjavík. Félagið Austurhöfn-TR ehf., sem er í eigu ríkis og borgar, mun taka verkefnið yfir. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum við húsið Ijúki á árinu 2011 en það er um einu ári síðar en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir. Kostnaður við að Ijúka byggingunni er áætlaður um 13,3 milljarðar króna og gert er ráð fyrir að allt að 600 störf skapist vegna fram- kvæmdarinnar og allt að helmingur þeirra verði á verkstaðnum. Allar áætlanir miðast við að ekki þurfi að koma til aukin opinber framlög frá því sem ákveðið var á árinu 2004 þegar framkvæmdir og rekstur tónlistarhúss og ráðstefnumiðstöðvar voru boðin út. Á blaðamannafundi, sem haldinn var (tilefni af undirritun viljayfir- lýsingarinnar, sagði Stefán Hermannsson, framkvæmdastjóri Austur- hafnar, að Landsbankinn muni annast fjármögnum verksins og væru samningar við bankann á lokastigi. Þótt Austurhöfn-TR ehf. leysi til sín byggingu mannvirkisins er gert ráð fyrir að um tímabundna ráðstöfun verði að ræða. Austurhöfn-TR ehf. og dótturfélög þess munu vinna að heildaruppbyggingu alls svæðisins með það að markmiði að tryggja rekstrargrundvöll tónlistar- og ráðstefnuhússins og að öflug ferðaþjónusta og önnur atvinnustarfsemi geti náð fótfestu á þessu svæði. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra og Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri undirrita viljayfirlýsingu um framhald byggingar Tónlistar- og ráðstefnuhúss i Reykjavik. <%> TÖLVUMIÐLUN www.h3.is 13

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.