Sveitarstjórnarmál - 06.03.2009, Síða 16
Ný byggðastefna
vinnuþróunarfélög og landshlutasamtök sveitarfélaga kæmu þar á
eftir. Þá nefndi hann aðila sem styðja við bakið á nýsköpun; Ný-
sköpunarmiðstöð, Ferðamálaráð og Útflutningsráð. Síðan kæmu
Byggðastofnun, ráðuneyti byggðamála og einstök fagráðuneyti og
samstarf þeirra á milli.
Páll sagði að hlutverk ríkisins í þessu efni væri að veita fjármagn til
ýmissa þróunarverkefna er bætt gætu búsetuskilyrði á landsbyggð-
inni, auk þess sem gæta yrði að sveigjanleika þar sem mið verði tekið
af mismunandi hagsmunum einstakra landshluta. Hann sagði að ein-
nig væri nauðsynlegt að styrkja sveitarfélögin sem stjórnsýslueiningar.
Þess vegna þyrfti að flytja verkefni, ábyrgð, vald og fjármagn frá ríkis-
valdinu til þeirra. Styrkja þurfi atvinnuþróunarfélögin og þau þurfi í
ríkari mæli að verða samstarfsvettvangur og miðstöð þekkingar auk
þess að hafa mannafl og fjármagn til að skapa jákvæða byggðaþróun
heima í héraði.
Flermann Sæmundsson, skrifstofustjóri sveitarstjórnarskrifstofu samgönguráðuneyt-
isins en hann var ráðstefnustjóri og Páll Brynjarsson, sveitarstjóri í Borgarbyggð.
Akureyrarkaupstaður
Metnaðarfullt miðbæjarskipulag
Kynnt hefur verið hugmynd að nýju deili-
skipulagi fyrir miðbæ Akureyrarkaupstaðar.
Hugmyndin er byggð á verðlaunatillögum
sem bárust eftir alþjóðlega hugmyndasam-
keppni fyrir nokkrum árum undir heitinu
Akureyri í öndvegi. Bæjarfélagið keypti nokkr-
ar verðlaunatillagnanna og hafa bæjaryfirvöld
að undanförnu unnið ásamt Graeme Massie
Architects að því að móta hugmyndir úr sam-
keppninni frekar. Sú vinna hefur nú skilað til-
lögu að nýju deiliskipulagi sem íbúar og
atvinnurekendur hafa nú til skoðunar og
umsagnar.
Að lokinni þeirri kynningu sem nú stendur
yfir verður deiliskipulagsvinnunni haldið
áfram og niðurstöður hennar síðan kynntar
með formlegum hætti samkvæmt skipulags-
lögum innan nokkurra vikna. Gera má ráð
fyrir að samþykkt deiliskipulag geti legið fyrir
á vormánuðum þannig hægt verði að hefjast
handa um fyrstu breytingar í miðbænum á
komandi sumri.
Metnaðarfullar tillögur
Markmiðið þeirra hugmynda, sem nú liggja
fyrir er að í miðbænum verði öflugur vett-
vangur mannlífs, menningar og atvinnu-
tækifæra. Tillögurnar þykja mjög metnaðar-
fullar og er þeim ætlað að snúa við blaðinu í
miðbæ Akureyrar samhliða öðrum verk-
efnum sem áætlað er að vinna að.
„Með þessu vilja bæjaryfirvöld skapa ný
tækifæri til vaxtar og eflingar miðbæjarins og
viðhalda og styrkja þau gæði sem gera
Akureyri að einstökum stað," segir f frétt frá
Akureyrarkaupstað.
Gerbreytt bæjarmynd samkvæmt nýja miðbæjarskipulaginu.
SFS
16
TÖLVUMIÐLUN
www.tolvumidlun.is