Sveitarstjórnarmál - 06.03.2009, Page 18
Viðtal mánaðarins
Eigum að I
Guðlaugur G. Sverrisson, stjórnarfor-
maður Orkuveitu Reykjavíkur, segir
samninginn við Norðurál ákaflega
mikilvægan fyrir íslenskt athafnalíf.
Hann kveðst einnig telja að leið íslands
inn á hinn alþjóðlega orkumarkvað verði
í gegnum ráðgjöf og hönnun en ekki
fjárfestingar Orkuveitunnar í verkefnum
um víða veröld.
„Ég tel að eitt af stærri verkefnum Orkuveit-
unnar nú sé að afla orku vegna þessa samn-
ings við Norðurál til fyrirhugaðs álvers í
Helguvík. Samningurinn er í rauninni lykill að
endurreisn íslands, gangi hann eftir. Þessi
samningur mun opna fyrir fjárfestingar er-
lendra aðila hér á landi og að erlendir bankar
hefji á ný lánveitingar hingað sem algerlega
er lokað fyrir í dag. Ég lít því á byggingu
Norðuráls sem lykilverkefni til þess að koma
Islandi aftur af stað."
Mikil sérfræðiþekking
Guðlaugur segir að þó svo að þarna sé um
álver að ræða, beri okkur að líta á að álverið
í Straumsvík hefur skilað okkur 40 góðum
árum sem samstarfsaðili hér á landi. „Það er
ekkert að óttast í þessu efni. Hins vegar er
leiðinlegt að geta ekki dreift kröftunum víðar
vegna þess að við viljum byggja upp fjöl-
breyttari iðnað. En þess ber einnig að gæta
að hér hefur mikil sérfræðiþekking orðið til á
þessu sviði. Álverið í Helguvík mun byggja á
íslenskri hönnun og þekkingu sem við höfum
verið að afla okkur á síðustu 10 til 12 árum.
Þessa þekkingu þurfti áður að kaupa erlendis
frá og síðast er að minnast byggingu álvers
Alcoa á Reyðarfirði þar sem ýmsir aðilar,
bæði innlendir og erlendir, komu að þessum
verkum. í Helguvík er eingöngu um innlenda
aðila að ræða.
Við erum í engri stöðu ( dag til þess að
velja og hafna. Um það snýst málið. Þeir
erlendu aðilar sem höfðu sýnt áhuga á að
koma að verkefnum hér á landi hurfu allir við
bankahrunið. Staðan er gjörbreytt frá því
sem áður var og ef við nýtum ekki þetta
tækifæri sem við eigum þá þurfum við ekkert
að tala um erlendar fjárfestingar hér á næst-
unni. Orkuveita Reykjavikur víll vinna að því
með Reykvikingum og Islendingum að
byggja Island upp aftur. Við þurfum að halda
öllum þeim störfum sem við getum í landinu
ef ekki á illa að fara."
Styð atvinnustefnuna heilshugar
Skipan Guðlaugs í stjórn OR kom mörgum á
óvart en á sér þó sinn aðdraganda. Hann
kveðst hafa haft afskipti af stjórnmálum (
OR fjárfestir fyrir 12,7 milljarða á árinu
Orkuveita Reykjavíkur áformar fjárfestingar sem nema 12,7 milljörðum króna á yfirstandandi
ári. Þetta kom fram á Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins 13. febrúar sl. Stærstur hluti fjárfest-
inganna er í stækkun Hellisheiðarvirkjunar.
Ætlunin er að verja 7,2 milljörðum króna til frekari uppbyggingar Hellisheiðarvirkjunar,
þar á meðal uppbyggingar framleiðslu á heitu vatni og hreinsunar jarðhitagass úr gufunni
frá virkjuninni. Um 600 milljónum verður varið til rannsókna og annars undirbúnings vegna
Hverahllðarvirkjunar og umhverfismats vegna hugsanlegrar nýtingar jarðhita við Gráuhnúka,
spottakorn frá Hellisheiðarvirkjun.
Áætlað er að fjárfesta I Dreifikerfi Orkuveitu Reykjavíkur fyrir um 3,5 milljarða króna á
árinu. Veigamestar verða endurbætur í eldri hverfum Reykjavíkur og fáveituframkvæmdir á
Vesturlandi. Þar er meðal annars um að ræða dælustöðvar í byggðunum við sjávarsíðuna og
lífrænar hreinsistöðvar í byggðakjörnum uppsveitanna.
SFS
18
TÖLVUMIÐLUN
www.tolvumidlun.is