Sveitarstjórnarmál - 06.03.2009, Page 20
Viðtal mánaðarins
vangi borgarmálanna og við erum góðir
félagar, hvort sem er ( pólitíkinni eða annars
staðar. Ég tel það hafa verið afdrifaríka
ákvörðun hjá Óskari að fara aftur ( meirihluta
með sjálfstæðimönnum ( borgarstjórn eftir
að slitnað hafði upp úr fyrsta meirihlutanum
sem myndaður var á þessu kjörtlmabili. En
þessi ákvörðun hans hefur leitt til þess að allt
hefur róast í borginni. Fólk er farið að vinna á
ný eðlilega að málum og borgarstjórn aftur
talin stjórntæk sem tæpast var hægt að segja
á tímabili."
Stjórnarfundir í fjölmiðlum
Eitt af þvl sem leiddi af þessum breytingum
var að Óskar kom að máli við Guðlaug og
óskaði eftir því að hann tæki að sér for-
mennsku I stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.
„Þetta kom mér mjög á óvart en Óskari tókst
að sannfæra mig um að ég ætti heima í
þessu starfi. Við fórum yfir starfsvettvanginn
og hvað þyrfti að leggja áherslu á. Orkuveitan
hafði lengi búið góðu búi en þegar ég kom
til starfa I stjórninni hafði ástandið verið
slæmt eins og fólk þekkir af fréttum slðasta
árs. Það var ekki búið að Ijúka þeim málum
sem tengdust REI og fyrirtækið var án for-
stjóra en starfandi forstjóri sinnti daglegum
rekstri. Þegar ég kom að þessu höfðu stjórn-
arfundir Orkuveitunnar verið að meira og
minna leyti úthverfir I fjölmiðlum og starfs-
fólkið var farið að upplifa að það væri bein-
llnis óþægilegt að vinna hjá Orkuveitunni. Ég
hef einbeitt mér að þvl að koma ró á fyrir-
tækið að innan, hlúa að starfsfólki og koma
málum þannig fyrir að fólki finnist eft-
irsóknarvert að starfa þar eins og á að vera.
Ég held að við höfum náð góðum árangri
og hef ég unnið að því að undanförnu
með nýráðnum forstjóra, Hjörleifi Kvaran,
að koma á ákveðinni formfestu. Við sem
sitjum I stjórn OR I dag erum af heilum hug
að kynna OR sem gott þjónustufyrirtæki fyrir
Reykvíkinga og aðra sem njóta þjónustu
þess."
Eigum að leggja
þekkinguna fram
Guðlaugur segir að REI-málinu svonefnda sé
að Ijúka og Ijóst sé að engin útrás verði leidd
af Orkuveitu Reykjavíkur heldur muni OR
koma að slíkum málum sem þjónustuaðili
eða ráðgjafi. „Við munum ekki stýra útrás-
arverkefnum á fjármálalegum grunni eins og
REI var byggt upp. Við munum aftur á móti
aðstoða með ánægju þá sem vilja stofna
til raforkuframleiðslu eða hitaveitufram-
kvæmda, hvort sem um þróunarþjóðir er að
ræða eða aðra aðila."
Guðlaugur segir að forseti íslands hafi
verið dugmikill við að auglýsa Orkuveituna á
ferðum sínum um heiminn og það hafi skilað
mörgum gestakomum til hennar. „Við höfum
fundið að það er mikil eftirspurn eftir þekk-
ingu Orkuveitunnar og við viljum koma henni
I þann búning að sú þróun haldi áfram. Það
er mín sýn að við verðum að hafa erlend
samskipti og þá hugsa ég málið út frá þeim
sérfræðingum sem starfa hjá okkur; að þeir
fái tækifæri til þess að þróa þekkingu sína
og að starfsumhverfi þeirra verði ánægju-
legra.
Ég tel að leið (slands inn á hinn alþjóðlega
orkumarkað verði I gegnum ráðgjöf og hönn-
un en ekki fjárfestingar Orkuveitunnar I verk-
efnum um víða veröld. Við erum vel mannað
fyrirtæki með mikla þekkingu innanborðs
auk þess sem verkfræðistofur með mjög
hæft starfsfólk eru stoðfyrirtæki við Orku-
veituna. Við munum hins vegar aldrei hafa
fjárhagslega burði til þess að kosta stór verk-
efni erlendis þótt við getum orðið þátttak-
endur með þvl að leggja fram þá þekkingu
Enex skipt upp
Samkomulag hefur tekist milli eigenda Enex um uppskiptingu félagsins. Enex hefur verið I
eigu Geysir Green Energy (GGE) að 73% og REI að 26,5%. Þá hefur nokkur fjöldi aðila átt
smærri hluti I Enex.
Með samkomulaginu yfirtekur REI hlut Enex I lceland America Energy, sem vinnur að
þróunarverkefnum á sviði jarðhita, fyrst og fremst I Kaliforníu. REI mun þá eiga 84% hlut I
félaginu en afgangurinn er I höndum bandarískra fjárfesta auk smærri innlendra fjárfesta.
GGE heldur eftir verkefnum Enex I Þýskalandi og auknum hlut I Enex-Kína, sem vinnur að
uppbyggingu jarðvarmaveitna I því landi. Þess má ennfremur geta að REI og GGE hafa
unnið saman að verkefnum á Filippseyjum.
SFS
20
6 TÖLVUMIÐLUN
www.tolvumidlun.is