Sveitarstjórnarmál - 06.03.2009, Page 24
Reykjavíkurborg
Aðgerðaáætlun gegn efnahagsvanda
Undir lok slðasta árs var hafin vinna
við sérstaka sóknaráætlun á veg-
um Reykjavíkurborgar. Áætlunin var
unnin í Ijósi þeirra verkefna sem
borgin stendur frammi fyrir vegna
mjög breyttra aðstæðna í þjóð-
félaginu. Markmið borgaryfirvalda
með sóknaráætluninni er stefnu-
mótun til framtíðar um forystuhlut-
verk borgarinnar að því er varðar
llfsgæði fyrir borgarbúa og valkost
fólks og fyrirtækja til búsetu og
staðsetningar. (framhaldi af því hef-
ur Borgarstjórn Reykjavlkurborgar
lagt fram aðgerðaáætlun til að
bregðast við því ástandi sem nú er I efna-
hags- og atvinnumálum íslendinga.
Markmiðið með áætluninni er að viðhafa
ábyrga fjármálstjórn og vaðveita stöðugleika
í rekstri auk þess að tryggja öfluga grunn-
þjónustu við íbúa. Gert er ráð fyrir að starfs-
hópur um fjármál á vegum borgarinnar hafi
náið samband við stjórnvöld og önnur sveit-
arfélög auk stéttarfélaga starfsfólks borgar-
innar og aðra viðsemjendur á vinnumarkaði.
Sátt hefur náðst á milli meiri- og minnihluta
borg-arstjórnar um þær megináherslur sem
kynntar hafa verið, sem er í fullu samræmi
við stefnu borgarstjórnar um nauðsyn náins
samráðs við þær aðstæður sem nú eru fyrir
hendi.
Nauðsyn víðtækrar samstöðu
Áhersla er lögð á að nýta kosti nærsam-
félagsins og þróa þjónustu þeirra fjölmörgu
sem vinna að velferð borgaranna. Komið
hefur verið á fót sérstökum samráðshópum í
Aðgerðaáætlun Reykjavíkurborgar nær til ýmissa sviða borgarlifsins og þar á
meðal til (þróttastarfsemi. Þessar stúlkur stunda íþróttir hjá |R.
tengslum við allar þjónustumiðstöðvar borg-
arinnar. Hlutverk þeirra er að renna styrkari
stoðum undir möguleika hennar að mæta
þörfum þeirra Ibúa sem á því þurfa að halda.
Þessir samráðshópar eru samráðsvettvangur
fyrir stofnanir og félagasamtök auk sjálf-
boðaliða sem starfa í hverfum borgarinnar.
I því sambandi má nefna heilsugæslu, lög-
reglu, skóla, íþróttafélög, trúfélög, vinnu-
miðlun, stéttarfélög auk ýmissa frjálsra
félagasamtaka. Þessir hópar fylgjast nú með
framvindu mála og vinna að samhæfðum
viðbrögðum auk þess að miðla upplýsingum
til velferðarráðs borgarinnar og til hverfis-
ráða.
Fjárhagsaðstoð
hækkar um 16,35%
Borgaryfirvöld ætla ekki að
mæta þrengri fjárhagsstöðu
með hækkunum á gjald-
skrám fyrir grunnþjónustu
eða skerða þá þjónustu sem
íbúar vænta frá leikskólum, grunn-
skólum, frístundaheimilum og al-
mennri velferðarþjónustu. Á fundi
borgarráðs í byrjun þessa árs var
samþykkt að grunnfjárhæðir fjár-
hagsaðstoðar til framfærslu hækki
um 16,35% frá 1. janúar 2009 sem
er (samræmi við hækkun á vísitölu
neysluverðs milli ára og leiðbein-
ingar félags- og tryggingamála-
ráðuneytisins. Framfærsla til ein-
staklinga hækkar úr 99.329 krón-
um á mánuði í kr. 115.567 og
framfærsla til hjóna og fólks I
skráðri sambúð úr kr. 158.926 í kr.
184.907 kr. (sömu samþykkt kemur fram að
heimildagreiðslur vegna barna hækka um
sömu prósentutölu eða 16,35%.
Aðhald í innkaupum en fram-
kvæmdir tryggðar
Engin áform eru um uppsagnir starfsfólks hjá
Reykjavíkurborg en dregið verður úr kostnaði
og nýráðningum í stjórnsýslu borgarinnar.
Einnig kemur fram að fjárheimildir sviða
verða að jafnaði ekki auknar frá árinu 2008
þrátt fyrir vaxandi verðbólgu, en útgjöld
endurskoðuð með það að markmiði að ná
fram sparnaði og samhæfingu í stjórnkerf-
inu. Þá er stefnt að stórauknu aðhaldi í inn-
kaupum og að allt að 15% sparnaði á næstu
mánuðum og árum. Þá verður leitast við
að tryggja fjármögnun fyrir nauðsynlegum
framkvæmdum en forgangsröðun þeirra
endurskoðuð og verkefnum sem geta beð-
ið eða kalla á aukinn rekstrarkostnað
frestað.
Ný menntastefna í mótun
Borgarráð hefur skipað vinnuhóp til að móta nýja menntastefnu fyrir
Reykjavíkurborg. ( hópnum eru Kjartan Magnússon, sem er formaður
hópsins, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, Lilja Alfreðsdóttir, Oddný
Sturludóttir og Sigríður Pétursdóttir.
Verkefni vinnuhópsins verður að móta menntastefnuna á grund-
velli nýrra laga um leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla auk mennt-
unar og ráðningu kennara og skólastjórnenda. Fræðslustjóri Reykja-
vlkurborgar, sviðsstjóri leikskólasviðs og framkvæmdastjóri íþrótta- og
tómstundaráðs munu starfa með hópnum. Gert er ráð fyrir að hóp-
urinn hafi samráð við nemendur, foreldra, kennara, skólastjórnendur
og aðra starfsmenn borgarinnar eftir því sem tilefni gefst til.
(frétt frá Reykjavíkurborg segir að vinnuhópurinn eigi ennfremur
að huga sérstaklega að því að efla samstarf milli skólastiga og sam-
vinnu tónlistarskóla, leikskóla og grunnskóla. Einnig er ætlunin að
huga að enn frekari samþættingu skólastarfs við frístundastarf sem
rekið er á vegum íþrótta- og tómstundaráðs. Hópurinn mun einnig
taka til athugunar tengsl milli grunnskóla og framhaldsskóla.
24
TÖLVUMIÐLUN
SFS www.tolvumidlun.is