Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 23.06.2011, Blaðsíða 5

Sveitarstjórnarmál - 23.06.2011, Blaðsíða 5
Forystugrein Hagvöxtur er forsenda velferðar Bráðabirgðaniðurstöður úr ársreikningum sveitarfélaga fyrir árið 2010 sýna að sveitarfélögin hafa áfram sýnt aðhald og ráðdeildarsemi í rekstri sínum eins og undanfarin ár. Þau hafa lækkað almenn rekstrarútgjöld á nafnvirði og því töluvert að raungildi. Launakostnaður jókst á hinn bóginn lítillega milli ára. Skatttekjur lækkuðu en sveitarfélögin bættu sér það upp að hluta með hækkun þjónustugjalda. Framlegðin fór úr 6,5% af tekjum í 7,4% og fjármagnskostnaður lækkaði, m.a. vegna styrkingar krónunnar á árinu 2010, breyting sem á þessu ári er að hluta til gengin til baka. Þessar tölur lýsa heildinni en fjárhagsstaða einstakra sveitarfélaga er mjög mismun- andi. Heildarframlegð sem nemur 7,4% er of lág til að standa undir fjármagnskostnaði, framkvæmdum og afborg- unum lána. Hún verður því að hækka með auknum tekjum og lægri rekstrarútgjöldum. Nú er svo komið í rekstri sveitarfélaga að vart verður lengra gengið í hagræðingu án þess að það fari að bítna á þjónustustiginu. Ekki er mikið svigrúm til að hækka skatta eða þjónustugjöld frá því sem nú er. Því virðist lausnin felast í því að tekjur sveitarfélaga aukist samfara töluverðum hagvexti. Sú velferðarþjónusta sem sveitarfélögin veita er því algjörlega undir auknum hagvexti komin svo forðast megi lækkun þess þjónustustigs sem boðið er. Jafnvel gæti hagvöxtur sem nemur um 4% á ári gefið sveitarfélögum sóknarfæri til að bæta þjónustuna. Samfara þessu myndi atvinnuleysi minnka sem eru sennilega mikilvægustu jákvæðu áhrifin sem hagvöxturinn hefði á sam- félagið. Launahækkanir skv. þeim kjarasamningum sem um þessar mundir er verið að ganga frá á vinnumarkaði eru óneitanlega miklar m.v. núverandi aðstæður sem helgast af neikvæðri þróun í þjóðarbúskapnum undanfarin ár. Þessar hækkanir þarf að fjármagna og eina leiðin til þess er að auka umsvifin í hagkerfinu og stuðla þannig að hagvexti. Sveitarfélögin verða að taka mið af þessum kjarasamningum svo þau eru algjörlega háð sömu hagvaxt- arforsendum og hinn almenni vinnumarkaður. Ef hinn aukni hagvöxtur lætur standa á sér munu þessar launa- hækkanir einfaldlega hafa í för með sér verðbólgu með tilheyrandi hækkun verðtryggðra lána, hækkun vaxta og áframhaldandi kaupmáttarrýrnun hjá launþegum. Slík þróun mun einnig veikja krónuna með þeim áhrifum að innfluttar vörur munu að öllum líkindum hækka enn frekar en nú þegar er raunin með þekktum verðbólgu- áhrifum. Aðilar vinnumarkaðarins byggja samninga sína á yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í tengslum við kjarasamningana. Meðal markmiða í yfirlýsingunni er að hagvöxtur aukist umfram spár, kaupmáttur vaxi, fjárfesting aukist úr 13% af landsframleiðslu í 20% og atvinnuleysi minnki. Samhliða kjarabótum fela samningarnir í sér ásetning um aðgerðir sem ætlað er að efla velferðarkerfið og örva hagkerfið. Forsenda þess alls er því aukinn hagvöxtur. Það verða efndir að fylgja þessum orðum ríkisstjórnarinnar. Nú þurfa verkin að tala. Það má engan tíma missa. Það verður nú þegar að bregðast við þeim efasemdum sem fram eru komnar um að þessum markmiðum verði náð sem birtast í því að verslanir og þjónustuaðilar eru óhikað farin að hækka útsöluverð á vörum og þjónustu m.a. með vísan til vaxandi launakostnaðar í kjölfar kjarasamninga. Þessi þróun mun halda áfram hafi menn ekki trú á að forsendur kjarasamninga haldi. Þess vegna er svo mikilvægt að hafa hraðan á og sýna þjóðinni að eitt- hvað raunhæft muni gerast á allra næstu vikum til að auka fjárfestingu í hagkerfinu. Annars kemur einfaldlega í Ijós að þeir sem sögðu að nýgerðir kjarasamningar byggðu á ótraustum forsendum höfðu rétt fyrir sér. Því miður. Karl Björnsson framkvæmdastjóri Danfoss hf • Skútuvogi 6 • 104Reykjavík • Sími510 4100 • www.danfoss.is Vantar þig dælu? Við höfum úrvalið Stórar dælur - Litlar dælur Góðar dælur - Öruggar dælur Gæði - Öryggi - Þjónusta LOWARA Mono [i§]GOULDS PUMPS ®VOGELPUMPEN

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.