Sveitarstjórnarmál - 23.06.2011, Blaðsíða 20
Suðurland
Samstarfs-
samningur um
félagsþjónustu
Gerður hefur verið samstarfssamningur um
sameiginlega félagsþjónustu í Hveragerði,
Ölfusi, Grímsnes- og Grafningshreppi, Blá-
skógabyggð, Hrunamannahreppi, Skeiða- og
Gnúpverjahreppi og Flóahreppi og var samn-
ingurinn undirritaður af fulltrúum allra sveit-
arfélaganna á fundi á Flúðum. Samtímis var
undirritað erindisbréf fyrir sameiginlega vel-
ferðarnefnd þessara sveitarfélaga. Með
þessari undirritun er sameiginleg yfirstjórn
velferðarmála þessara sveitarfélaga orðin
staðreynd.
Tilgangur samstarfsins er að efla samstarf
milli sveitarfélaganna á svæðinu á sviði
félagsþjónustu með það að markmiði að
minnka faglega einangrun starfsmanna auk
þess sem skapað verði teymi starfsmanna
sem vinni að því að efla og bæta þjónustu við
(búa í þessum sveitarfélögum.
Hið nýja fyrirkomulag tekur gildi þann
1. ágúst næstkomandi þegar sameiginleg
velferðarnefnd og sameiginlegur félagsmála-
stjóri munu taka til starfa. Starfssvæðin verða
áfram þrjú; Ölfus, Hveragerði og uppsveitir
Árnessýslu og Flóahrepps. Á hverju svæði
verða félagsráðgjafar að störfum en nýr
félagsmálastjóri mun hafa yfirumsjón með
starfinu á svæðunum.
Myndin er af þéttbýlinu á Flúðum i
Hrunamannahreppi.
Fréttir
Á myndinni eru Ágústa Halldóra Gisladóttir og Sigurbjörg Fjölnisdóttir hópstjórar og Ingibjörg Hrönn
Ingimarsdóttir verkefnisstjórí. Á myndina vantar þríðja hópstjórann, Helga Þór Gunnarsson.
Velferðarmál
Virknimiðstöð í Breiðholti
Ákveðið hefur verið að hefja tilraunaverkefni
um breytingar á félagsstarfi í öllum hverfum
Breiðholts. Að mestu verður byggt á því
félagsstarfi sem fyrir er í hverfinu og styrk-
leikum þess en einnig verður bætt við nýjum
áherslum með það fyrir augum að höfða til
fleiri einstaklinga. Bakgrunn þessa verkefnis
má finna í yfirfærslu á málefnum fatlaðra frá
ríki til sveitarfélaga og er þetta eitt þeirra
verkefna sem Reykjavíkurborg hefur lagt út í
af þeim sökum.
Ingibjörg Hrönn Ingimarsdóttir verkefnis-
stjóri segir að verkefnið byggist á hugmynd-
inni um að samfélagsleg virkni borgara sé
talin vera ein meginstoð farsældar og vellíð-
unar í velferðarsamfélagi en félagsleg óvirkni
og einangrun auki á hinn bóginn á vanlíðan
og geti komið í veg fyrir að fólk nýti sér þau
bjargráð sem í boði eru. Hún segir markmiðið
vera að efla tengsl einstaklinga við nærsam-
félagið, þar á meðal við frjáls félagasamtök,
kirkjustarf, þátttöku í heilsueflingu og fleira.
Þrír undirbúningshópar
teknir til starfa
Þrír undirbúningshópar hafa nú tekið til starfa
og eru skipaðir 8 til 10 manns hver um sig og
hittust vikulega á tímabilinu frá 1. maí til 15.
júní. „Hlutverk þeirra er að útfæra nánar þær
hugmyndir sem verkefnið byggist á.
Einn hópurinn annast þarfagreiningu í
Breiðholti og hlutverk hans er að undirbúa
jarðveginn og útfæra nánar þætti eins og
staðsetningu virknimiðstöðvar, styrkleika og
veikleika í umhverfi Breiðholts og fjalla um
menningu, viðhorf og ríkjandi áherslur í
Breiðholtinu.
Annar hópur fjallar um notendahóp og
markaðssetningu. Hlutverk hans er m.a. að
skilgreina notendahóp og athuga hvernig
unnt verði að koma til móts við þarfir stærri
og breiðari notendahóps í félagsstarfi í Breið-
holti.
Þriðji hópurinn er starfshópur um þróun
félagsstarfs og er hlutverk hans að leggja
fram hugmyndir og tillögur um nýjar leiðir
um dagskrá í félagsstarfi sem byggir á því
sem þótt hefur skara fram úr annars stað-
ar. Þessi hópur hefur samstarf við aðila á
borð við Hlutverkasetur, Hugarafl, Geðhjálp,
athvörf Rauða krossins o.fl.
Stýrihópur styður við
hópastarfið
Ingibjörg Hrönn segir að stýrihópur fyrir til-
raunaverkefnið um virknimiðstöð í Breiðholti
muni styðja við hópastarfið og hrinda í fram-
kvæmd þeim áætlunum sem hóparnir þrír
leggja fram. Stýrihópinn skipa Jóna Rut Guð-
mundsdóttir, VEL; Helga Sigurjónsdóttir, ÞB;
Berlind Magnúsdóttir, Heimaþjónustu RVK;
María Einisdóttir, LSH; Þórdís Rúnarsdóttir,
Rauða krossinum og Ingibjörg Hrönn Ingi-
marsdóttir, verkefnastjóri sem situr fundi
hópanna og er tengiliður þeirra við stýri-
hópinn. Vinnuheiti tilraunaverkefnisins er
Virknimiðstöð i Breiðholti en einkum er horft
til viðbótar í þjónustu félags- og menning-
armiðstöðva sem til staðar eru í Gerðubergi,
Árskógum og víðar í byggðarlaginu.