Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 23.06.2011, Blaðsíða 16

Sveitarstjórnarmál - 23.06.2011, Blaðsíða 16
viðtal mánaðarins opnuðu leikskólann sem fyrsta heilsuleik- skólann á íslandi." Sigrún Hulda segir að mikill áhugi hafi vaknað á meðal annarra kennara fyrir stefnu skólans og einnig hafi verið hafist handa við að setja hugmyndafræðina fram á aðgengi- legan háttfyriralmenning. „Hugmyndafræðin var fyrst kynnt opinberlega haustið 1998 og nú, 13 árum sfðar, starfa 18 leikskólar eftir Heilsustefnunni víðsvegar um landið." Borðhaldið skiptir miklu máli En þá að næringunni. Sigrún Hulda bendir á að hollt fæði sé grunnur að almennri heilsu einstaklingsins, líkamlegri og andlegri vellíðan sem stuðli að þroska, ónæmi og frammistöðu alla ævi. „( æsku er fæðuval sérstaklega mikilvægt vegna þess að á því tímaskeiði fer vöxtur hvað örast fram en einnig þarf að gæta þess að barn neyti nægi- legs vökva. Lögð er áhersla á að börnin fái hollan og næringarríkan mat úr sem flestum fæðuflokkum og að sykur, fita og salt séu notuð í hófi við matargerð eins og markmið manneldisráðs kveða á um." Hún segir að f heilsuskólanum fái börnin tækifæri til að læra að meta grænmeti, ávexti og kornmeti og venjast því að vilja fjöl- breytni frekar en einhæfni í fæðuvali. Þetta sé hugsað sem forvarnastarf sem vonandi skili sér seinna meir í heilbrigðum lífsstíl barn- anna og vinni gegn offitu og öðrum fæðu- tengdum kvillum og sjúkdómum. í því sam- hengi séu matseðlar gerðir í samráði við næringarráðgjafa leikskólans. „Matartíminn á að vera notalegur tími þar sem öllum líður vel. Matartímar og borðhald hafa mikið uppeldislegt gildi og þar gefast tækifæri til skemmtilegra og fræðandi um- ræðna. Leikskólakennarar borða með börn- unum og áhersla er lögð á að börnin læri almenna borðsiði. Þau leggja á borð, skammta sér sjálf á diskana, nota hníf og gaffal, hella sjálf í glas, aðstoða hvert annað og ganga frá allt að því marki sem geta þeirra og þroski leyfir. Þetta er þáttur í upp- eldi þeirra til sjálfstæðis og sjálfsbjargar," segir hún. Útiveran hefur góð áhrif „Og þá komum við að hreyfingunni," heldur Sigrún Hulda áfram. „Við leggjum mikla áherslu á að börnin fái notið sín í mismun- andi hreyfingu og þar er leikurinn lagður til grundvallar um leið og unnið er að því að þjálfa jafnvægi, samhæfingu hreyfinga sem og að efla kraft og þor." Hún segir hreyfingu stuðla að líkamlegri og andlegri vellíðan, gleði og einnig snerpu og þori. Iþróttir skipi því stóran sess í starfi leikskólans. „Með markvissri hreyfiþjálfun eflist alhliða þroski barnsins. Góða líkamleg færni leiðir af sér ánægðara og sjálfsöruggt barn sem á auðveldara með að leika sér og tileinka sér þekkingu. Markviss hreyfiþjálfun hefur einnig áhrif á málskilning barna, örvar hugtakaskilning þeirra og eykur leikgleði. Útivist og gönguferðir gefa fjölbreytta mögu- leika á margvíslegri hreyfingu og því er rík áhersla lögð á að börnin fari út daglega og þá gjarnan bæði fyrir og eftir hádegi. Hjá okkur heyrir til undantekninga ef börn eru látin vera inni sökum veðurs." 16

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.