Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 23.06.2011, Blaðsíða 12

Sveitarstjórnarmál - 23.06.2011, Blaðsíða 12
Um hverfismál Sjórinn tekur ekki lengur við Tengi tekur sjórinn við," var gjarnan haft á orði á íslandi JL/og fáum þótti tiltökumál þótt fjöruborðið væri nýtt til eyðingar úrgangs I gegnum tíðina. Umhverfismál voru fjar- lægt hugtak i tungumáli fyrri tima og ekki eru svo mörg ár liðin frá þvi farið var að huga að frárennslis- og sorpmálum af einhverri alvöru hér á landi. Straumhvörf urðu ekki I þeim málum fyrr en með samningnum um Evrópska efnahags- svæðið - EES. Með EES-samningnum undirgengust íslend- ingar mun strangari reglur um meðferð úrgangs en þeir höfðu þekkt og þótti mörgum nóg um. Sagt var að aðstæð- ur á úthafseyjunni íslandi væru með allt öðrum hætti en á meginlandi Evrópu. Þéttbýli væri nánast óþekkt utan höfuð- borgarsvæðisins og öll strandlengja landsins fyrir opnu úthafi sem skolaði úrganginum I burt og flýtti niðurbroti hans. Þvi þyrfti engar áhyggjur að hafa, hvað þá að leggja i mikinn kostnað til þess að þjóna því sem kallaðir voru duttlungar Evrópubúa. Málin voru þó ekki svo einföld og íslendingar urðu að taka við tilskipunum frá ESB og fara eftir þeim I flestum efnum þótt þeir hafi orðið sér úti um nokkrar undanþágur. Sá þáttur umhverfismálanna sem lýtur að úrgangi og förgun snýr að langmestu leyti að sveitarfélögunum. Sveitarfélög landsins stóðu mörg hver því allt í einu frammi fyrir stórum ef ekki risavöxnum verk- efnum á sviði úrgangsmála, bæði hvað varðar frárennsli og einnig förgun annars úrgangs. Fram að þeim tíma náðu flestar skolplagnir skammt út frá fjöruborðinu og hinir illræmdu öskuhaugar spúðu eldi og eimyrju yfir flestar byggðir og byggðarlög þegar vindátt stóð af þeim yfir hin byggðu ból. Samkvæmt nýjum tilskipunum bar sveitarfélögunum að sjá til þess að frárennsli yrði hreinsað og leitt í ákveðna vegalengd frá fjöruborði og einnig að leitað yrði nýrra og umhverfisvænni leiða til förgunar sorps en að brenna það við eldhita á víðavangi. Sveitarstjórnir sáu því fram á mjög kostnaðarsamar aðgerðir og ekki síst ef miðað var við íbúafjölda margra sveitarfélaganna. Sveitarstjórnir brugðust fljótt við Margar sveitarstjórnir brugðust fljótt við þessum nýju kröfum og því nýja umhverfi sem íslendingar voru orðnir hluti af. Víða um land var hafist handa við að byggja hreinsistöðvar og lengja frárennsli í sam- ræmi við ákvæði reglugerða. Mörg íslensk sveitarfélög lyftu grettistaki á fáum árum að þessu leyti þótt misjafnlega hratt hafi verið unnið, sem aftur mótaðist af aðstæðum á hverjum stað. Auðveldara var að fást við frárennslismálin þar sem byggðir standa nálægt sjó en meiri erfiðleikum var háð fyrir sveitarfélög inni í landi að finna frárennslinu viðunandi farveg. Sé á heildina litið verður að segj- ast eins og er að íslendingum gekk vel að aðlaga sig hinum nýja hugs- unarhætti og ráðast í þær frárennslisframkvæmdir sem til þurfti. Gott dæmi um það er fráveita Hafnarfjarðakaupstaðar sem Sveitarstjórnar- mál fjölluðu sérstaklega um á liðnu ári. Sorpmálin flóknari Spormálin reyndust mörgum sveitafélögum erfiðari viðfangs. Um ólíkar aðstæður var að ræða og málin flóknari og oft viðkvæmari en frárennslismálin. f sorpmálunum þurfti í fyrsta lagi að ákveða með hvað hætti sorpi skyldi eytt og síðan að finna hentuga staði til þess að Flokkun sorps kennd i grunnskóla I Reykjavik. Eg er 1 endurvinr Það er í þínum höndum að ákveða hvaða úrgar endurvinnslu.Vel gæti reynst að byrja smátt en bæt þú venst hugmyndinni. í öllum sveitarfélögum er t£ þeirra taka við pappa, pappír og plasti til endurvinr Nánari upplýsingar og einföld ráð um endurvinnslu www.urvinnslusjodur.is/endurvinnsluvika SGRPA © iHHVimiHHf EAJUnSÍsJ' 12

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.