Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 23.06.2011, Blaðsíða 21

Sveitarstjórnarmál - 23.06.2011, Blaðsíða 21
L Grímsnes- og Crafningshreppur Menn eru aftur farnir að huga að frístundabyggð „Staðan hjá okkur er nokkuð góð. Mannlífíð er gott hér í uppsveitunum. Við erum auðvitað að upplifa og fara í gegnum afleiðingar hrunsins eins og aðrir. Atvinnulífið snýst mikið um þjón- ustu við frístundabyggðina og vissulega hefur dregið úr uppbyggingunni þar undanfarin ár. En nú virðast breytingar vera á. Lítið hefur verið framkvæmt á undanförnum tveimur árum en nú heyri ég frá verktökum að hreyfing sé að kom- ast á nokkrar framkvæmdir. Einn þeirra sagði við mig um daginn nú væri þess beðið að klaki færi úr jörð svo hægt væri að byrja að grafa," segir Gunnar Þorgeirsson, oddviti Grímsnes- og Grafn- ingshrepps í samtali við Sveitarstjórnar- mál. Grímsnes- og Grafningshreppur varð til við sameiningu tveggja sveitarfélaga í uppsveitum Árnessýslu árið 1998. Á sama tíma og hið nýja sveitarfélag fór að þróast tók byggðin einnig umtalsverðum breyting- um. Grímsnesið og Grafningurinn breyttust smám saman úr hefðbundnu landbúnaðar- samfélagi yfir í að vera landbúnaðar- og þjónustusamfélag. Frístundabyggðirnar hafa vaxið mjög mikið á undanförnum árum. Nú er ekki lengur talað um einhver hundruð frí- stundahúsa í sveitarfélaginu heldur má telja þau í þúsundum því í dag eru allt að 2.700 frístundahús í Grímsnes- og Grafningshreppi og mörg þeirra ætluð til heilsársbúsetu. Fjörutíu þúsund sundlaugargestir Gunnar segir lífið taka að vakna í maímánuði og mikið af fólki sé í byggðunum allt fram á Gunnar Þorgeirsson, garðyrkjubóndi og oddviti Grimsnes- og Grafningshrepps, ihugull innan um afurðir garðyrkjubóndans i gróðurhúsinu heima á Ártanga. Hann segir oddvitastarfið stundum fylgja sér i gróðurhúsið. haust og einstaka aðilar meira og minna allan veturinn. „Nú hafa um 400 manns heimili og fasta búsetu í sveitarfélaginu en á góðum sumardegi eru hér allt um og yfir sex þúsund manns." Erfitt er að áætla fjöldann af sumardvalar- gestum þar sem þeir búa meira og minna í eigin frístundahúsi. „Sem dæmi er sorpmagn hér í kílóum talið yfir sumarmánuðina magn sem kemur frá um 6.000 manna samfélagi. Sundlaugargestir í Grímsnes- og Grafnings- hreppi eru um 40 þúsund á ári en við hönn- un mannvirkisins í upphafi var éætlað að við fengjum um 10 til 12 þúsund gesti. Margir þéttbýlisbúar dvelja hér alla vikuna en um- ferðarþunginn í austur hefst þó um hádegi á föstudögum og ferðirnar til baka síðdegis á sunnudögum." Úr kúabúskapí frístundabyggð Gunnar segir mestu breytinguna felast í umskiptum frá kúabúskap og mjólkurfram- leiðslu yfir í ferðaþjónustu og þjónustu við frístundagesti. „Hinn hefðbundni landbúnað- ur hefur vikið talsvert fyrir frístundabyggð- unum. Margar jarðir hafa verið teknar undir þessar byggðir en hefðbundinn búskap má þó finna í nokkrum mæli. Bændurnir eru mun færri en var en að jafnaði með mikið stærri bú þannig að framleiðslan hefur í heildina ekki dregist svo mikið saman. Búin eru færri en stærri." Gunnar segir talsvert um að fólk fari á milli höfuðborgarsvæðisins og frístunda- byggðanna til vinnu en trúlega þó minna en var á tímabili þegar ekki þótti tiltökumál að fólk æki jafnvel daglega úr Grímsnesinu og 21

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.