Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.11.2013, Blaðsíða 6

Sveitarstjórnarmál - 01.11.2013, Blaðsíða 6
Almannavarnir Stefnumótun stjórnvalda í almannavarna- og öryggismálum Herdís Sigurjónsdóttir, starfsmaður VSÓ Ráðgjafar, doktorsnemi í opinberri stjórnsýslu og fyrrverandi sveitarstjórnarmaður, skrifar. ög um almannavarnir nr.82/2008 gera ráð fyrir að mótuð sé stefna stjórnvalda í almannavarna- og öryggismálum og hefur sú vinna verið í gangi á liðnum árum. Ég ætla að rekja hér í stuttu máli feril stefnumót- unarinnar og aðkomu Sambands íslenskra sveitarfélaga að vinnunni. Stýrihópur um gerð stefnu stjórnvalda í almannavarna- og öryggismálum Almannavarna- og öryggismálaráð er um 30 manna ráð sem lýtur formennsku forsætis- ráðherra. Tekin var ákvörðun um það á fyrsta fundi ráðsins 10. júní 2009 að móta stefnu stjórnvalda í almannavarna- og öryggismál- um. Dómsmálaráðherra (nú innanríkisráð- herra) var falið að undirbúa drög að stefnu í samvinnu við hlutaðeigandi aðila og skipaði hann stýrihóp í lok árs 2009 til að fara með tillögugerðina. Þórunn J. Hafstein, skrifstofu- stjóri skrifstofu almannaöryggis í innanríkis- ráðuneytinu, var skipuð formaður. Auk henn- ar voru skipuð þau Valur Ingimundarson sagnfræðingur, Margrét S. Björnsdóttir for- stöðumaður og Halla Gunnarsdóttir kennari. Á síðu innanríkisráðuneytisins segir: „Stýrihópnum er falið að undirbúa drög að stefnu stjórnvalda i almannavarna- og öryggismálum til þriggja ára i samræmi við ákvæði 3. gr. al- mannavarnalaga nr. 82/2008. í almannavarna- og öryggismála- stefnu stjórnvalda skal gera grein fyrir ástandi og horfum í almannavarna- og öryggismál- um i landinu, fjalla um áherslu- atriði varðandi skipulag al- mannavarna- og öryggismála, forvarnastarf, nauðsynlega sam- hæfingu á efni viðbragðsáætl- ana og starfsemi opinberra stof- nana á þvi sviði, nauðsynlegar birgðir til þess að tryggja lifs- afkomu þjóðarinnar á hættutímum, endur- reisn eftir hamfarir og aðrar aðgerðir sem ráðið telur nauðsynlegar til þess að markmið laga þessara náist." Drög að stefnu liggja fyrir Vinnan hófst í byrjun árs 2010. Fyrstu drög voru lögð fram til umsagnar í byrjun þessa árs. Umsagnarferlið var til 30. maí sl., en drögin eru enn aðgengileg þeim sveitar- stjórnarmönnum sem vilja kynna sér þau. Stefnan skiptist í tvo hluta. Fyrri hlutinn er umfjöllun um forsendur og áhersluþætti sem eru þrír: almannavarn- ir, mikilvægir samfélags- innviðir og löggæsla og öryggismál. Seinni hlutinn er aðgerðaáætlun þar sem ábyrgð og verkefni næstu þriggja ára eru tilgreind. Aðkoma Sambands íslenskra sveitar- félaga Að mati höfundar hefur ekki verið mikið samráð við sambandið, þrátt fyrri að sveitarfélög séu staðbundin stjórnvöld sem fara með almannavarnir í héraði í samvinnu við ríkisvaldið. Samband íslenskra sveitarfélaga á tvo full- trúa í almannavarna- og öryggismálaráði, þau Karl Björnsson, framkvæmdastjóra sam- bandsins, og Stellu K. Víðisdóttur, sviðsstjóra Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Þau komu bæði að málinu í upphafi. Ráðið hefur þó ekki fundað um drögin. í mars 2012 var haldinn sérstakur fundur með sambandinu þar sem komið var á fram- færi leiðréttingum og athugasemdum við drögin um málefni sem að sveitarfélögum snúa. Á umsagnartíma í byrjun árs gerði Samband íslenskra sveitarfélaga ekki athug- semdir við drögin. Á netsíðu innanríkisráðuneytisins segir að þegar aflað hafi verið umsagna sem flestra muni drögin verða fullunnin í samvinnu við hlutaðeigandi ráðuneyti og stofnanir og lögð fyrir almannavarna- og öryggismálaráð. Þvi má vænta þess að samráð verði haft við sam- bandið áður en drögin verða lögð fyrir almannavarna- og öryggismálaráð til sam- þykktar. Verksvið almannavarna er víðtækt og nær m.a. yfir hvers kyns náttúruhamfarir. Svona var umhorfs i ráðhúsinu i Sveitarfélaginu Árborg eftir jarðskjálftana 2008. Herdís Sigurjónsdóttir. 6

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.