Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.11.2013, Blaðsíða 14

Sveitarstjórnarmál - 01.11.2013, Blaðsíða 14
Ferðaþjónusta Eru sveitarfélög stærsti ferðaþjónustuaðilinn? Á Ferðamálaþingi, sem haldið var á haustdögum, hélt Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri í Vesturbyggð, erindi sem bar titilinn: „Eru sveitarfélög stærsti ferða- þjónustuaðilinn?" í erindinu færði Ást- hildur rök fyrir þessari fullyrðingu og hvers vegna hún telur að sveitarfélög verði að vera virkari þátttakendur í umræðunni um ferðaþjónustu, sem er ein helsta gjald- eyrisskapandi atvinnugrein þjóðarinnar. Atvinnutækifæri eru að skapast og sveit- arfélög þurfa að bregðast hratt við og þekkja skyldur sínar. Greinin er unnin upp úr erindi Ásthildar. Sveitarfélög eru í ferðaþjónustu Þegar ferðaþjónustuaðilar eru skilgreindir horf- um við fyrst og fremst til þeirra sem eru í greininni. Þeir sem að baki standa gleymast oftar en ekki eða líta ekki á sig sem ferða- þjónustuaðila. Og sveitarfélögin - þau eru stærsti ferðaþjónustuaðilinn. Sveitarfélagið sér til þess að grunngerðin sé til staðar. Sveit- arfélagið hefur skipulagsvaldið og býður fram lóðir. Þá reka sveitarfélögin sundlaugar og [þróttamiðstöðvar, göngustfgakerfi, lystigarða, miðbæi, upplýsingamiðstöðvar, söfn og oftar en ekki tjaldsvæði. Það hefur sýnt sig að fallegir bæir eru aðdráttarafl fyrir ferðamenn og fjárfesta. Þess vegna er mikilvægt að huga að innviðum og umhverfinu með fbúum, hagsmunasamtökum og fyrirtækjum með góðu deiliskipulagi, hönnun og framkvæmd- um. Verkefni sveitarfélaga tengd ferðaþjónustu eru fleiri. Sveitarfélög koma myndarlega að markaðssetningu með þátttöku í rekstri mark- aðsstofa, upplýsingamiðstöðva og atvinnuþró- unarfélaga sem eru oftar en ekki fyrsta stoppi- Ásthildur Sturludóttir. stöð frumkvöðla. Fjármagnið sem sveitarfélög leggja til málaflokka sem tengjast ferðaþjón- ustu eru því miklir. Gæðamál bera sífelltá góma. Sveita rfélögin geta alltaf gert betur í umhverfismálum og þjálfun starfsfólks. Það er nauðsynlegt að bera virðingu fyrir menntun og þjálfun þeirra sem f ferðaþjónustu starfa. Sveitarfélögin eiga ekki síður að huga að menntun starfsmanna þannig að þeir geti veitt upplýsingar og brugðist við því sem upp getur komið. Aðstaðan sem (slendingar bjóða upp á, á að vera fyrsta flokks. Við eigum ekki að bjóða upp á gistingu í gámum eða að helstu perlur þjóðarinnar séu f einu drullusvaði og að ekki sé hægt að komast á salerni. Við eigum ekki síður að beina umferðinni um fáfarnari en jafn áhugaverða staði og huga að gjaldtöku til að byggja upp ferðamannastaði, því sveitar- félögin hafa ekki fjármagn umfram lögbundin verkefni. Selir sóla sig I mestu makindum á Rauðasandi I Vesturbyggð.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.