Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.11.2013, Blaðsíða 5

Sveitarstjórnarmál - 01.11.2013, Blaðsíða 5
Forystugrein Tónlistarfræðsla Eins og sveitarstjórnarfólki er vel kunnugt var samningur um aðkomu ríkisins að tónlistarfræðslu undirritaður í Hörpu í maí 2011. Náðist sá áfangi eftir margra ára samningaumleitanir, sumir vilja kalla það þref, um aðkomu ríkisins að fjármögn- un framhaldsstigsins í tónlistarkennslu. Samningurinn gengur út á að sveitarfélög taka að sér verkefni á móti og lendir það nokkuð misjafnlega á sveitarfélög- unum. í sumum tilfellum fá þau aðeins reikninginn fyrir verkefninu á móti en geta ekki eða þurfa ekki að nýta sér fjármagn frá ríkinu þar sem enginn nemandi er á framhaldsstigi í viðkomandi sveitarfélagi. Þrátt fyrir góðan vilja í upphafi og væntingar um að samningurinn frá 2011 leysti málin varðandi framhaldsstig tónlistarfræðslu eru margir agnúar á fram- kvæmd þeirra mála. Einn er misjöfn dreifing fjármuna, annar er ákveðin óvissa um fjármögnun því hún byggist árlega á þvl hvað ríkið leggur til verkefnisins. Þriðja agnúann mætti svo nefna sem er gríðarlegur tími fulltrúa ríkis og sveitar- félaga sem fer í samningaviðræður og samningagerð á hverju ári. Það fer einfald- lega allt of mikill tími í þetta verkefni og óvissan er of mikil því aftur og aftur gerist það að skólaárið hefst án þess að sveitarfélögin/tónlistarskólarnir hafi vissu um hver fjármögnunin verður. Lausnin á þessu er að mati undirritaðs fólgin í því að marka ákveðnar tekjur til sveitarfélaga sem fara í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Þetta má gera með því að semja um ákveðið hlutfall sem færi á milli útsvars og tekjuskatts. Skattgreiðandinn væri að borga sömu töluna, ekki væri um skattahækkun að ræða heldur millifærslu milli ríkis og sveitarfélaga. Um leið yrði hætt að láta sveit- arfélög taka að sér ákveðin verkefni á móti. Stærsti hluti þessara fjármuna fer til borgarinnar þar sem mest er um framhaldsnám í tónlist þar og til að tryggja réttláta dreifingu fjármagns, í samræmi við framboð menntunar á framhaldsstigi í tónlist, væri framkvæmdin í höndum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Halldór Halldórsson formaður Danfoss tengigrindur Fyrir neysluvatns-, ofnhita-, gólfhita-, snjóbræðslukerfi, setlaugarog fl. Sérhannaðar fyrir íslenskar aðstæður. Áratuga reynsla stjórnbúnaðar við íslenskar hitaveituaðstæður. Við erum leiðandi í hönnun og framleiðslu á stjórnbúnaði og tengigrindum fyrir hitakerfi.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.