Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.11.2013, Blaðsíða 19

Sveitarstjórnarmál - 01.11.2013, Blaðsíða 19
Safnaráð auglýsir eftir umsóknum um styrki úr safnasjóði á árinu 2014 Hlutverk safnasjóðs er að styrkja starf þeirra safna sem falla undir safnalög nr. 141/2011. Safnaráð gerir tillögu til mennta- og menningarmálaráðherra um úthlutun úr sjóðnum samkvæmt safna- lögum og úthlutunarreglum ráðsins frá 18. september 2013. Upphæð og fjöldi veittra styrkja fer eftir fjárveitingu á fjárlögum og umsóknum. Til þess að geta sótt um rekstrarstyrk úr safnasjóði þarf safn að vera viðurkennt safn samkv. safnalögum nr. 141/2011, frestur til að sækja um viðurkenningu á árinu 2013 rennur út 15. nóvember. Söfn sem hljóta rekstrarstyrk á fjárlögum munu ekki hljóta rekstrarstyrk úr safna- sjóði sama ár, en geta sótt um verkefna- styrki. Umsóknarfrestur er til 15. desember 2013. Umsóknum skal skila með því að fylla út umsóknareyðublað á vefsíðu safnaráðs: www.safnarad.is Nánari upplýsingar á skrifstofu safnaráðs. SAFNARÁÐ The Museum Council of lceland Safnaráð - safnasjóður • Suðurgötu 41 -101 Reykjavík Slmi 530 2216 • www.safnarad.is !■ ? Minjastofnun íslands auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsafriðunarsjóði fyrir árið 2014 Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi ffiðlýstra og ffiðaðra húsa og mannvirkja, sbr. reglur nr. 182/2013. Samkvæmt úthlutunarreglunum er heimilt að veita styrki úr sjóðnum til: • viðhalds og endurbóta á friðlýstum og friðuðum húsum og mannvirkjum. • viðhalds annarra mannvirkja sem hafa menningarsögulegt, vísindalegt eða listrænt gildi. • byggingarsögulegra rannsókna, þar með talið skráningu húsa og mannvirkja, og miðlun upplýsinga um þær. Umsóknir eru metnar með tilliti til varðveislugildis, t.d. vegna byggingarlistar, menningarsögu, umhverfis, upprunaleika og tæknilegs ástands ásamt gildis hennar fyrir varðveislu byggingararfleifðarinnar. Að þessu sinni verður lögð sérstök áhersla á að veita styrki til endurbóta á friðlýstum húsum og mannvirkjum. Umsóknareyðublað og nánari upplýsingar, m.a. úthlutunar- reglur, er að fínna á heimasíðu Minjastofnunar íslands, www.minjastofnun.is. Umsóknarfrestur er til 1. desember 2013. Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur koma ekki til álita við úthlutun. Minjastofnun íslands hefúr eftirlit með að styrkt verkefni séu viðunandi af hendi leyst og í samræmi við innsend umsóknargögn. Bent er á leiðbeiningarit Húsafriðunar- nefndar sem finna má á heimasíðu Minjastofnunar Islands og Húsvemdarstofú um viðhald og viðgerðir eldri húsa í M injasafn i Reykj avíkur/Arbæj arsafni. Suðurgötu 39,101 Reykjavík Sími: 570 1300 www.minjastofnun.is husafridunarsjodur@minjastofnun.is g g M Minjastofnun Islands

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.